Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Upprunalega spurningin var:

Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða?

Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurninga um heim allan. Við ritun þessa svars (30.11.2020) hafa nú þegar rúmlega 63 milljón tilfelli greinst á heimsvísu og 1.465.000 dauðsföll orðið vegna COVID-19. Ein mjög mikilvæg spurning sem ber að svara þegar ný sýking kemur upp er hvort við náum að mynda ónæmi gegn henni: Ef við fáum COVID-19 og jöfnum okkur á henni, getum við fengið hana aftur?[1]

Auðvelda svarið við þessari spurningu er: „Já, en það virðist mjög sjaldgæft eins og er“. Hér bendum við lesendum einnig á að skoða svar við spurningunni Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?

Veiran SARS-CoV-2 er kórónuveira (fræðiheiti fjölskyldu veirunnar er Coronaviridae) og almennt séð myndar líkaminn sterkt ónæmissvar gegn þeim veirum, bæði með hjálp sértækra eitilfrumna (frumubundið ónæmi) og myndun sértækra mótefna (mótefnabundið ónæmi). Þegar ónæmissvar hefur myndast gegn veiru myndast gjarnan ónæmisminni, en með því er átt við að ónæmiskerfið þekkir veiruna við endursmit og kemur í veg fyrir þróun sýkingar.

Lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2 veirum.

Mikilvægt er að taka fram að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki endilega verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru. Þetta á einnig við um tvær aðrar mikilvægar kórónuveirur náskyldar SARS-CoV-2, það er SARS-CoV (sem veldur SARS eða severe acute respiratory syndrome, á íslensku einnig nefnt HABL eða heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu) og MERS-CoV (sem veldur Middle East respiratory syndrome). Eitt mikilvægt atriði sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi er að ekki er hægt að skipta SARS-CoV-2 í mismunandi undirflokka eins og er, þó tilgátur um slíkt hafi komið snemma fram.[2]

Þó er misjafnt hversu lengi ofangreint minni varir. Gagnlegt er að horfa til MERS-CoV og SARS-CoV þar sem tímalengd ónæmissvars vegna þeirra hefur verið metin nánar. Fyrir báðar veirurnar virðast sértæk og verndandi mótefni myndast og haldast til staðar í allt að tvö ár. Eftir þann tíma virðist magn mótefnanna fara minnkandi. Hvort þetta þýði að endursýking getur orðið að þeim tíma liðnum er óvíst sem stendur. Hins vegar virðist frumubundið ónæmi vara lengur en í tvö ár. Þetta hefur mest verið rannsakað í tengslum við MERS-CoV.[3]

Hins vegar hafa rannsóknir á öðrum kórónuveirum (sem valda hefðbundnu kvefi) einnig bent til þess að endursýkingar eigi sér stað að vissum tíma liðnum, með ónæmi sem varir að jafnaði 1-3 ár.[4]

Lituð rafeindasmásjármynd af MERS-CoV veirum sem sjást sem gulu agnirnar á yfirborði sýktrar frumu sem er lituð blá.

Hvað á við um SARS-CoV-2? Snemma í faraldrinum skoðuðu Bao og fleiri sérstaklega myndun mótefna gegn SARS-CoV-2 í rhesusöpum. Niðurstöður þeirra sýndu gott mótefnasvar tveimur til þremur vikum eftir sýkingu sem kom í veg fyrir endursýkingu. Þetta var fyrsta vísbendingin um verndandi ónæmi eftir COVID-19.[5] Önnur rannsókn sýndi mögulega vernd mótefna gegn endursýkingu í hópi veiðimanna, þó um hafi verið að ræða lítið rannsóknarþýði.[6]. Mjög flott rannsókn Dan og fleiri (sem hefur við ritun þessa svars ekki verið ritrýnd) virðist benda til þróunar á góðu ónæmisminni í miklum meirihluta einstaklinga sem fá COVID-19, þó slíkt ónæmisminni greindist ekki í um 5% einstaklinga. Í raun er lítið sem hefur komið á óvart varðandi ónæmissvar okkar gegn SARS-CoV-2 til þessa.

