Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiFornfræðiHvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?
Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunnátta í fornmálunum tveimur, forngrísku og latínu.
Greinin er stundum nefnd klassísk fræði, enda nota útlendingar iðulega eitthvert afbrigði orðsins klassískur til að auðkenna fagið (til dæmis classics á ensku). Það er ýmist kennt undir því heiti eða einfaldlega sem gríska og latína. Greinin hefur verið stunduð í háskólum á einn eða annan hátt frá upphafi; hún var lengstum grundvallarfag hugvísinda.
Nú veit ég ekki hversu lengi fólk þarf að læra fornfræði til að verða eiginlegir fornfræðingar, en heitið er ekki lögverndað. Þó þyrfti fólk að kunna hrafl í forngrísku og latínu. Eins og með önnur akademísk fög virðist háskólapróf vera nauðsynlegt skilyrði fyrir nafngiftinni, en hversu langt þarf að ganga er sjálfsagt álitamál. Eins og í flestum háskólum er greinin kennd við Háskóla Íslands, og Menntaskólinn í Reykjavík hefur löngum kennt fagið.
Svavar Hrafn Svavarsson. „Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2649.
Svavar Hrafn Svavarsson. (2002, 15. ágúst). Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2649
Svavar Hrafn Svavarsson. „Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2649>.