Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?

Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi: Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu? Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum...

category-iconLæknisfræði

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...

Fleiri niðurstöður