Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða?Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurninga um heim allan. Við ritun þessa svars (30.11.2020) hafa nú þegar rúmlega 63 milljón tilfelli greinst á heimsvísu og 1.465.000 dauðsföll orðið vegna COVID-19. Ein mjög mikilvæg spurning sem ber að svara þegar ný sýking kemur upp er hvort við náum að mynda ónæmi gegn henni: Ef við fáum COVID-19 og jöfnum okkur á henni, getum við fengið hana aftur?[1] Auðvelda svarið við þessari spurningu er: „Já, en það virðist mjög sjaldgæft eins og er“. Hér bendum við lesendum einnig á að skoða svar við spurningunni Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur? Veiran SARS-CoV-2 er kórónuveira (fræðiheiti fjölskyldu veirunnar er Coronaviridae) og almennt séð myndar líkaminn sterkt ónæmissvar gegn þeim veirum, bæði með hjálp sértækra eitilfrumna (frumubundið ónæmi) og myndun sértækra mótefna (mótefnabundið ónæmi). Þegar ónæmissvar hefur myndast gegn veiru myndast gjarnan ónæmisminni, en með því er átt við að ónæmiskerfið þekkir veiruna við endursmit og kemur í veg fyrir þróun sýkingar.

Lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2 veirum.

Lituð rafeindasmásjármynd af MERS-CoV veirum sem sjást sem gulu agnirnar á yfirborði sýktrar frumu sem er lituð blá.
- Vitað er að veiran getur fundist í öndunarfærum einstaklinga í meira en 30 daga eftir upphaf einkenna COVID-19. Það að veiran finnist í sýni er ekki ávísun á að virkur sjúkdómur sé til staðar. Þannig geta einstaklingar veikst af öðrum ástæðum eftir COVID-19 en áfram verið með veiruna til staðar við sýnatöku.
- Þótt prófin sem notuð eru til að greina veiruna í öndunarfærum séu mjög góð geta þau verið neikvæð þrátt fyrir að veiran sé til staðar. Þetta kallast fölsk-neikvæð niðurstaða og á sérstaklega við þegar magn af veirunni er tiltölulega lítið, sem dæmigert er að sjá í batafasa. Þannig getur einhver verið að jafna sig eftir COVID-19, verið neikvæður í einu sýni en jákvæður í öðru. Þetta þarf ekki endilega að þýða að veiran sé aftur orðin vandamál.[8]
- Eins og staðan er núna skiljum við ekki að fullu náttúrulega þróun þessarar veirusýkingar. Vitað er að veiran getur farið í bæði efri og neðri öndunarfærin (lungun) og fer alvarleiki veikindanna meðal annars eftir þessari dreifingu. COVID-19 getur verið á formi tvífasa veikinda, með vægum einkennum til að byrja með sem versna gjarnan viku síðar.
- ^ Sjá heimild 4.
- ^ Sjá heimild 5 og 9.
- ^ Sjá heimild 6 og 7.
- ^ Sjá heimild 10.
- ^ Sjá heimild 3.
- ^ Sjá heimild 11.
- ^ Sjá heimild 1 og 2.
- ^ Sjá heimild 1.
- ^ Sjá heimild 13.
- ^ Sjá heimild 14 og 15.
- Zhou L, Liu K & Liu HG. (2020). [Cause Analysis and Treatment Strategies of "Recurrence" With Novel Coronavirus Pneumonia (covid-19) Patients After Discharge From Hospital]. Zhonghua Jie He He Hu Xi Za Zhi (Chinese Journal of Tuberculosis and Respiratory Medicine). 43(4), 281-284. (Sótt 19.3.2020).
- Lan, L. o.fl. (2020, 27. febrúar). Positive RT-PCR Test Results in Patients Recovered From COVID-19. JAMA. (Sótt 19.3.2020).
- Bao, L. o.fl. (2020, 14. mars). Reinfection could not occur in SARS-CoV-2 infected rhesus macaques. bioRxiv. (Sótt 19.3.2020).
- World Health Organization (WHO). Coronavirus disease (COVID-2019) situation reports. (Sótt 19.3.2020).
- Gen, L. o.fl. (2020). Coronavirus infections and immune responses Journal of Medical Virology. 92:424–432. (Sótt 19.3.2020).
- Wu, L. P. o.fl. (2007). Duration of antibody responses after severe acute respiratory syndrome. Emerging infectious diseases, 13(10), 1562–1564. (Sótt 19.3.2020).
- Memish, Z. A. o.fl. (2020). Middle East respiratory syndrome. The Lancet, 395(10229), 1063-1077. (Sótt 19.3.2020).
- MacLean, O. A. o.fl. Response to “On the origin and continuing evolution of SARS-CoV-2”. nCoV-2019 Genomic Epidemiology - Virological.org. (Sótt 19.3.2020).
- van Dorp, L. o.fl. (2020). No evidence for increased transmissibility from recurrent mutations in SARS-CoV-2. Nature Communications, 11, 5986. (Sótt 30.11.2020).
- Sariol, A. & Perlman, S. (2020). Lessons for COVID-19 Immunity from Other Coronavirus Infections. Immunity, 53(2), 248-263. (Sótt 30.11.2020).
- Addetia, A. o.fl. (2020). Neutralizing Antibodies Correlate with Protection from SARS-CoV-2 in Humans during a Fishery Vessel Outbreak with a High Attack Rate. Journal of Clinical Microbiology, 58(11), e02107-20. (Sótt 30.11.2020).
- Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember). Immunological memory to SARS-CoV-2 assessed for greater than six months after infection bioRxiv. (Sótt 30.11.2020).
- Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 19. nóvember). Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur? Vísindavefurinn. (Sótt 30.11.2020).
- European Centre for Disease Prevention and Control (ECDE). (2020, 21. september). Reinfection with SARS-CoV-2: considerations for public health response. (Sótt 18.11.2020).
- Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október). Reinfection with COVID-19. (Sótt 18.11.2020).
- Novel Coronavirus SARS-CoV-2 | Transmission electron microgr… | Flickr. (Sótt 20.03.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.
- MERS Coronavirus Particles | Colorized scanning electron mic… | Flickr. (Sótt 20.03.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.