Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Jórunn Frímannsdóttir

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er varað lengur en 2-3 vikur. Í heiminum deyja 7 börn hverja mínútu af völdum niðurgangs, gjarnan vegna lélegs drykkjarvatns og vannæringar.

Oftast er niðurgangurinn af völdum veirusýkinga, matareitrunar sem og bakteríanna salmonellu, kampýlóbakters eða yersenia.

Sjö börn deyja af völdum niðurgangs á hverri mínútu í heiminum öllum. Hér er veggspjald á spænsku um hættuna sem getur hlotist af niðurgangi barna.

Niðurgangur (oft með magaverkjum og uppköstum) er stundum vegna neyslu á fæðu sem er menguð af bakteríum. Yfirleitt er ekki hægt að sjá eða finna það á lyktinni af matnum hvort hætta sé á ferðinni. Sýkingin stafar yfirleitt af því að egg eða kjöt er ekki hitað nóg eða vegna óhreinlætis í eldhúsinu. Þess vegna á til dæmis að forðast að nota sömu hnífana og skurðarbrettin fyrir kjöt og grænmeti sem á að borða hrátt. Niðurgangur getur einnig stafað af smiti frá öðrum einstaklingum og því er mjög mikilvægt að muna að sápuþvo hendurnar eftir klósettferðir.

Örverurnar erta slímhimnu ristilsins og/eða smáþarmanna þannig að vökvamagnið í hægðunum verður mjög mikið. Þarmurinn verður óeðlilega virkur og dregst of kröftuglega saman og veldur þannig krampakenndum kveisuverkjum. Yfirleitt leiðir ertingin einnig til ógleði. Í sumum tilfellum blæðir úr þarminum.

Sumir fá niðurgang af sýklalyfjameðferð. Niðurgangurinn hverfur oftast þegar meðferðinni er hætt. Orsökin er sú að sýklalyfin örva þarminn eða breyta þarmaflórunni en ekki er um að ræða sýklalyfjaofnæmi.

Ef niðurgangurinn hefur staðið yfir í meira en 3 vikur er litið svo á að hann sé langvinnur. Langvinnur niðurgangur getur verið af ýmsum orsökum, til dæmis ristilertingu/ristilkrampa, langvinnri þarmasýkingu, sáraristilbólgu, svæðisgarnakvefs, fituskitu, hægðalyfjum, mjólkursykuróþoli, of mikilli alkóhólneyslu, ofdrykkju á kaffi, ofáti á sætabrauði, efnaskiptasjúkdómum eða glútenóþoli.

Viðbrögð við bráðum niðurgangi eru meðal annars að drekka mikið, gjarnan 3-4 lítra daglega. Gott er að fá sér drykki sem innihalda sykur. Vökvainntaka er nóg þegar þvagið er orðið ljósgult. Einnig er hægt að fá sér eitthvað sem inniheldur salt, til dæmis súpu, snakk eða þess háttar. Mikilvægt er að menn séu hreinir á höndum og gæti fyllsta hreinlætis við matseld. Ekki skal nota sama hníf í kjöt og grænmeti. Síðan er mikilvægt að borða hollan mat þegar matarlystin kemur aftur en ekki neyta mikils af mjólkurvörum fyrstu dagana á eftir.

Ef niðurgangur kemur í eða eftir dvöl í framandi landi eða ef niðurgangur hefur verið viðvarandi í 1-2 vikur er rétt að leita læknis.

Á ferðalögum erlendis er hægt að koma að einhverju leyti í veg fyrir niðurgang með því að sjóða drykkjarvatnið eða kaupa vatnið á flöskum. Auk þess er æskilegt að borða einungis soðið grænmeti, grænmeti með hýði og forðast að fá sér klaka.

Mynd:


Þetta svar er stytt og lítillega aðlögðu útgáfa af pistli um niðurgang á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is

Útgáfudagur

12.12.2008

Síðast uppfært

12.11.2024

Spyrjandi

Rut Guðnadóttir

Tilvísun

Jórunn Frímannsdóttir. „Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50186.

