Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er opinber skilgreining á líftækni?

Guðmundur Eggertsson

Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD.




Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu 1996. Í riti um líftækni frá árinu 1984 eftir Guðna Á. Alfreðsson og fleiri er líftækni skilgreind sem „notkun lífvera, lífrænna kerfa eða lífrænna ferla í framleiðslu- eða þjónustugreinum“.

Lengi vel fékkst líftæknin nær eingöngu við örverur, til dæmis við framleiðslu áfengs öls, mjólkurafurða og sýklalyfja, en á síðari árum hafa aðferðir líftækninnar einnig náð til plantna og dýra. Svo vill reyndar til að orðið líftækni (e. biotechnology) var fyrst notað árið 1917 um tilraun til að ala svín á gulrófum. Mjög hæpið er þó að telja það uppátæki til líftækni í nútímaskilningi.

Líftæknin gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu erfðatækninnar á áttunda áratugi síðustu aldar. Í hugum margra er erfðatæknin nú hin eiginlega líftækni enda er varla nokkur grein líftækninnar ósnortin af henni.

Svo vill til að orðið erfðatækni er skilgreint í fyrrnefndum lögum. Þar segir: „Erfðatækni er tækni sem notuð er til þess að einangra og umbreyta erfðaefni og flytja það inn í lifandi frumur eða veirur“. Það er því til góð opinber skilgreining á þessum mikilvæga þætti líftækninnar.

Heimildir:
  • Lög um erfðabreyttar lífverur, 1996
  • Guðni Á. Alfreðsson, Jakob K. Kristjánsson og Guðmundur Eggertsson, 1984. Líftækni á Íslandi. Líffræðistofnun Háskólans. Fjölrit.
  • B. R. Glick og J.J. Pasternak, 1994. Molecular Biotechnology. ASM Press, Washington, D. C.

Mynd: ARTES Biotechnology

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

28.3.2003

Spyrjandi

Baldvin Johnsen

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hver er opinber skilgreining á líftækni?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3293.

Guðmundur Eggertsson. (2003, 28. mars). Hver er opinber skilgreining á líftækni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3293

Guðmundur Eggertsson. „Hver er opinber skilgreining á líftækni?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3293>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er opinber skilgreining á líftækni?
Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD.




Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu 1996. Í riti um líftækni frá árinu 1984 eftir Guðna Á. Alfreðsson og fleiri er líftækni skilgreind sem „notkun lífvera, lífrænna kerfa eða lífrænna ferla í framleiðslu- eða þjónustugreinum“.

Lengi vel fékkst líftæknin nær eingöngu við örverur, til dæmis við framleiðslu áfengs öls, mjólkurafurða og sýklalyfja, en á síðari árum hafa aðferðir líftækninnar einnig náð til plantna og dýra. Svo vill reyndar til að orðið líftækni (e. biotechnology) var fyrst notað árið 1917 um tilraun til að ala svín á gulrófum. Mjög hæpið er þó að telja það uppátæki til líftækni í nútímaskilningi.

Líftæknin gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu erfðatækninnar á áttunda áratugi síðustu aldar. Í hugum margra er erfðatæknin nú hin eiginlega líftækni enda er varla nokkur grein líftækninnar ósnortin af henni.

Svo vill til að orðið erfðatækni er skilgreint í fyrrnefndum lögum. Þar segir: „Erfðatækni er tækni sem notuð er til þess að einangra og umbreyta erfðaefni og flytja það inn í lifandi frumur eða veirur“. Það er því til góð opinber skilgreining á þessum mikilvæga þætti líftækninnar.

Heimildir:
  • Lög um erfðabreyttar lífverur, 1996
  • Guðni Á. Alfreðsson, Jakob K. Kristjánsson og Guðmundur Eggertsson, 1984. Líftækni á Íslandi. Líffræðistofnun Háskólans. Fjölrit.
  • B. R. Glick og J.J. Pasternak, 1994. Molecular Biotechnology. ASM Press, Washington, D. C.

Mynd: ARTES Biotechnology ...