Snemma fóru að koma fram sögur um „endursmit“ eða versnandi einkenni eftir útskrift. Þá var oftast um einstaklinga að ræða sem voru nýútskrifaðir af spítala eða urðu jákvæðir aftur í prófi þó þeir hefðu verið neikvæðir stuttu áður. Margar hugsanlegar orsakir geta legið þarna að baki og rannsókn Ling og fleiri fer meðal annars yfir það.[7]

  1. Vitað er að veiran getur fundist í öndunarfærum einstaklinga í meira en 30 daga eftir upphaf einkenna COVID-19. Það að veiran finnist í sýni er ekki ávísun á að virkur sjúkdómur sé til staðar. Þannig geta einstaklingar veikst af öðrum ástæðum eftir COVID-19 en áfram verið með veiruna til staðar við sýnatöku.
  2. Þótt prófin sem notuð eru til að greina veiruna í öndunarfærum séu mjög góð geta þau verið neikvæð þrátt fyrir að veiran sé til staðar. Þetta kallast fölsk-neikvæð niðurstaða og á sérstaklega við þegar magn af veirunni er tiltölulega lítið, sem dæmigert er að sjá í batafasa. Þannig getur einhver verið að jafna sig eftir COVID-19, verið neikvæður í einu sýni en jákvæður í öðru. Þetta þarf ekki endilega að þýða að veiran sé aftur orðin vandamál.[8]
  3. Eins og staðan er núna skiljum við ekki að fullu náttúrulega þróun þessarar veirusýkingar. Vitað er að veiran getur farið í bæði efri og neðri öndunarfærin (lungun) og fer alvarleiki veikindanna meðal annars eftir þessari dreifingu. COVID-19 getur verið á formi tvífasa veikinda, með vægum einkennum til að byrja með sem versna gjarnan viku síðar.

Til að flækja þetta enn frekar eru mörg dæmi um endursýkingar með COVID-19. Endursýkingar eru mjög sjaldgæfar enn sem komið er en gætu orðið algengari með tímanum; þetta er meðal annars út af því að ónæmisminni gæti dugað í nokkur ár en síðan dvínað. Einnig virðist marktækur en lítill hluti einstaklinga sem fá COVID-19 ekki mynda mælanlegt ónæmisminni til lengri tíma - þetta ber að rannsaka nánar á næstu mánuðum og árum. Eins og farið er betur yfir í svari á Vísindavefnum við spurningunni Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?[9] þýðir þetta ekki að ónæmisminni muni ekki nást með bóluefni, sérstaklega ef viðbótarskammtar eru notaðir.

Til að taka saman eru endursýkingar með COVID-19 mögulegar en mjög sjaldgæfar þessa stundina. Leiða má líkur að því að endursýkingar verði hins vegar algengari með tímanum. Enn vitum við ekki nákvæmlega hvaða einstaklingsbundnir þættir leiða til endursýkinga. Þess vegna ættu viðeigandi smitvarnir - handhreinsun, grímunotkun, fjarlægðartakmörkun, samkomutakmarkanir og almennt hreinlæti - að gilda jafnt yfir alla, óháð því hvort einstaklingurinn sé með mótefni gegn SARS-CoV-2 eða ekki. Þetta samræmist meðal annars leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum.[10]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá heimild 4.
  2. ^ Sjá heimild 5 og 9.
  3. ^ Sjá heimild 6 og 7.
  4. ^ Sjá heimild 10.
  5. ^ Sjá heimild 3.
  6. ^ Sjá heimild 11.
  7. ^ Sjá heimild 1 og 2.
  8. ^ Sjá heimild 1.
  9. ^ Sjá heimild 13.
  10. ^ Sjá heimild 14 og 15.

