Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Geir Þ. Þórarinsson

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða fornöldinni yfirleitt?

Í fyrsta lagi tefli ég fram rökum um þekkingarleit almennt. Vísinda- og fræðastarf okkar í heild sinni miðar að því að leita sannleikans hvar svo sem hann er að finna, hvort svo sem það er í líffræði, mannfræði eða fornfræði. Forngríski heimspekingurinn Aristóteles skrifaði í upphafi 1. bókar Frumspekinnar (Metaph. 980a21) að þekkingarþá væri öllum mönnum í blóð borin og virðist hafa hitt naglann á höfuðið. Okkur virðist eðlislægt að leita þekkingar hennar sjálfrar vegna og til að reyna að öðlast skilning á heiminum sem við búum í. Sá skilningur er bersýnilega mikils verður. Auðvitað reynum við líka að hagnýta okkur þekkinguna sem verður til í grunnrannsóknum en eigi að síður er það svo að ef það er hægt að vita eitthvað, þá reynum við að komast að því til þess að svala forvitni okkar. Og það er ekki alltaf fyrirfram ljóst hvaða grunnrannsóknir munu seinna reynast okkur vel.

Mynd af Palatínhæð, einni af þeim sjö hæðum sem Róm var byggð á.

Þá tefli ég næst fram réttlætingu á sagnfræðirannsóknum sérstaklega. Innan þessarar þekkingar- og sannleiksleitar sem vísinda- og fræðastarf okkar í heild sinni er verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því sem gerðist í fortíðinni og hvernig nútíminn sem við búum í varð til úr henni. Þekking á lögmálum efnisheimsins ein og sér dugar augljóslega ekki til þess að skilja heiminn sem við búum í og stöðu okkar í honum. Veruleiki okkar er nefnilega að miklu leyti félagsleg og menningarleg smíð sem á sér sögulegar orsakir, hvort sem það eru einhver landamæri, peningahugtakið, trúarlegar hátíðir, opinber embætti, valdheimildir og hvers kyns hugtakanotkun, klisjur hryllingsmynda, reglur bragfræðinnar og svo framvegis. Það þarf að grípa til ýmissa fræða til að henda reiður á veruleika mannlífsins en það er ekki hægt að skilja fyllilega veruleikann sem við búum í án þekkingar á fortíðinni. Heimur Rómverja er hluti af þessari fortíð og meira að segja nokkuð afdrifaríkur þáttur í henni en klassísk menning Grikkja og Rómverja er með margvíslegum hætti undirstaða vestrænnar nútímamenningar. Þess vegna komumst við einfaldlega ekki hjá því að stunda grunnrannsóknir í sagnfræði og fornfræði og fjalla líka um Rómverja, af því að það er hluti af því að skilja hver við erum, hvaðan við komum og hvernig nútíminn okkar varð til.

Til þess að geta stundað rannsóknir í fornfræði – rannsóknir á Rómverjum – þarf að læra fornmálin (forngrísku og latínu) til að geta lesið frumheimildir á frummálunum. Fornmálanámið er út af fyrir sig ágæt undirstaða fyrir frekara tungumálanám. En frumheimildirnar eru líka oftar en ekki samdar af listrænum metnaði; óviðjafnanleg listaverk, raunar, og menningarleg verðmæti. Menntun í fornfræði eða klassískum fræðum, sem fjalla um allar hliðar klassískrar menningar Grikkja og Rómverja, veitir þess vegna einstaka sýn á menningarsögu Vesturlanda auk tækifæra til frekari rannsókna í hugvísindum. Þetta sjónarhorn, sem fornfræðin gefur á menningarsögu okkar, er samt ekki bara gagnlegt til að gera okkur meðvituð um hvar rætur okkar liggja. Það getur líka verið lausn úr viðjum nútímans og gefið okkur ákveðna andstæðu – stundum nokkuð óvænta – til að bera okkur saman við. Þannig er þekking á fornöldinni einnig gagnleg einmitt vegna þess sem hún er ekki: hún er ekki nútíminn. Og af því að fornöldin var öðruvísi en nútími okkar víkkar þekking á fornöldinni sjóndeildarhring okkar. Það er æskilegt nú sem endranær.

En auk þess að vera út af fyrir sig fróðlegt að lesa sér til um bæði andstæður og menningarlegar rætur okkar hjá Rómverjum (og Grikkjum) veitir nám í þessum fræðum líka afbragðs menntun af því að það eflir margvíslega hæfni nemenda sem nýtist meira og minna alls staðar og það kann að vera prýðileg ástæða fyrir nemendur að fjalla í námi sínu um Rómverja. Skoðum aðeins nánar hvað í þessu felst.

