Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Upprunalegu spurningarnar voru:
Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvort þeir geti það ekki líka í gegnum öndun? Þeir fái veiruna í munn eða nef og andi henni frá sér til annarra án þess að veikjast sjálf. Er þetta vitað með rannsóknum?

Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur samt sem áður orðið smitberi aftur, bæði með snertingu og dropum. Þetta þýðir að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki dreifingu COVID-19 síðar meir. Áður en farið er lengra er fernt sem ber að undirstrika:

  1. Einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 geta sýkst aftur. Þá er talað um endursýkingu.
  2. Þeir sem fá endursýkingu geta smitað líkt og við fyrstu sýkingu.
  3. Nákvæmlega hvað leiðir til þess að sumir endursýkjast er ekki þekkt; þannig ber að hegða sér eins og allir geti fengið endursýkingu þar til annað kemur í ljós.
  4. Þetta útilokar þó ekki að bólusetning gegn COVID-19 sé gagnleg.

Hvernig geta þessir þættir farið saman? Skoðum svörin fyrst án þess að líta til endursýkinga. COVID-19 dreifist fyrst og fremst með dropasmiti. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um úðasmit og snertismit eru þessar smitleiðir taldar skipta minna máli en dropasmit, þó báðar smitleiðir séu mögulegar.[1][2][3] Úðasmit gæti verið sérstaklega mikilvægur þáttur í svokölluðum ofurdreifiviðburðum (e. super-spreading events) en einnig þegar inngrip í heilbrigðisþjónustu leiða til myndunar úða frá öndunarfærum. Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti - nema um endursýkingu sé að ræða.

Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti - nema um endursýkingu sé að ræða.

Mikilvægt er að hafa í huga að langvarandi ónæmi myndast ekki við allar sýkingar, hvort sem orsakavaldurinn er veira eða aðrir sýklar. Eðli ónæmissvars fer til dæmis eftir tegund veiru, tegund sýkingar og virkni ónæmiskerfisins hjá þeim sem sýkist hverju sinni. Vörn gegn endursýkingu er til dæmis sérlega góð gegn mislingum en dugar skammt gegn nóróveiru. Þrátt fyrir að endursýking verði getur ónæmiskerfið okkar enn haft verndandi áhrif, til dæmis með því að takmarka fjölgun og dreifingu veiru.

Í þessu ljósi má skipta ónæmi upp í tvo flokka: annars vegar steríliserandi ónæmi sem kemur alfarið í veg fyrir endursýkingar og hins vegar verndandi ónæmi sem kemur helst í veg fyrir sjúkdóm vegna sýkingar. Ónæmi er síðan breytilegt með tíma - ónæmi gegn sýkingarvaldi getur varað ævilangt eða aðeins í nokkur ár.[4]

Þrátt fyrir að SARS-CoV-2, kórónuveiran sem veldur COVID-19, sé ný veira vissum við talsvert um aðrar kórónuveirur, meðal annars vegna faraldra SARS (e. Severe Acute Respiratory Syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) en einnig vegna kórónuveira sem valda helst kvefi (héðan í frá nefndar „kvefkórónuveirur“.[5] Einn eiginleiki kórónuveira er hætta á endursýkingum - hægt er að endursýkjast af kórónuveirum þrátt fyrir fyrri sýkingar og meira að segja þrátt fyrir mælanleg mótefni í blóði. Vegna þessa var snemma varað við hættunni á því að endursýkingar með SARS-CoV-2 gætu átt sér stað.[6] Tilfelli endursýkinga hafa verið staðfest um allan heim, meðal annars með ítarlegri athugun á erfðaefni veirunnar.[7] Þó eru þessar endursýkingar fátíðar miðað við fjölda allra tilfella COVID-19 sem bendir til að endursýkingar séu sjaldgæfar.

Hér þarf að hins vegar að hafa nokkur atriði í huga.
  • Það er aðeins tæpt ár frá því að COVID-19 kom fyrst fram á sjónarsviðið. Miðað við fyrri rannsóknir eykst hættan á endursýkingum með tíma - fyrir kvefkórónuveirur virðist hættan á endursýkingu koma fram 1-3 árum eftir fyrstu sýkinguna. Erfiðara er að meta hættu á endursýkingum vegna SARS og MERS þar sem að um fá tilfelli hefur verið að ræða. Líklegt er að hætta á endursýkingu geti aukist eftir því sem lengra líður frá fyrri sýkingu.
  • Víða er litið svo á að fyrri saga um COVID-19 útiloki endursýkingu. Þrátt fyrir að endursýkingar af völdum SARS-CoV-2 séu þekktar er ólíklegra að sýni í leit að veirunni sé tekið aftur hjá þeim sem áður hafa greinst - þetta gæti valdið vangreiningu endursýkinga.