Heimildir:
  1. Zhou L, Liu K & Liu HG. (2020). [Cause Analysis and Treatment Strategies of "Recurrence" With Novel Coronavirus Pneumonia (covid-19) Patients After Discharge From Hospital]. Zhonghua Jie He He Hu Xi Za Zhi (Chinese Journal of Tuberculosis and Respiratory Medicine). 43(4), 281-284. (Sótt 19.3.2020).
  2. Lan, L. o.fl. (2020, 27. febrúar). Positive RT-PCR Test Results in Patients Recovered From COVID-19. JAMA. (Sótt 19.3.2020).
  3. Bao, L. o.fl. (2020, 14. mars). Reinfection could not occur in SARS-CoV-2 infected rhesus macaques. bioRxiv. (Sótt 19.3.2020).
  4. World Health Organization (WHO). Coronavirus disease (COVID-2019) situation reports. (Sótt 19.3.2020).
  5. Gen, L. o.fl. (2020). Coronavirus infections and immune responses Journal of Medical Virology. 92:424–432. (Sótt 19.3.2020).
  6. Wu, L. P. o.fl. (2007). Duration of antibody responses after severe acute respiratory syndrome. Emerging infectious diseases, 13(10), 1562–1564. (Sótt 19.3.2020).
  7. Memish, Z. A. o.fl. (2020). Middle East respiratory syndrome. The Lancet, 395(10229), 1063-1077. (Sótt 19.3.2020).
  8. MacLean, O. A. o.fl. Response to “On the origin and continuing evolution of SARS-CoV-2”. nCoV-2019 Genomic Epidemiology - Virological.org. (Sótt 19.3.2020).
  9. van Dorp, L. o.fl. (2020). No evidence for increased transmissibility from recurrent mutations in SARS-CoV-2. Nature Communications, 11, 5986. (Sótt 30.11.2020).
  10. Sariol, A. & Perlman, S. (2020). Lessons for COVID-19 Immunity from Other Coronavirus Infections. Immunity, 53(2), 248-263. (Sótt 30.11.2020).
  11. Addetia, A. o.fl. (2020). Neutralizing Antibodies Correlate with Protection from SARS-CoV-2 in Humans during a Fishery Vessel Outbreak with a High Attack Rate. Journal of Clinical Microbiology, 58(11), e02107-20. (Sótt 30.11.2020).
  12. Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember). Immunological memory to SARS-CoV-2 assessed for greater than six months after infection bioRxiv. (Sótt 30.11.2020).
  13. Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 19. nóvember). Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur? Vísindavefurinn. (Sótt 30.11.2020).
  14. European Centre for Disease Prevention and Control (ECDE). (2020, 21. september). Reinfection with SARS-CoV-2: considerations for public health response. (Sótt 18.11.2020).
  15. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október). Reinfection with COVID-19. (Sótt 18.11.2020).

Myndir:

Þetta svar birtist fyrst 20.3.2020 en var uppfært 2.12.2020, meðal annars með nýjum heimildum og upplýsingum.

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

3.12.2020

Spyrjandi

Ásta

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78667.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 3. desember). Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78667

Jón Magnús Jóhannesson. „Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78667>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
Upprunalega spurningin var:

Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða?

Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurninga um heim allan. Við ritun þessa svars (30.11.2020) hafa nú þegar rúmlega 63 milljón tilfelli greinst á heimsvísu og 1.465.000 dauðsföll orðið vegna COVID-19. Ein mjög mikilvæg spurning sem ber að svara þegar ný sýking kemur upp er hvort við náum að mynda ónæmi gegn henni: Ef við fáum COVID-19 og jöfnum okkur á henni, getum við fengið hana aftur?[1]

Auðvelda svarið við þessari spurningu er: „Já, en það virðist mjög sjaldgæft eins og er“. Hér bendum við lesendum einnig á að skoða svar við spurningunni Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?

Veiran SARS-CoV-2 er kórónuveira (fræðiheiti fjölskyldu veirunnar er Coronaviridae) og almennt séð myndar líkaminn sterkt ónæmissvar gegn þeim veirum, bæði með hjálp sértækra eitilfrumna (frumubundið ónæmi) og myndun sértækra mótefna (mótefnabundið ónæmi). Þegar ónæmissvar hefur myndast gegn veiru myndast gjarnan ónæmisminni, en með því er átt við að ónæmiskerfið þekkir veiruna við endursmit og kemur í veg fyrir þróun sýkingar.

Lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2 veirum.

Mikilvægt er að taka fram að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki endilega verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru. Þetta á einnig við um tvær aðrar mikilvægar kórónuveirur náskyldar SARS-CoV-2, það er SARS-CoV (sem veldur SARS eða severe acute respiratory syndrome, á íslensku einnig nefnt HABL eða heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu) og MERS-CoV (sem veldur Middle East respiratory syndrome). Eitt mikilvægt atriði sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi er að ekki er hægt að skipta SARS-CoV-2 í mismunandi undirflokka eins og er, þó tilgátur um slíkt hafi komið snemma fram.[2]

