Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?

Geir Þ. Þórarinsson

Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk mál en þeir skilja yfirleitt ekki latínu nema þeir hafi lært hana í skóla. Samt hefur grískan einnig varðveitt mörg gömul einkenni málsins.

Forngrísk málfræði gat verið nokkuð flókin en hún einfaldaðist mjög í aldanna rás. Í grísku voru til dæmis fimm föll (nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall og ávarpsfall) en nú eru einungis eftir fjögur af því að þágufall er ekki lengur til nema í föstum orðasamböndum. Tvítalan er horfin og einungis eintala og fleirtala eftir. Þá hafa tíðir og hættir sagna einfaldast mjög, framburður breyst og stafsetning einnig. Að lokum hefur hversdagslegur orðaforði skiljanlega breyst enda áttu fornmenn til að mynda ekki orð yfir marga þá hluti sem nútímamenn nota. Enn fremur hefur nýgríska tekið upp ýmis tökuorð úr öðrum málum, til dæmis úr ítölsku og tyrknesku.


Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum.

En auk þess sem málið hefur breyst í tímans rás voru til ýmsar mállýskur í forngrísku sem voru innbyrðis ólíkar, jafnvel svo mjög að í sumum tilvikum mætti halda því fram að um ólík tungumál væri að ræða. Í forngrískum bókmenntum eru til fjórar mállýskur. Þær eru æólíska, jóníska, attíska og dóríska. Æólíska er til dæmis mállýskan sem töluð var á eynni Lesbos og svæðinu þar í kring og á henni voru kvæði Saffóar og Alkajosar samin. Hómerskviður voru samdar á blandaðri mállýsku sem var í senn æólíska og jóníska (í raun meiri jóníska en æólíska) en þessi mállýskublanda var hvergi nokkurn tímann töluð. Meðal höfunda sem rituðu á jónísku má nefna Heródótos frá Halikarnassos, föður sagnfræðinnar, og Hippókrates, föður læknisfræðinnar. Attíska var sú mállýska sem var töluð á Attíkuskaganum og þar af leiðandi í Aþenu. Hún var náskyld jónískunni. Mikið er til af textum á attísku, meðal annars verk sagnfræðingsins Þúkýdídesar um Pelópsskagastríðið og rit Xenofons, samræður Platons og rit Aristótelesar, ýmsar ræður eftir ræðusnillingana Ísókrates, Lýsías, Demosþenes og fleiri ræðumenn, að ógleymdum harmleikjunum og gamanleikjunum, nema hvað kórljóðin í leikritunum eru samin á dórískri mállýsku. Venjan var að kórljóð væru samin á dórísku en meðal dórískra skálda má nefna Tyrtajos og Alkman.

Þessar mállýskur sem hafa verið nefndar voru bókmenntamállýskur. Raunverulegar mállýskur voru mun fleiri. Til dæmis voru til margar dórískar mállýskur en ekki bara ein, auk margra annarra mállýskna eins og þessalísku og böótísku, arkadísku og kýpversku. Þessar mállýskur voru að minnsta kosti jafn ólíkar og norska, sænska og danska eru eða jafnvel portúgalska spænska og ítalska. Yfirleitt gátu Grikkir þó skilið hverjir aðra vandræðalaust eins og til dæmis Norðmenn, Svíar og Danir. Samt eru grísku mállýskurnar álitnar mállýskur en norðurlandamálin álitin sérstök tungumál. Munurinn er ef til vill pólitískur, þannig að einhver pólitísk vitund ræður því hvenær mállýska er talin vera sérstakt tungumál. Málvísindamaðurinn Max Weinreich lýsti þessu með því að segja: „Tungumál er mállýska með landher og sjóher.“ Grikkjum fannst þó sem þeir töluðu allir grísku. En ef spurt er hversu lík nýgríska er forngrísku verður að svara fyrst spurningunni hvaða forngrísku er átt við því að mállýskurnar gátu verið býsna ólíkar, bæði hvað varðar málfræði og framburð og stundum voru þær enn fremur skrifaðar með ólíkum afbrigðum af gríska stafrófinu (rétt eins og norðurlandamálin eru skrifuð með ólíkum afbrigðum af nokkurn veginn sama stafrófinu).