Þannig virðast endursýkingar vera fátíðar eins og er. Þær geta hins vegar átt sér stað og verða hugsanlega algengari þegar lengra líður frá fyrri sýkingu. Einnig mælir ekkert gegn því að einstaklingar sem endursýkjast geti smitað aðra, líkt og þekkist fyrir aðrar veirur. Hvernig getum við þá metið hættu á endursýkingum - eru mælanleg mótefni nægileg vörn? Þetta er mun flóknari spurning en hún virðist vera í fyrstu. Einfalda svarið hér er að vernd mótefna er ekki fullkomin og háð magni og tegund mótefna hverju sinni.

Hvernig er hægt að meta hættu á endursýkingum? Einfalda svarið er að vernd mótefna er ekki fullkomin og háð magni og tegund mótefna hverju sinni. Á myndinni sjást T-frumur sem miðla frumubundnu ónæmissvari.

Til að átta sig betur á þessu er því gagnlegt að skoða ónæmissvar okkar gegn COVID-19. Eftir að einstaklingur sýkist mynda næstum allir gott ónæmissvar, annars myndi þeim ekki batna. Ónæmissvarið er bæði frumubundið (miðlað aðallega af T-frumum) og mótefnabundið. Þessar tvær gerðir ónæmissvara hjálpast að til að eiga við sýkinguna og draga úr líkum á sýkingu síðar. Gögn hingað til benda til þess að ónæmi gegn COVID-19 til lengri tíma sé aðallega á formi verndandi ónæmis, þó hættan á endursýkingum sé lítil fyrst á eftir sýkingu. Einnig virðast flestir sem fá COVID-19 mynda svokallað ónæmisminni, sem miðlar langvinnri vernd - talsverður breytileiki er þó á þessu minni eftir einstaklingum.[8]

SARS-CoV-2-mótefnin sem eru mæld í blóði eru af gerð sem kallast immunoglobulin G (IgG). Mótefnin eru hins vegar ekki öll eins - þau beinast að mismunandi hlutum SARS-CoV-2, til dæmis mismunandi prótínum. Sum mótefni (svokölluð neutralizing antibodies, eða nAb) hindra beint sýkingargetu veirunnar, en þau eru ekki mæld beint í mótefnamælingum. Mótefnin halda sig ekki aðeins við blóðið - það má einnig finna IgG í lungunum, sem gætu miðlað vörn gegn alvarlegum tilfellum COVID-19. Enn fremur virðist vernd gegn endursýkingu öndunarfæraveira tengjast frekar mótefnum sem finna má í slímhúð öndunarfæranna (sem eru helst af A-gerð (IgA)). Eins og vísað var í hér að ofan er vernd gegn endursýkingu að hluta til háð magni mótefna sem mælast - því meira magn af mótefnum, því meiri vernd. Þetta er líklegast vegna þess að því meira sem er af mótefnum í blóði, því meira er af nAb í blóði og mótefnum í slímhúð öndunarfæra. Talið er að magn mótefna minnki síðan með tímanum. Þannig er ekki nóg að vera með mótefni, heldur þarf einnig að hafa nægilegt magn af réttum mótefnum.

Hvaða þýðingu hefur þetta þá fyrir bóluefni? Ef sýking verndar ekki fullkomlega fyrir endursýkingu, verða bóluefni þá ekki einnig gagnslítil? Alls ekki! Markmið bóluefna er að mynda ónæmi gegn tilteknum sýkingarvaldi án þess að þurfa að valda sýkingu. Þetta er gjarnan gert með því að líkja eftir náttúrulegri sýkingu en það á ekki við um öll bóluefni - mörg bóluefni mynda sterkara, langvinnara ónæmi en náttúruleg sýking.[9][10] Þetta er meðal annars vegna þess að við getum sérsniðið ónæmissvarið til að hámarka árangur. Vel heppnað bóluefni getur leitt til myndunar á „réttum“ mótefnum í meiri mæli en gerist við náttúrulega sýkingu. Ef hætta á endursýkingum eykst með tíma má nota viðbótarskammta af bóluefni (e. booster) til að auka ónæmið aftur.

