Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er E. coli?

Landlæknisembættið

Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna sýkinganna má oftast rekja til nautgripa og afurða þeirra, nautgripirnir geta borið bakteríuna en eru einkennalausir.

Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna í meltingarvegi, er einn til tveir sólarhringar. Helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni en einnig getur beint smit manna á milli átt sér stað, þá einna helst hjá litlum börnum í dagvist. Beint smit frá nautgripum í menn er einnig hugsanlegt. Matvælasýkingar eru oftast tengdar afurðum nautgripa og er nautahakk algengasta orsökin. Einnig er vitað um smit með "roast beef", ógerilsneyddri mjólk og eplasíder. Eplasíderinn var framleiddur úr eplum sem tínd voru af jörðinni og höfðu þannig mengast með úrgangi frá nautgripum. Erlendis hafa komið upp sýkingar í kjölfar sundferða í vötnum og sundlaugum með EHEC-menguðu vatni.

Til eru margar tegundir kólíbaktería. Þær finnast í þörmum manna og dýra og hafa flestar hlutverki að gegna í efnaskiptum þarmanna. En sumar tegundir geta myndað eiturefni og þar með valdið alvarlegum sjúkdómum hjá mönnum. Þessar tegundir kallast EHEC (Enterohemoragísk E. coli).

Einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Eitt helsta einkennið er niðurgangur sem mjög oft er blóðugur. Í sumum tilfellum geta fylgt slæmir kviðverkir og/eða uppköst. Oftast fylgir enginn hiti en getur þó verið nokkrar kommur. Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5-7 dögum.

Alvarlegur fylgikvilli EHEC er Hemolytic Uremic Syndrome (HUS) og algengast er að börn yngri en 10 ára (6-10%) verði fyrir barðinu á honum. Helstu einkennin eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum, sem getur leitt til blæðinga. Verður þeirra yfirleitt fyrst vart um það bil einni viku eftir upphaf meltingarfæraeinkenna. Í mörgum tilfellum reynist dvöl á gjörgæsludeild og blóðskilun vegna nýrnabilunar nauðsynleg. Þessi fylgikvilli getur valdið óafturkræfum skaða á nýrum og jafnvel dregið sjúklinginn til dauða.

Til þess að greina sýkinguna er saursýni sent í ræktun. Bakterían hverfur fljótt úr hægðum og getur verið horfin þegar einkenna HUS verður vart. Í þeim tilfellum er hægt að styðjast við mótefnamælingu í blóði til greiningar.

Sýklalyfjameðferð er gagnlaus gegn HUS og getur hugsanlega haft skaðleg áhrif meðan bakterían er til staðar í þörmum.

Talið er líklegt að E. coli sýkingin sem gekk yfir í Þýskalandi vorið 2011 eigi uppruna í hráu grænmeti, upphaflega voru tómatar eða gúrkur taldir sökudólgarnir en síðan var farið að skoða baunaspírur.

Til að draga úr líkum á sýkingu er æskilegt að nautakjöt og nautahakk sé vel steikt og er einkum gott að hafa það í huga á ferðalögum erlendis. Forðast ber neyslu ógerilsneyddrar mjólkur. Góður handþvottur eftir salernisferðir og áður en matvæli eru handleikin er ávallt góð regla til að koma í veg fyrir smit.

Einstaklingar sem starfa við matvælaframleiðslu, daggæslu barna eða annast viðkvæma einstaklinga innan heilbrigðisþjónustunnar, til dæmis aldraða eða nýbura, skulu vera frá vinnu þar til sýnt hefur verið fram á að þeir séu lausir við bakteríuna. Saursýni skulu tekin vikulega hjá ofantöldum einstaklingum þar til neikvætt ræktunarsvar liggur fyrir.

Enteróhemoragísk E. coli-sýking er lögum samkvæmt tilkynningaskyldur sjúkdómur og ber að tilkynna til sóttvarnalæknis.

Myndir:


Viðbót frá ritstjórn:

Síðari hluta maí 2011 komu upp óvenjulega mörg tilfelli af E. coli-sýkingum í Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknisembættisins er um að ræða E. coli af sermisgerð 0104 (STEC) og er þetta einn stærsti faraldur sem um getur af völdum STEC. Það sem gerir þennan faraldur óvenjulegan er að það er einkum fullorðið fólk sem sýkist, en venjulega greinast sambærilegar sýkingar helst í börnum. Þegar þetta er skrifað, í júlí 2011, hefur uppruni sýkingarinnar ekki verið staðfestur en rannsóknir beinast aðallega að hráu grænmeti. Þannig vildu margir rekja uppruna sýkingarinnar til þýskra baunaspíra, aðrir til egypskra grikkjasmára (e. Egyptian fenugreek) sem eiga uppruna sinn í Egyptalandi.


Þessi pistill er fenginn af vef Landlæknisembættisins og birtur með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

12.7.2011

Síðast uppfært

9.7.2019

Spyrjandi

Hjalti Kristinsson

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er E. coli?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12422.