Á hellenískum tíma, það er á 3. öld og síðar, varð til svonefnd koine-gríska en það var „hin sameiginlega mállýska“. Hún var tiltölulega einföld mállýska og var sameiginlegt samskiptamál. Á þessari mállýsku er til dæmis Nýja testamentið samið. Seint á fyrstu öld f.Kr. og fram á aðra öld e.Kr. var til svonefnd attisísk hreyfing en attisistar vildu skrifa hreina attísku eins og hún var skrifuð af bestu höfundunum í Aþenu á fjórðu og fimmtu öld f.Kr. (til dæmis Platoni og Demosþenesi) Talmálið hélt hins vegar áfram að breytast og þar af leiðandi fjarlægðist talmálið ritmálið sem lærðir menn skrifuðu. Þessi tilhneiging hélt áfram í miðaldagrísku en saga hennar er oft talin hefjast með stofnun Konstantínópel árið 330. Talmálið hélt áfram að þróast út frá koine-grískunni en ritmálið fór ekki að endurspegla þær breytingar sem höfðu átt sér stað fyrr en á tólftu öld.

Á fjórtándu og fimmtándu öld sölsuðu Tyrkir undir sig Grikkland, sem var undir þeirra stjórn til ársins 1829. Þegar Grikkland hlaut á ný sjálfstæði varð til málhreinsunarstefna sem hlaut brautargengi. Opinber mállýska var „hreina mállýskan“ (kaþarevúsa), sem var að einhverju leyti afturhald til fornmálsins og fornrar málfræði og átti líka að hreinsa út úr málinu tyrknesk áhrif; en talmálið var mjög frábrugðið henni enda þótt það hafi líka orðið fyrir einhverjum áhrifum af málhreinsuninni. Almenningur þurfti þess vegna töluverða menntun til að geta talað hina opinberu mállýsku sómasamlega. Árið 1976 var kaþarevúsa-mállýskan afnumin sem opinber mállýska og talmálið sem almenningur hafði talað um aldir gert að opinberu máli í landinu.

Nú er því svo komið að þótt grískan hafi varðveitt einhver gömul einkenni og önnur verið endurlífguð með málhreinsun verða Grikkir samt sem áður að læra að lesa forngrísku í skóla bæði af því að málið hefur breyst á ýmsan máta í aldanna rás enda sagan býsna löng og vegna þess að forngríska var aldrei einsleitt tungumál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er einhver munur á þeirri grísku sem töluð var til forna og þeirri grísku sem töluð er í dag (í Grikklandi)?

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.5.2009

Spyrjandi

Bjarni Barkarson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27228.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 6. maí). Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27228

Geir Þ. Þórarinsson. „Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27228>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?
Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk mál en þeir skilja yfirleitt ekki latínu nema þeir hafi lært hana í skóla. Samt hefur grískan einnig varðveitt mörg gömul einkenni málsins.

Forngrísk málfræði gat verið nokkuð flókin en hún einfaldaðist mjög í aldanna rás. Í grísku voru til dæmis fimm föll (nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall og ávarpsfall) en nú eru einungis eftir fjögur af því að þágufall er ekki lengur til nema í föstum orðasamböndum. Tvítalan er horfin og einungis eintala og fleirtala eftir. Þá hafa tíðir og hættir sagna einfaldast mjög, framburður breyst og stafsetning einnig. Að lokum hefur hversdagslegur orðaforði skiljanlega breyst enda áttu fornmenn til að mynda ekki orð yfir marga þá hluti sem nútímamenn nota. Enn fremur hefur nýgríska tekið upp ýmis tökuorð úr öðrum málum, til dæmis úr ítölsku og tyrknesku.


Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum.

En auk þess sem málið hefur breyst í tímans rás voru til ýmsar mállýskur í forngrísku sem voru innbyrðis ólíkar, jafnvel svo mjög að í sumum tilvikum mætti halda því fram að um ólík tungumál væri að ræða. Í forngrískum bókmenntum eru til fjórar mállýskur. Þær eru æólíska, jóníska, attíska og dóríska. Æólíska er til dæmis mállýskan sem töluð var á eynni Lesbos og svæðinu þar í kring og á henni voru kvæði Saffóar og Alkajosar samin. Hómerskviður voru samdar á blandaðri mállýsku sem var í senn æólíska og jóníska (í raun meiri jóníska en æólíska) en þessi mállýskublanda var hvergi nokkurn tímann töluð. Meðal höfunda sem rituðu á jónísku má nefna Heródótos frá Halikarnassos, föður sagnfræðinnar, og Hippókrates, föður læknisfræðinnar. Attíska var sú mállýska sem var töluð á Attíkuskaganum og þar af leiðandi í Aþenu. Hún var náskyld jónískunni. Mikið er til af textum á attísku, meðal annars verk sagnfræðingsins Þúkýdídesar um Pelópsskagastríðið og rit Xenofons, samræður Platons og rit Aristótelesar, ýmsar ræður eftir ræðusnillingana Ísókrates, Lýsías, Demosþenes og fleiri ræðumenn, að ógleymdum harmleikjunum og gamanleikjunum, nema hvað kórljóðin í leikritunum eru samin á dórískri mállýsku. Venjan var að kórljóð væru samin á dórísku en meðal dórískra skálda má nefna Tyrtajos og Alkman.