Af öllu ofangreindu er ljóst að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki að einstaklingar geti dreift veirunni áfram til annarra, bæði með snertingu og dropum. Þess vegna ættu viðeigandi smitvarnir - handhreinsun, grímunotkun, fjarlægðartakmörkun, samkomutakmarkanir og almennt hreinlæti - að gilda jafnt yfir alla, óháð því hvort einstaklingurinn sé með mótefni gegn SARS-CoV-2 eða ekki. Þetta samræmist meðal annars leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum.[11][12]

Samantekt:
  • Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur fræðilega orðið smitberi síðar, bæði með snertingu og dropum.
  • Endursýkingar með COVID-19 geta átt sér stað en virðast mjög sjaldgæfar. Þær gætu orðið algengari með tímanum.
  • Endursýkingar geta átt sér stað þrátt fyrir mælanleg mótefni gegn SARS-CoV-2.
  • Smitvarnir ættu að vera þær sömu óháð því hvort einstaklingur sé með mótefni eða ekki, að öðru óbreyttu.
  • Bóluefni geta myndað sterkara og langvinnara ónæmi en náttúrulegar sýkingar, sérstaklega ef notaðir eru viðbótarskammtar (e. booster).

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 5. maí). Hvar smitast fólk helst af COVID-19? Vísindavefurinn.
  2. ^ Centers for Disease Control and Prevention, (2020, 5. október).
  3. ^ World Health Organization (2020, 9. júlí).
  4. ^ Nánari skýringar á þessum breytileika má sjá í svari Vísindavefsins um endursýkingar og mótefni Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur? eftir Jón Magnús Jóhannesson.
  5. ^ Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 30. apríl).Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Vísindavefurinn.
  6. ^ Sariol, A., & Perlman, S. (2020).
  7. ^ Tillett R. L. o.fl. (2020, 12. október).
  8. ^ Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember).
  9. ^ Krammer, F. (2020).
  10. ^ Mariani, L., & Venuti, A. (2010).
  11. ^ European Centre for Disease Prevention and Control (2020, 21. september).
  12. ^ Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Brynju Ármannsdóttur, sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði, og Vigdísi Víglundsdóttur lífeindafræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

19.11.2020

Spyrjandi

Gísli Sigurbergsson, Hildur Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80283.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 19. nóvember). Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80283

Jón Magnús Jóhannesson. „Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?
Upprunalegu spurningarnar voru:

Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvort þeir geti það ekki líka í gegnum öndun? Þeir fái veiruna í munn eða nef og andi henni frá sér til annarra án þess að veikjast sjálf. Er þetta vitað með rannsóknum?

Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur samt sem áður orðið smitberi aftur, bæði með snertingu og dropum. Þetta þýðir að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki dreifingu COVID-19 síðar meir. Áður en farið er lengra er fernt sem ber að undirstrika:

  1. Einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 geta sýkst aftur. Þá er talað um endursýkingu.
  2. Þeir sem fá endursýkingu geta smitað líkt og við fyrstu sýkingu.
  3. Nákvæmlega hvað leiðir til þess að sumir endursýkjast er ekki þekkt; þannig ber að hegða sér eins og allir geti fengið endursýkingu þar til annað kemur í ljós.
  4. Þetta útilokar þó ekki að bólusetning gegn COVID-19 sé gagnleg.

Hvernig geta þessir þættir farið saman? Skoðum svörin fyrst án þess að líta til endursýkinga. COVID-19 dreifist fyrst og fremst með dropasmiti. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um úðasmit og snertismit eru þessar smitleiðir taldar skipta minna máli en dropasmit, þó báðar smitleiðir séu mögulegar.[1][2][3] Úðasmit gæti verið sérstaklega mikilvægur þáttur í svokölluðum ofurdreifiviðburðum (e. super-spreading events) en einnig þegar inngrip í heilbrigðisþjónustu leiða til myndunar úða frá öndunarfærum. Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti - nema um endursýkingu sé að ræða.

Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti - nema um endursýkingu sé að ræða.

Mikilvægt er að hafa í huga að langvarandi ónæmi myndast ekki við allar sýkingar, hvort sem orsakavaldurinn er veira eða aðrir sýklar. Eðli ónæmissvars fer til dæmis eftir tegund veiru, tegund sýkingar og virkni ónæmiskerfisins hjá þeim sem sýkist hverju sinni. Vörn gegn endursýkingu er til dæmis sérlega góð gegn mislingum en dugar skammt gegn nóróveiru. Þrátt fyrir að endursýking verði getur ónæmiskerfið okkar enn haft verndandi áhrif, til dæmis með því að takmarka fjölgun og dreifingu veiru.

