Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru byrkningar?

Jón Már Halldórsson

Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna.

Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðurlendi, ekki síst í námunda við bæi. Önnur jurt af ætt byrkninga er tófugrasið (Cystopteris fragilis). Það er að öllum líkindum algengasti burkni landsins og er kjörbúsvæði þess urð og klettar um allt land. Tófugrasið verður 5-30 cm á hæð.

Byrkningar eru afar frumstæður hópur plantna og telja fræðimenn að þeir hafi verið fyrsti hópur jurta til að verða ráðandi landplöntur á jörðinni, fyrir rúmum 400 milljónum ára síðan, nánar tiltekið á sílúrtímanum (lesa má um þróun lífs á þessum tíma í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?). Fyrir 280-300 milljónum ára voru 20-40 metra háir byrkningaskógar algengir og útbreiddir. En gullöld byrkninganna fjaraði út samfara miklum loftslagsbreytingum sem urðu á permtímabilinu fyrir um 250 milljón árum. Þá varð veðurfar kaldara og þurrara og nýr hópur jurta, blómplöntur (fræplöntur), nánar tiltekið berfrævingar svo sem barrtré, kom fram og tók við af byrkningum sem ráðandi jurtahópur á jörðinni.



Mosajafni (Selaginella selaginoides) er algengur um allt land og vex í margs konar þurrlendi


Byrkningar bera ekki fræ líkt og blómplöntur, heldur mynda þeir gró. Mest áberandi hluti byrkningna er nefndur gróliður og þar myndast gróin. Þau eru síðan losuð út og vaxa upp sem kynliðir, sem er önnur birtingarmynd byrkninga. Kynliðurinn er langoftast mjög smár og lítt áberandi, ólíkt gróliðnum. Í kynliðnum myndast sáð- og eggfrumur, þau losna út og mynda saman okfrumu sem síðar á eftir að vaxa upp sem gróliður.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.3.2003

Spyrjandi

Sigríður Elísabet Árnadóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru byrkningar?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3257.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. mars). Hvað eru byrkningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3257

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru byrkningar?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3257>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna.

Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðurlendi, ekki síst í námunda við bæi. Önnur jurt af ætt byrkninga er tófugrasið (Cystopteris fragilis). Það er að öllum líkindum algengasti burkni landsins og er kjörbúsvæði þess urð og klettar um allt land. Tófugrasið verður 5-30 cm á hæð.

Byrkningar eru afar frumstæður hópur plantna og telja fræðimenn að þeir hafi verið fyrsti hópur jurta til að verða ráðandi landplöntur á jörðinni, fyrir rúmum 400 milljónum ára síðan, nánar tiltekið á sílúrtímanum (lesa má um þróun lífs á þessum tíma í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?). Fyrir 280-300 milljónum ára voru 20-40 metra háir byrkningaskógar algengir og útbreiddir. En gullöld byrkninganna fjaraði út samfara miklum loftslagsbreytingum sem urðu á permtímabilinu fyrir um 250 milljón árum. Þá varð veðurfar kaldara og þurrara og nýr hópur jurta, blómplöntur (fræplöntur), nánar tiltekið berfrævingar svo sem barrtré, kom fram og tók við af byrkningum sem ráðandi jurtahópur á jörðinni.



Mosajafni (Selaginella selaginoides) er algengur um allt land og vex í margs konar þurrlendi


Byrkningar bera ekki fræ líkt og blómplöntur, heldur mynda þeir gró. Mest áberandi hluti byrkningna er nefndur gróliður og þar myndast gróin. Þau eru síðan losuð út og vaxa upp sem kynliðir, sem er önnur birtingarmynd byrkninga. Kynliðurinn er langoftast mjög smár og lítt áberandi, ólíkt gróliðnum. Í kynliðnum myndast sáð- og eggfrumur, þau losna út og mynda saman okfrumu sem síðar á eftir að vaxa upp sem gróliður.

Heimildir og myndir:...