Jórunn Frímannsdóttir. (2008, 12. desember). Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50186

Jórunn Frímannsdóttir. „Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50186>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?
Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er varað lengur en 2-3 vikur. Í heiminum deyja 7 börn hverja mínútu af völdum niðurgangs, gjarnan vegna lélegs drykkjarvatns og vannæringar.

Oftast er niðurgangurinn af völdum veirusýkinga, matareitrunar sem og bakteríanna salmonellu, kampýlóbakters eða yersenia.

Sjö börn deyja af völdum niðurgangs á hverri mínútu í heiminum öllum. Hér er veggspjald á spænsku um hættuna sem getur hlotist af niðurgangi barna.

Niðurgangur (oft með magaverkjum og uppköstum) er stundum vegna neyslu á fæðu sem er menguð af bakteríum. Yfirleitt er ekki hægt að sjá eða finna það á lyktinni af matnum hvort hætta sé á ferðinni. Sýkingin stafar yfirleitt af því að egg eða kjöt er ekki hitað nóg eða vegna óhreinlætis í eldhúsinu. Þess vegna á til dæmis að forðast að nota sömu hnífana og skurðarbrettin fyrir kjöt og grænmeti sem á að borða hrátt. Niðurgangur getur einnig stafað af smiti frá öðrum einstaklingum og því er mjög mikilvægt að muna að sápuþvo hendurnar eftir klósettferðir.

Örverurnar erta slímhimnu ristilsins og/eða smáþarmanna þannig að vökvamagnið í hægðunum verður mjög mikið. Þarmurinn verður óeðlilega virkur og dregst of kröftuglega saman og veldur þannig krampakenndum kveisuverkjum. Yfirleitt leiðir ertingin einnig til ógleði. Í sumum tilfellum blæðir úr þarminum.

Sumir fá niðurgang af sýklalyfjameðferð. Niðurgangurinn hverfur oftast þegar meðferðinni er hætt. Orsökin er sú að sýklalyfin örva þarminn eða breyta þarmaflórunni en ekki er um að ræða sýklalyfjaofnæmi.

Ef niðurgangurinn hefur staðið yfir í meira en 3 vikur er litið svo á að hann sé langvinnur. Langvinnur niðurgangur getur verið af ýmsum orsökum, til dæmis ristilertingu/ristilkrampa, langvinnri þarmasýkingu, sáraristilbólgu, svæðisgarnakvefs, fituskitu, hægðalyfjum, mjólkursykuróþoli, of mikilli alkóhólneyslu, ofdrykkju á kaffi, ofáti á sætabrauði, efnaskiptasjúkdómum eða glútenóþoli.

Viðbrögð við bráðum niðurgangi eru meðal annars að drekka mikið, gjarnan 3-4 lítra daglega. Gott er að fá sér drykki sem innihalda sykur. Vökvainntaka er nóg þegar þvagið er orðið ljósgult. Einnig er hægt að fá sér eitthvað sem inniheldur salt, til dæmis súpu, snakk eða þess háttar. Mikilvægt er að menn séu hreinir á höndum og gæti fyllsta hreinlætis við matseld. Ekki skal nota sama hníf í kjöt og grænmeti. Síðan er mikilvægt að borða hollan mat þegar matarlystin kemur aftur en ekki neyta mikils af mjólkurvörum fyrstu dagana á eftir.

Ef niðurgangur kemur í eða eftir dvöl í framandi landi eða ef niðurgangur hefur verið viðvarandi í 1-2 vikur er rétt að leita læknis.

Á ferðalögum erlendis er hægt að koma að einhverju leyti í veg fyrir niðurgang með því að sjóða drykkjarvatnið eða kaupa vatnið á flöskum. Auk þess er æskilegt að borða einungis soðið grænmeti, grænmeti með hýði og forðast að fá sér klaka.

Mynd:


Þetta svar er stytt og lítillega aðlögðu útgáfa af pistli um niðurgang á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....