Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu?Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar fyrir þessu lyfi eru meðal annars inflúensuveirur og kórónuveirur. Lyfið hefur hingað til nær eingöngu verið notað við inflúensu og sú notkun hefur að mestu verið bundin við Japan, en þar var lyfið þróað og þar hefur það verið með markaðsleyfi síðan 2014. Favípíravír er notað á töfluformi til inntöku, sem er kostur.
- Avigan: antiviral being tested for coronavirus patients. (Sótt 15.06.2020).