Í fyrsta lagi hljóta nemendur í fornfræði þjálfun í fornmálunum, grísku og latínu til þess að opna þeim leið að frumheimildum á frummálunum. Fornmálanám byggir hins vegar á rækilegri þjálfun í klassískri málfræði. Tungumálaþjálfunin veitir því ekki einungis nauðsynlegan aðgang að mikilvægum heimildum heldur eflir hún einnig greinandi hugsun nemenda með sífelldri áherslu á nákvæma og agaða málfræðigreiningu. Nemendur þurfa enn fremur að temja sér gagnrýnið viðhorf til þeirra texta, sem þeir læra að lesa á frummálinu, enda eru þeir misjafnlega vel varðveittir og geymdin á sér langa sögu sem nauðsynlegt er að vera meðvitaður um. Þá þurfa verðandi fornfræðingar að læra að bera skynbragð á eðli ólíkra heimilda, meta heimildagildi þeirra og temja sér gagnrýna nálgun í úrvinnslu þeirra. Um leið þarf fornfræðingurinn að verða fær um að átta sig á þeirri heildarmynd sem rís á afar ólíkum vitnisburði úr ýmsum áttum. Þannig styrkir fornfræðinám einnig heildræna hugsun nemendanna. Og af því að frumheimildirnar eru oft í eðli sínu bókmenntatextar, samdir af listrænum metnaði og með það í huga að lesendur (eða áheyrendur) hafi ákveðnar væntingar til ákveðinna bókmenntagreina þurfa fornfræðinemar, um leið og þeir læra að leggja mat á heimildagildi fornra texta, að verða skynbærir túlkendur bókmenntaverka (og annarra texta) og meðvitaðir um spurningar og nálganir bókmenntafræðinnar.

Fornfræði- og fornmálanám – sem felur í sér umfjöllun um Rómverja – veitir þess vegna í raun einstaka blöndu þjálfunar: í tungumálum og málfræðigreiningu, sagnfræði og bókmenntafræði. Vegna fjölbreytileika síns styrkir fornfræðin bæði greinandi og heildræna hugsun nemandans og málakunnáttu hans um leið og hún ýtir undir gagnrýnið sögulegt sjónarhorn og næman lesskilning texta af ýmsu tagi. Þetta er hugvísindamenntun par excellence. Þess vegna miðar fornmálanám, meðal annars við Háskóla Íslands, að því að sinna því hlutverki sem háskólanám á umfram allt að gegna: að þroska nemendur vitsmunalega og efla með þeim gagnrýnið hugarfar, nákvæmni og góð vinnubrögð. Ef þetta er verðugt markmið og menntun í fornfræði, að meðtalinni umfjöllun um Rómverja, getur náð þessu markmiði mætti ætla að tilgangurinn helgaði meðalið. Með öðrum orðum er einn tilgangurinn með umfjöllun um Rómverja sá að hún veitir afbragðsgóða menntun.

Í stuttu máli er svar mitt á þá leið að við hljótum að leita sannleikans hvar svo sem hann er að finna, líka í fornfræði; að þekking á klassískri fornöld sé eins og önnur sagnfræðileg þekking nauðsynleg til skilnings á þeim veruleika sem við búum í – hún sé hluti af því að skilja hver við erum, hvaðan við komum og hvernig nútíminn okkar varð til; að þessi þekking auki almennt menningarlæsi okkar en án þess værum við sannarlega ætíð eins og börn; að í fornöldinni geti líka verið lausn úr viðjum nútímans þegar hún færir okkur ákveðna andstæðu til að bera okkur saman við og víkkar þannig sjóndeildarhring okkar; að umfjöllun um Rómverja eigi sér stað innan ákveðinnar fræðigreinar sem veitir nemendum afbragðsgóða menntun og hollt veganesti til framtíðar ekki bara inntaksins vegna (það er vegna málakunnáttu og kynnum af stórmerkum textum og menningarverðmætum) heldur líka af því að fjölbreytileiki viðfansefnisins skerpir óhjákvæmilega og þroskar margvíslega hæfni nemandans sem alls staðar þykir gagnleg. Þess vegna hefur það enn á okkar tímum tilgang að fjalla um Rómverja.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.10.2013

Spyrjandi

Patrycja Pienkowska, f. 1998

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?“ Vísindavefurinn, 24. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66012.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 24. október). Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66012

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66012>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?
Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða fornöldinni yfirleitt?