Landlæknisembættið. (2011, 12. júlí). Hvað er E. coli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12422

Landlæknisembættið. „Hvað er E. coli?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12422>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er E. coli?
Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna sýkinganna má oftast rekja til nautgripa og afurða þeirra, nautgripirnir geta borið bakteríuna en eru einkennalausir.

Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna í meltingarvegi, er einn til tveir sólarhringar. Helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni en einnig getur beint smit manna á milli átt sér stað, þá einna helst hjá litlum börnum í dagvist. Beint smit frá nautgripum í menn er einnig hugsanlegt. Matvælasýkingar eru oftast tengdar afurðum nautgripa og er nautahakk algengasta orsökin. Einnig er vitað um smit með "roast beef", ógerilsneyddri mjólk og eplasíder. Eplasíderinn var framleiddur úr eplum sem tínd voru af jörðinni og höfðu þannig mengast með úrgangi frá nautgripum. Erlendis hafa komið upp sýkingar í kjölfar sundferða í vötnum og sundlaugum með EHEC-menguðu vatni.

Til eru margar tegundir kólíbaktería. Þær finnast í þörmum manna og dýra og hafa flestar hlutverki að gegna í efnaskiptum þarmanna. En sumar tegundir geta myndað eiturefni og þar með valdið alvarlegum sjúkdómum hjá mönnum. Þessar tegundir kallast EHEC (Enterohemoragísk E. coli).

Einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Eitt helsta einkennið er niðurgangur sem mjög oft er blóðugur. Í sumum tilfellum geta fylgt slæmir kviðverkir og/eða uppköst. Oftast fylgir enginn hiti en getur þó verið nokkrar kommur. Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5-7 dögum.

Alvarlegur fylgikvilli EHEC er Hemolytic Uremic Syndrome (HUS) og algengast er að börn yngri en 10 ára (6-10%) verði fyrir barðinu á honum. Helstu einkennin eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum, sem getur leitt til blæðinga. Verður þeirra yfirleitt fyrst vart um það bil einni viku eftir upphaf meltingarfæraeinkenna. Í mörgum tilfellum reynist dvöl á gjörgæsludeild og blóðskilun vegna nýrnabilunar nauðsynleg. Þessi fylgikvilli getur valdið óafturkræfum skaða á nýrum og jafnvel dregið sjúklinginn til dauða.

Til þess að greina sýkinguna er saursýni sent í ræktun. Bakterían hverfur fljótt úr hægðum og getur verið horfin þegar einkenna HUS verður vart. Í þeim tilfellum er hægt að styðjast við mótefnamælingu í blóði til greiningar.

Sýklalyfjameðferð er gagnlaus gegn HUS og getur hugsanlega haft skaðleg áhrif meðan bakterían er til staðar í þörmum.

Talið er líklegt að E. coli sýkingin sem gekk yfir í Þýskalandi vorið 2011 eigi uppruna í hráu grænmeti, upphaflega voru tómatar eða gúrkur taldir sökudólgarnir en síðan var farið að skoða baunaspírur.

Til að draga úr líkum á sýkingu er æskilegt að nautakjöt og nautahakk sé vel steikt og er einkum gott að hafa það í huga á ferðalögum erlendis. Forðast ber neyslu ógerilsneyddrar mjólkur. Góður handþvottur eftir salernisferðir og áður en matvæli eru handleikin er ávallt góð regla til að koma í veg fyrir smit.

Einstaklingar sem starfa við matvælaframleiðslu, daggæslu barna eða annast viðkvæma einstaklinga innan heilbrigðisþjónustunnar, til dæmis aldraða eða nýbura, skulu vera frá vinnu þar til sýnt hefur verið fram á að þeir séu lausir við bakteríuna. Saursýni skulu tekin vikulega hjá ofantöldum einstaklingum þar til neikvætt ræktunarsvar liggur fyrir.

Enteróhemoragísk E. coli-sýking er lögum samkvæmt tilkynningaskyldur sjúkdómur og ber að tilkynna til sóttvarnalæknis.

Myndir:


Viðbót frá ritstjórn:

Síðari hluta maí 2011 komu upp óvenjulega mörg tilfelli af E. coli-sýkingum í Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknisembættisins er um að ræða E. coli af sermisgerð 0104 (STEC) og er þetta einn stærsti faraldur sem um getur af völdum STEC. Það sem gerir þennan faraldur óvenjulegan er að það er einkum fullorðið fólk sem sýkist, en venjulega greinast sambærilegar sýkingar helst í börnum. Þegar þetta er skrifað, í júlí 2011, hefur uppruni sýkingarinnar ekki verið staðfestur en rannsóknir beinast aðallega að hráu grænmeti. Þannig vildu margir rekja uppruna sýkingarinnar til þýskra baunaspíra, aðrir til egypskra grikkjasmára (e. Egyptian fenugreek) sem eiga uppruna sinn í Egyptalandi.


Þessi pistill er fenginn af vef Landlæknisembættisins og birtur með góðfúslegu leyfi. ...