Í þessu ljósi má skipta ónæmi upp í tvo flokka: annars vegar steríliserandi ónæmi sem kemur alfarið í veg fyrir endursýkingar og hins vegar verndandi ónæmi sem kemur helst í veg fyrir sjúkdóm vegna sýkingar. Ónæmi er síðan breytilegt með tíma - ónæmi gegn sýkingarvaldi getur varað ævilangt eða aðeins í nokkur ár.[4]

Þrátt fyrir að SARS-CoV-2, kórónuveiran sem veldur COVID-19, sé ný veira vissum við talsvert um aðrar kórónuveirur, meðal annars vegna faraldra SARS (e. Severe Acute Respiratory Syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) en einnig vegna kórónuveira sem valda helst kvefi (héðan í frá nefndar „kvefkórónuveirur“.[5] Einn eiginleiki kórónuveira er hætta á endursýkingum - hægt er að endursýkjast af kórónuveirum þrátt fyrir fyrri sýkingar og meira að segja þrátt fyrir mælanleg mótefni í blóði. Vegna þessa var snemma varað við hættunni á því að endursýkingar með SARS-CoV-2 gætu átt sér stað.[6] Tilfelli endursýkinga hafa verið staðfest um allan heim, meðal annars með ítarlegri athugun á erfðaefni veirunnar.[7] Þó eru þessar endursýkingar fátíðar miðað við fjölda allra tilfella COVID-19 sem bendir til að endursýkingar séu sjaldgæfar.

Hér þarf að hins vegar að hafa nokkur atriði í huga.
  • Það er aðeins tæpt ár frá því að COVID-19 kom fyrst fram á sjónarsviðið. Miðað við fyrri rannsóknir eykst hættan á endursýkingum með tíma - fyrir kvefkórónuveirur virðist hættan á endursýkingu koma fram 1-3 árum eftir fyrstu sýkinguna. Erfiðara er að meta hættu á endursýkingum vegna SARS og MERS þar sem að um fá tilfelli hefur verið að ræða. Líklegt er að hætta á endursýkingu geti aukist eftir því sem lengra líður frá fyrri sýkingu.
  • Víða er litið svo á að fyrri saga um COVID-19 útiloki endursýkingu. Þrátt fyrir að endursýkingar af völdum SARS-CoV-2 séu þekktar er ólíklegra að sýni í leit að veirunni sé tekið aftur hjá þeim sem áður hafa greinst - þetta gæti valdið vangreiningu endursýkinga.

Þannig virðast endursýkingar vera fátíðar eins og er. Þær geta hins vegar átt sér stað og verða hugsanlega algengari þegar lengra líður frá fyrri sýkingu. Einnig mælir ekkert gegn því að einstaklingar sem endursýkjast geti smitað aðra, líkt og þekkist fyrir aðrar veirur. Hvernig getum við þá metið hættu á endursýkingum - eru mælanleg mótefni nægileg vörn? Þetta er mun flóknari spurning en hún virðist vera í fyrstu. Einfalda svarið hér er að vernd mótefna er ekki fullkomin og háð magni og tegund mótefna hverju sinni.

Hvernig er hægt að meta hættu á endursýkingum? Einfalda svarið er að vernd mótefna er ekki fullkomin og háð magni og tegund mótefna hverju sinni. Á myndinni sjást T-frumur sem miðla frumubundnu ónæmissvari.

Til að átta sig betur á þessu er því gagnlegt að skoða ónæmissvar okkar gegn COVID-19. Eftir að einstaklingur sýkist mynda næstum allir gott ónæmissvar, annars myndi þeim ekki batna. Ónæmissvarið er bæði frumubundið (miðlað aðallega af T-frumum) og mótefnabundið. Þessar tvær gerðir ónæmissvara hjálpast að til að eiga við sýkinguna og draga úr líkum á sýkingu síðar. Gögn hingað til benda til þess að ónæmi gegn COVID-19 til lengri tíma sé aðallega á formi verndandi ónæmis, þó hættan á endursýkingum sé lítil fyrst á eftir sýkingu. Einnig virðast flestir sem fá COVID-19 mynda svokallað ónæmisminni, sem miðlar langvinnri vernd - talsverður breytileiki er þó á þessu minni eftir einstaklingum.[8]