Þessar mállýskur sem hafa verið nefndar voru bókmenntamállýskur. Raunverulegar mállýskur voru mun fleiri. Til dæmis voru til margar dórískar mállýskur en ekki bara ein, auk margra annarra mállýskna eins og þessalísku og böótísku, arkadísku og kýpversku. Þessar mállýskur voru að minnsta kosti jafn ólíkar og norska, sænska og danska eru eða jafnvel portúgalska spænska og ítalska. Yfirleitt gátu Grikkir þó skilið hverjir aðra vandræðalaust eins og til dæmis Norðmenn, Svíar og Danir. Samt eru grísku mállýskurnar álitnar mállýskur en norðurlandamálin álitin sérstök tungumál. Munurinn er ef til vill pólitískur, þannig að einhver pólitísk vitund ræður því hvenær mállýska er talin vera sérstakt tungumál. Málvísindamaðurinn Max Weinreich lýsti þessu með því að segja: „Tungumál er mállýska með landher og sjóher.“ Grikkjum fannst þó sem þeir töluðu allir grísku. En ef spurt er hversu lík nýgríska er forngrísku verður að svara fyrst spurningunni hvaða forngrísku er átt við því að mállýskurnar gátu verið býsna ólíkar, bæði hvað varðar málfræði og framburð og stundum voru þær enn fremur skrifaðar með ólíkum afbrigðum af gríska stafrófinu (rétt eins og norðurlandamálin eru skrifuð með ólíkum afbrigðum af nokkurn veginn sama stafrófinu).

Á hellenískum tíma, það er á 3. öld og síðar, varð til svonefnd koine-gríska en það var „hin sameiginlega mállýska“. Hún var tiltölulega einföld mállýska og var sameiginlegt samskiptamál. Á þessari mállýsku er til dæmis Nýja testamentið samið. Seint á fyrstu öld f.Kr. og fram á aðra öld e.Kr. var til svonefnd attisísk hreyfing en attisistar vildu skrifa hreina attísku eins og hún var skrifuð af bestu höfundunum í Aþenu á fjórðu og fimmtu öld f.Kr. (til dæmis Platoni og Demosþenesi) Talmálið hélt hins vegar áfram að breytast og þar af leiðandi fjarlægðist talmálið ritmálið sem lærðir menn skrifuðu. Þessi tilhneiging hélt áfram í miðaldagrísku en saga hennar er oft talin hefjast með stofnun Konstantínópel árið 330. Talmálið hélt áfram að þróast út frá koine-grískunni en ritmálið fór ekki að endurspegla þær breytingar sem höfðu átt sér stað fyrr en á tólftu öld.

Á fjórtándu og fimmtándu öld sölsuðu Tyrkir undir sig Grikkland, sem var undir þeirra stjórn til ársins 1829. Þegar Grikkland hlaut á ný sjálfstæði varð til málhreinsunarstefna sem hlaut brautargengi. Opinber mállýska var „hreina mállýskan“ (kaþarevúsa), sem var að einhverju leyti afturhald til fornmálsins og fornrar málfræði og átti líka að hreinsa út úr málinu tyrknesk áhrif; en talmálið var mjög frábrugðið henni enda þótt það hafi líka orðið fyrir einhverjum áhrifum af málhreinsuninni. Almenningur þurfti þess vegna töluverða menntun til að geta talað hina opinberu mállýsku sómasamlega. Árið 1976 var kaþarevúsa-mállýskan afnumin sem opinber mállýska og talmálið sem almenningur hafði talað um aldir gert að opinberu máli í landinu.

Nú er því svo komið að þótt grískan hafi varðveitt einhver gömul einkenni og önnur verið endurlífguð með málhreinsun verða Grikkir samt sem áður að læra að lesa forngrísku í skóla bæði af því að málið hefur breyst á ýmsan máta í aldanna rás enda sagan býsna löng og vegna þess að forngríska var aldrei einsleitt tungumál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er einhver munur á þeirri grísku sem töluð var til forna og þeirri grísku sem töluð er í dag (í Grikklandi)?
...