Í fyrsta lagi tefli ég fram rökum um þekkingarleit almennt. Vísinda- og fræðastarf okkar í heild sinni miðar að því að leita sannleikans hvar svo sem hann er að finna, hvort svo sem það er í líffræði, mannfræði eða fornfræði. Forngríski heimspekingurinn Aristóteles skrifaði í upphafi 1. bókar Frumspekinnar (Metaph. 980a21) að þekkingarþá væri öllum mönnum í blóð borin og virðist hafa hitt naglann á höfuðið. Okkur virðist eðlislægt að leita þekkingar hennar sjálfrar vegna og til að reyna að öðlast skilning á heiminum sem við búum í. Sá skilningur er bersýnilega mikils verður. Auðvitað reynum við líka að hagnýta okkur þekkinguna sem verður til í grunnrannsóknum en eigi að síður er það svo að ef það er hægt að vita eitthvað, þá reynum við að komast að því til þess að svala forvitni okkar. Og það er ekki alltaf fyrirfram ljóst hvaða grunnrannsóknir munu seinna reynast okkur vel.

Mynd af Palatínhæð, einni af þeim sjö hæðum sem Róm var byggð á.

Þá tefli ég næst fram réttlætingu á sagnfræðirannsóknum sérstaklega. Innan þessarar þekkingar- og sannleiksleitar sem vísinda- og fræðastarf okkar í heild sinni er verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því sem gerðist í fortíðinni og hvernig nútíminn sem við búum í varð til úr henni. Þekking á lögmálum efnisheimsins ein og sér dugar augljóslega ekki til þess að skilja heiminn sem við búum í og stöðu okkar í honum. Veruleiki okkar er nefnilega að miklu leyti félagsleg og menningarleg smíð sem á sér sögulegar orsakir, hvort sem það eru einhver landamæri, peningahugtakið, trúarlegar hátíðir, opinber embætti, valdheimildir og hvers kyns hugtakanotkun, klisjur hryllingsmynda, reglur bragfræðinnar og svo framvegis. Það þarf að grípa til ýmissa fræða til að henda reiður á veruleika mannlífsins en það er ekki hægt að skilja fyllilega veruleikann sem við búum í án þekkingar á fortíðinni. Heimur Rómverja er hluti af þessari fortíð og meira að segja nokkuð afdrifaríkur þáttur í henni en klassísk menning Grikkja og Rómverja er með margvíslegum hætti undirstaða vestrænnar nútímamenningar. Þess vegna komumst við einfaldlega ekki hjá því að stunda grunnrannsóknir í sagnfræði og fornfræði og fjalla líka um Rómverja, af því að það er hluti af því að skilja hver við erum, hvaðan við komum og hvernig nútíminn okkar varð til.

Til þess að geta stundað rannsóknir í fornfræði – rannsóknir á Rómverjum – þarf að læra fornmálin (forngrísku og latínu) til að geta lesið frumheimildir á frummálunum. Fornmálanámið er út af fyrir sig ágæt undirstaða fyrir frekara tungumálanám. En frumheimildirnar eru líka oftar en ekki samdar af listrænum metnaði; óviðjafnanleg listaverk, raunar, og menningarleg verðmæti. Menntun í fornfræði eða klassískum fræðum, sem fjalla um allar hliðar klassískrar menningar Grikkja og Rómverja, veitir þess vegna einstaka sýn á menningarsögu Vesturlanda auk tækifæra til frekari rannsókna í hugvísindum. Þetta sjónarhorn, sem fornfræðin gefur á menningarsögu okkar, er samt ekki bara gagnlegt til að gera okkur meðvituð um hvar rætur okkar liggja. Það getur líka verið lausn úr viðjum nútímans og gefið okkur ákveðna andstæðu – stundum nokkuð óvænta – til að bera okkur saman við. Þannig er þekking á fornöldinni einnig gagnleg einmitt vegna þess sem hún er ekki: hún er ekki nútíminn. Og af því að fornöldin var öðruvísi en nútími okkar víkkar þekking á fornöldinni sjóndeildarhring okkar. Það er æskilegt nú sem endranær.