Þó er misjafnt hversu lengi ofangreint minni varir. Gagnlegt er að horfa til MERS-CoV og SARS-CoV þar sem tímalengd ónæmissvars vegna þeirra hefur verið metin nánar. Fyrir báðar veirurnar virðast sértæk og verndandi mótefni myndast og haldast til staðar í allt að tvö ár. Eftir þann tíma virðist magn mótefnanna fara minnkandi. Hvort þetta þýði að endursýking getur orðið að þeim tíma liðnum er óvíst sem stendur. Hins vegar virðist frumubundið ónæmi vara lengur en í tvö ár. Þetta hefur mest verið rannsakað í tengslum við MERS-CoV.[3]

Hins vegar hafa rannsóknir á öðrum kórónuveirum (sem valda hefðbundnu kvefi) einnig bent til þess að endursýkingar eigi sér stað að vissum tíma liðnum, með ónæmi sem varir að jafnaði 1-3 ár.[4]

Lituð rafeindasmásjármynd af MERS-CoV veirum sem sjást sem gulu agnirnar á yfirborði sýktrar frumu sem er lituð blá.

Hvað á við um SARS-CoV-2? Snemma í faraldrinum skoðuðu Bao og fleiri sérstaklega myndun mótefna gegn SARS-CoV-2 í rhesusöpum. Niðurstöður þeirra sýndu gott mótefnasvar tveimur til þremur vikum eftir sýkingu sem kom í veg fyrir endursýkingu. Þetta var fyrsta vísbendingin um verndandi ónæmi eftir COVID-19.[5] Önnur rannsókn sýndi mögulega vernd mótefna gegn endursýkingu í hópi veiðimanna, þó um hafi verið að ræða lítið rannsóknarþýði.[6]. Mjög flott rannsókn Dan og fleiri (sem hefur við ritun þessa svars ekki verið ritrýnd) virðist benda til þróunar á góðu ónæmisminni í miklum meirihluta einstaklinga sem fá COVID-19, þó slíkt ónæmisminni greindist ekki í um 5% einstaklinga. Í raun er lítið sem hefur komið á óvart varðandi ónæmissvar okkar gegn SARS-CoV-2 til þessa.

Snemma fóru að koma fram sögur um „endursmit“ eða versnandi einkenni eftir útskrift. Þá var oftast um einstaklinga að ræða sem voru nýútskrifaðir af spítala eða urðu jákvæðir aftur í prófi þó þeir hefðu verið neikvæðir stuttu áður. Margar hugsanlegar orsakir geta legið þarna að baki og rannsókn Ling og fleiri fer meðal annars yfir það.[7]

  1. Vitað er að veiran getur fundist í öndunarfærum einstaklinga í meira en 30 daga eftir upphaf einkenna COVID-19. Það að veiran finnist í sýni er ekki ávísun á að virkur sjúkdómur sé til staðar. Þannig geta einstaklingar veikst af öðrum ástæðum eftir COVID-19 en áfram verið með veiruna til staðar við sýnatöku.
  2. Þótt prófin sem notuð eru til að greina veiruna í öndunarfærum séu mjög góð geta þau verið neikvæð þrátt fyrir að veiran sé til staðar. Þetta kallast fölsk-neikvæð niðurstaða og á sérstaklega við þegar magn af veirunni er tiltölulega lítið, sem dæmigert er að sjá í batafasa. Þannig getur einhver verið að jafna sig eftir COVID-19, verið neikvæður í einu sýni en jákvæður í öðru. Þetta þarf ekki endilega að þýða að veiran sé aftur orðin vandamál.[8]
  3. Eins og staðan er núna skiljum við ekki að fullu náttúrulega þróun þessarar veirusýkingar. Vitað er að veiran getur farið í bæði efri og neðri öndunarfærin (lungun) og fer alvarleiki veikindanna meðal annars eftir þessari dreifingu. COVID-19 getur verið á formi tvífasa veikinda, með vægum einkennum til að byrja með sem versna gjarnan viku síðar.

Til að flækja þetta enn frekar eru mörg dæmi um endursýkingar með COVID-19. Endursýkingar eru mjög sjaldgæfar enn sem komið er en gætu orðið algengari með tímanum; þetta er meðal annars út af því að ónæmisminni gæti dugað í nokkur ár en síðan dvínað. Einnig virðist marktækur en lítill hluti einstaklinga sem fá COVID-19 ekki mynda mælanlegt ónæmisminni til lengri tíma - þetta ber að rannsaka nánar á næstu mánuðum og árum. Eins og farið er betur yfir í svari á Vísindavefnum við spurningunni Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?[9] þýðir þetta ekki að ónæmisminni muni ekki nást með bóluefni, sérstaklega ef viðbótarskammtar eru notaðir.

