Α, α alfa (a) |
Ν, ν ny (n) |
Β, β beta (b) | Ξ, ξ xí (x) |
Γ, γ gamma (g) | Ο, ο ómíkron (o) |
Δ, δ delta (d) | Π, π pí (p) |
Ε, ε epsílon (e) | Ρ, ρ hró (r) |
Ζ, ζ zeta (z) | Σ, ς sigma (s) |
Η, η eta (e) | Τ, τ tá (t) |
Θ, θ þeta (þ) | Υ, υ ypsílon (y) |
Ι, ι jóta (í) | Φ, φ fí (f) |
Κ, κ kappa (k) | Χ, χ kí (k) |
Λ, λ lambda (l) | Ψ, ψ psí (ps) |
Μ, μ my (m) | Ω, ω ómega (ó) |
Lömbin grísku eg má eltaOrð á íslensku sem úr grísku eru komin eru fjölmörg. Hér eru nokkur dæmi af handahófi, fengin úr lista Þorsteins Þorsteinssonar ásamt skýringum hans í bókinni Grikkland ár og síð:
alfa, beta, gamma, delta;
epsílon, zeta, eta, þeta,
á eftir í þeirra slóðir feta;
jóta, kappa, lambda lalla
leiðina upp á sama hjalla;
my og ny þá silast með xí
síðan trítla ómíkron, pí;
hró og sigma og tá þá tifa
teygir rófuna ypsílon;
fí, kí, psí vilja líka lifa
lengi er á einu von;
sum gild og feit, önnur mjó og mögur
með ómega eru þau tuttugu og fjögur.
- apótek (apoþeke: geymsla)
- bomba (bombos: drungalegt hljóð)
- bíó (bios: líf)
- djöfull (diabolos: rógberi)
- gúrka, agúrka (angourion: vatnsmelóna)
- hormón: efni sem stjórnar frumuvexti (hormon: örvandi; af horman: setja á hreyfingu)
- hystería: móðursýki (hystera: leg, móðurlíf, en þar var að fornu talið að veikin ætti upptök sín)
- idjót (idiotes: einstaklingur; ólærður maður, almúgamaður; af idios: eiginn, sérstakur)
- kort (khartes: blað papýrusplöntunnar)
- lampi (lampas: blys; af lampein: skína, ljóma)
- melóna (melon: epli)
- morfín (Morfeus: guð svefns og drauma)
- paník: ofsahræðsla (panikos: tengdur skógarguðinum Pan, en sýn hans í líki geithafurs vakti mikinn ótta)
- plast (plastikos: sem unnt er að móta; af plassein: forma, móta)
- pornógrafía: klám (porne: hóra og grafein: rita; eiginlega ‘skrif um hórur’)
- rabbabari (rha barbaron: útlend rót)
- skandali (skandalon: ásteytingarsteinn; hneyksli)
- Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1976.
- Þorsteinn Þorsteinsson, "Kratakórinn kyrjaði pólitískan pistil", Grikkland ár og síð (ritstj. Sigurður A. Magnússon og fleiri), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991, bls. 33-47.
- Wikimedia Commons. (Sótt 25.7.2018).