Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla?Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, eru líka til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Fyrir þessu er sú einfalda ástæða að efnasamsetning lífvera og veira er náskyld að miklu leyti og eyðingarmáttur efnanna eða geislanna því keimlíkur. Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi. Helsta undantekningin er notkun vægra sótthreinsiefna (til dæmis spritts) á húð sem getur þolað þau að vissu marki.
- Efnið þarf að virka innan frumna.
- Efnið þarf að berast til veiranna. Tökum veiruna sem veldur COVID-19 sem dæmi. Hún fjölgar sér innan frumna í öndunarvegi, frá nefholi og niður í lungu. Efnið þarf því að berast til þessara svæða og komast inn í sýktar frumur.
- Efnið þarf að vera í nægjanlegum styrk til að ná fram áhrifum sínum. Mörg efni geta borist til frumna og jafnvel inn í þær en eru þá í svo litlu magni að áhrifa þeirra gætir ekki.
- Efnið má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.
- Bleach Toxicity - StatPearls - NCBI Bookshelf. (Sótt 24.04.2020).
- Antivirals - Lecture 20. (Sótt 24.04.2020).
- Ágúst Kvaran.
- Novel Coronavirus SARS-CoV-2 | This scanning electron micros… | Flickr. (Sótt 10.03.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.