Til að taka saman eru endursýkingar með COVID-19 mögulegar en mjög sjaldgæfar þessa stundina. Leiða má líkur að því að endursýkingar verði hins vegar algengari með tímanum. Enn vitum við ekki nákvæmlega hvaða einstaklingsbundnir þættir leiða til endursýkinga. Þess vegna ættu viðeigandi smitvarnir - handhreinsun, grímunotkun, fjarlægðartakmörkun, samkomutakmarkanir og almennt hreinlæti - að gilda jafnt yfir alla, óháð því hvort einstaklingurinn sé með mótefni gegn SARS-CoV-2 eða ekki. Þetta samræmist meðal annars leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum.[10]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá heimild 4.
  2. ^ Sjá heimild 5 og 9.
  3. ^ Sjá heimild 6 og 7.
  4. ^ Sjá heimild 10.
  5. ^ Sjá heimild 3.
  6. ^ Sjá heimild 11.
  7. ^ Sjá heimild 1 og 2.
  8. ^ Sjá heimild 1.
  9. ^ Sjá heimild 13.
  10. ^ Sjá heimild 14 og 15.

Heimildir:
  1. Zhou L, Liu K & Liu HG. (2020). [Cause Analysis and Treatment Strategies of "Recurrence" With Novel Coronavirus Pneumonia (covid-19) Patients After Discharge From Hospital]. Zhonghua Jie He He Hu Xi Za Zhi (Chinese Journal of Tuberculosis and Respiratory Medicine). 43(4), 281-284. (Sótt 19.3.2020).
  2. Lan, L. o.fl. (2020, 27. febrúar). Positive RT-PCR Test Results in Patients Recovered From COVID-19. JAMA. (Sótt 19.3.2020).
  3. Bao, L. o.fl. (2020, 14. mars). Reinfection could not occur in SARS-CoV-2 infected rhesus macaques. bioRxiv. (Sótt 19.3.2020).
  4. World Health Organization (WHO). Coronavirus disease (COVID-2019) situation reports. (Sótt 19.3.2020).
  5. Gen, L. o.fl. (2020). Coronavirus infections and immune responses Journal of Medical Virology. 92:424–432. (Sótt 19.3.2020).
  6. Wu, L. P. o.fl. (2007). Duration of antibody responses after severe acute respiratory syndrome. Emerging infectious diseases, 13(10), 1562–1564. (Sótt 19.3.2020).
  7. Memish, Z. A. o.fl. (2020). Middle East respiratory syndrome. The Lancet, 395(10229), 1063-1077. (Sótt 19.3.2020).
  8. MacLean, O. A. o.fl. Response to “On the origin and continuing evolution of SARS-CoV-2”. nCoV-2019 Genomic Epidemiology - Virological.org. (Sótt 19.3.2020).
  9. van Dorp, L. o.fl. (2020). No evidence for increased transmissibility from recurrent mutations in SARS-CoV-2. Nature Communications, 11, 5986. (Sótt 30.11.2020).
  10. Sariol, A. & Perlman, S. (2020). Lessons for COVID-19 Immunity from Other Coronavirus Infections. Immunity, 53(2), 248-263. (Sótt 30.11.2020).
  11. Addetia, A. o.fl. (2020). Neutralizing Antibodies Correlate with Protection from SARS-CoV-2 in Humans during a Fishery Vessel Outbreak with a High Attack Rate. Journal of Clinical Microbiology, 58(11), e02107-20. (Sótt 30.11.2020).
  12. Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember). Immunological memory to SARS-CoV-2 assessed for greater than six months after infection bioRxiv. (Sótt 30.11.2020).
  13. Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 19. nóvember). Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur? Vísindavefurinn. (Sótt 30.11.2020).
  14. European Centre for Disease Prevention and Control (ECDE). (2020, 21. september). Reinfection with SARS-CoV-2: considerations for public health response. (Sótt 18.11.2020).
  15. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október). Reinfection with COVID-19. (Sótt 18.11.2020).

Myndir:

Þetta svar birtist fyrst 20.3.2020 en var uppfært 2.12.2020, meðal annars með nýjum heimildum og upplýsingum....