- byggingu og starfsemi frumna
- byggingu, eftirmyndun, starfsemi og þróun erfðaefnisins DNA
- byggingu lífvera, allt frá veirum og bakteríum upp í flóknar fjölfruma lífverur
- þroskun, vöxt og lífeðlisfræði lífvera
- þróun lífsins og uppruna og skyldleika tegundanna
- samskipti lífvera í stofnum og samfélögum lífvera
- byggingu og virkni vistkerfa á láði og legi
- stöðu mannsins og áhrif hans á vistkerfi jarðar.
Erfðafræði fjallar um hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Grasafræði fjallar um líffræði plantna en til plantna teljast rauðþörungar, brúnþörungar, sveppir og eiginlegar plöntur, það er grænþörungar, mosar, byrkningar og blómplöntur. Lífeðlisfræði fjallar um starfsemi lífvera. Tvær megingreinar þessarar fræðigreinar eru dýralífeðlisfræði og plöntulífeðlisfræði. Örverufræði fjallar um líffræði örvera. Þessi grein á sér nokkrar undirgreinar, svo sem veirufræði, bakteríufræði og frumdýrafræði.
Vistfræði fjallar um stöðu hinna ýmsu lífvera í náttúrunni og þau áhrif sem þær hafa á umhverfi sitt. Líffræðingar sem hafa lagt fyrir sig vistfræði hafa sérhæft sig í hinum ýmsu vistkerfum og lagt stund á sjávarvistfræði, vatnavistfræði og skógarvistfræði svo dæmi séu tekin af stórum fræðigreinum innan vistfræðinnar. Líffræðin hefur þróast mjög hratt á undanförnum áratugum og hafa komið fram ýmsar nýjar undirgreinar eins og sameindalíffræði og erfðatækni sem er tækni byggð á sameindalíffræðinni og erfðafræði þar sem notast er við lífverur til að framleiða afurðir eða hraða (breyta) náttúrulegum ferlum. Erfðatæknin er eitt besta dæmið um hagnýtingu líffræðinnar. Heimild og myndir:
- Háskóli Íslands: Líf- og umhverfisvísindadeild
- Mynd af fugli: WildBirds.com
- Mynd af bakteríum: Xinhua News Agency