En auk þess að vera út af fyrir sig fróðlegt að lesa sér til um bæði andstæður og menningarlegar rætur okkar hjá Rómverjum (og Grikkjum) veitir nám í þessum fræðum líka afbragðs menntun af því að það eflir margvíslega hæfni nemenda sem nýtist meira og minna alls staðar og það kann að vera prýðileg ástæða fyrir nemendur að fjalla í námi sínu um Rómverja. Skoðum aðeins nánar hvað í þessu felst.

Í fyrsta lagi hljóta nemendur í fornfræði þjálfun í fornmálunum, grísku og latínu til þess að opna þeim leið að frumheimildum á frummálunum. Fornmálanám byggir hins vegar á rækilegri þjálfun í klassískri málfræði. Tungumálaþjálfunin veitir því ekki einungis nauðsynlegan aðgang að mikilvægum heimildum heldur eflir hún einnig greinandi hugsun nemenda með sífelldri áherslu á nákvæma og agaða málfræðigreiningu. Nemendur þurfa enn fremur að temja sér gagnrýnið viðhorf til þeirra texta, sem þeir læra að lesa á frummálinu, enda eru þeir misjafnlega vel varðveittir og geymdin á sér langa sögu sem nauðsynlegt er að vera meðvitaður um. Þá þurfa verðandi fornfræðingar að læra að bera skynbragð á eðli ólíkra heimilda, meta heimildagildi þeirra og temja sér gagnrýna nálgun í úrvinnslu þeirra. Um leið þarf fornfræðingurinn að verða fær um að átta sig á þeirri heildarmynd sem rís á afar ólíkum vitnisburði úr ýmsum áttum. Þannig styrkir fornfræðinám einnig heildræna hugsun nemendanna. Og af því að frumheimildirnar eru oft í eðli sínu bókmenntatextar, samdir af listrænum metnaði og með það í huga að lesendur (eða áheyrendur) hafi ákveðnar væntingar til ákveðinna bókmenntagreina þurfa fornfræðinemar, um leið og þeir læra að leggja mat á heimildagildi fornra texta, að verða skynbærir túlkendur bókmenntaverka (og annarra texta) og meðvitaðir um spurningar og nálganir bókmenntafræðinnar.

Fornfræði- og fornmálanám – sem felur í sér umfjöllun um Rómverja – veitir þess vegna í raun einstaka blöndu þjálfunar: í tungumálum og málfræðigreiningu, sagnfræði og bókmenntafræði. Vegna fjölbreytileika síns styrkir fornfræðin bæði greinandi og heildræna hugsun nemandans og málakunnáttu hans um leið og hún ýtir undir gagnrýnið sögulegt sjónarhorn og næman lesskilning texta af ýmsu tagi. Þetta er hugvísindamenntun par excellence. Þess vegna miðar fornmálanám, meðal annars við Háskóla Íslands, að því að sinna því hlutverki sem háskólanám á umfram allt að gegna: að þroska nemendur vitsmunalega og efla með þeim gagnrýnið hugarfar, nákvæmni og góð vinnubrögð. Ef þetta er verðugt markmið og menntun í fornfræði, að meðtalinni umfjöllun um Rómverja, getur náð þessu markmiði mætti ætla að tilgangurinn helgaði meðalið. Með öðrum orðum er einn tilgangurinn með umfjöllun um Rómverja sá að hún veitir afbragðsgóða menntun.

Í stuttu máli er svar mitt á þá leið að við hljótum að leita sannleikans hvar svo sem hann er að finna, líka í fornfræði; að þekking á klassískri fornöld sé eins og önnur sagnfræðileg þekking nauðsynleg til skilnings á þeim veruleika sem við búum í – hún sé hluti af því að skilja hver við erum, hvaðan við komum og hvernig nútíminn okkar varð til; að þessi þekking auki almennt menningarlæsi okkar en án þess værum við sannarlega ætíð eins og börn; að í fornöldinni geti líka verið lausn úr viðjum nútímans þegar hún færir okkur ákveðna andstæðu til að bera okkur saman við og víkkar þannig sjóndeildarhring okkar; að umfjöllun um Rómverja eigi sér stað innan ákveðinnar fræðigreinar sem veitir nemendum afbragðsgóða menntun og hollt veganesti til framtíðar ekki bara inntaksins vegna (það er vegna málakunnáttu og kynnum af stórmerkum textum og menningarverðmætum) heldur líka af því að fjölbreytileiki viðfansefnisins skerpir óhjákvæmilega og þroskar margvíslega hæfni nemandans sem alls staðar þykir gagnleg. Þess vegna hefur það enn á okkar tímum tilgang að fjalla um Rómverja.

Mynd:...