SARS-CoV-2-mótefnin sem eru mæld í blóði eru af gerð sem kallast immunoglobulin G (IgG). Mótefnin eru hins vegar ekki öll eins - þau beinast að mismunandi hlutum SARS-CoV-2, til dæmis mismunandi prótínum. Sum mótefni (svokölluð neutralizing antibodies, eða nAb) hindra beint sýkingargetu veirunnar, en þau eru ekki mæld beint í mótefnamælingum. Mótefnin halda sig ekki aðeins við blóðið - það má einnig finna IgG í lungunum, sem gætu miðlað vörn gegn alvarlegum tilfellum COVID-19. Enn fremur virðist vernd gegn endursýkingu öndunarfæraveira tengjast frekar mótefnum sem finna má í slímhúð öndunarfæranna (sem eru helst af A-gerð (IgA)). Eins og vísað var í hér að ofan er vernd gegn endursýkingu að hluta til háð magni mótefna sem mælast - því meira magn af mótefnum, því meiri vernd. Þetta er líklegast vegna þess að því meira sem er af mótefnum í blóði, því meira er af nAb í blóði og mótefnum í slímhúð öndunarfæra. Talið er að magn mótefna minnki síðan með tímanum. Þannig er ekki nóg að vera með mótefni, heldur þarf einnig að hafa nægilegt magn af réttum mótefnum.

Hvaða þýðingu hefur þetta þá fyrir bóluefni? Ef sýking verndar ekki fullkomlega fyrir endursýkingu, verða bóluefni þá ekki einnig gagnslítil? Alls ekki! Markmið bóluefna er að mynda ónæmi gegn tilteknum sýkingarvaldi án þess að þurfa að valda sýkingu. Þetta er gjarnan gert með því að líkja eftir náttúrulegri sýkingu en það á ekki við um öll bóluefni - mörg bóluefni mynda sterkara, langvinnara ónæmi en náttúruleg sýking.[9][10] Þetta er meðal annars vegna þess að við getum sérsniðið ónæmissvarið til að hámarka árangur. Vel heppnað bóluefni getur leitt til myndunar á „réttum“ mótefnum í meiri mæli en gerist við náttúrulega sýkingu. Ef hætta á endursýkingum eykst með tíma má nota viðbótarskammta af bóluefni (e. booster) til að auka ónæmið aftur.

Af öllu ofangreindu er ljóst að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki að einstaklingar geti dreift veirunni áfram til annarra, bæði með snertingu og dropum. Þess vegna ættu viðeigandi smitvarnir - handhreinsun, grímunotkun, fjarlægðartakmörkun, samkomutakmarkanir og almennt hreinlæti - að gilda jafnt yfir alla, óháð því hvort einstaklingurinn sé með mótefni gegn SARS-CoV-2 eða ekki. Þetta samræmist meðal annars leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum.[11][12]

Samantekt:
  • Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur fræðilega orðið smitberi síðar, bæði með snertingu og dropum.
  • Endursýkingar með COVID-19 geta átt sér stað en virðast mjög sjaldgæfar. Þær gætu orðið algengari með tímanum.
  • Endursýkingar geta átt sér stað þrátt fyrir mælanleg mótefni gegn SARS-CoV-2.
  • Smitvarnir ættu að vera þær sömu óháð því hvort einstaklingur sé með mótefni eða ekki, að öðru óbreyttu.
  • Bóluefni geta myndað sterkara og langvinnara ónæmi en náttúrulegar sýkingar, sérstaklega ef notaðir eru viðbótarskammtar (e. booster).

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 5. maí). Hvar smitast fólk helst af COVID-19? Vísindavefurinn.
  2. ^ Centers for Disease Control and Prevention, (2020, 5. október).
  3. ^ World Health Organization (2020, 9. júlí).
  4. ^ Nánari skýringar á þessum breytileika má sjá í svari Vísindavefsins um endursýkingar og mótefni Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur? eftir Jón Magnús Jóhannesson.
  5. ^ Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 30. apríl).Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Vísindavefurinn.
  6. ^ Sariol, A., & Perlman, S. (2020).
  7. ^ Tillett R. L. o.fl. (2020, 12. október).
  8. ^ Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember).
  9. ^ Krammer, F. (2020).
  10. ^ Mariani, L., & Venuti, A. (2010).
  11. ^ European Centre for Disease Prevention and Control (2020, 21. september).
  12. ^ Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Brynju Ármannsdóttur, sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði, og Vigdísi Víglundsdóttur lífeindafræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....