Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvort þeir geti það ekki líka í gegnum öndun? Þeir fái veiruna í munn eða nef og andi henni frá sér til annarra án þess að veikjast sjálf. Er þetta vitað með rannsóknum?Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur samt sem áður orðið smitberi aftur, bæði með snertingu og dropum. Þetta þýðir að fyrri saga um COVID-19 útilokar ekki dreifingu COVID-19 síðar meir. Áður en farið er lengra er fernt sem ber að undirstrika:
- Einstaklingar sem hafa fengið COVID-19 geta sýkst aftur. Þá er talað um endursýkingu.
- Þeir sem fá endursýkingu geta smitað líkt og við fyrstu sýkingu.
- Nákvæmlega hvað leiðir til þess að sumir endursýkjast er ekki þekkt; þannig ber að hegða sér eins og allir geti fengið endursýkingu þar til annað kemur í ljós.
- Þetta útilokar þó ekki að bólusetning gegn COVID-19 sé gagnleg.

Það er raunhæfur möguleiki að einstaklingur, sem hefur fengið COVID-19 og jafnað sig, geti borið veiruna á sér og borið til annarra eins og hver önnur óhreinindi. Hins vegar er ólíklegt að slíkur einstaklingur geti borið veiruna áfram með dropasmiti - nema um endursýkingu sé að ræða.
- Það er aðeins tæpt ár frá því að COVID-19 kom fyrst fram á sjónarsviðið. Miðað við fyrri rannsóknir eykst hættan á endursýkingum með tíma - fyrir kvefkórónuveirur virðist hættan á endursýkingu koma fram 1-3 árum eftir fyrstu sýkinguna. Erfiðara er að meta hættu á endursýkingum vegna SARS og MERS þar sem að um fá tilfelli hefur verið að ræða. Líklegt er að hætta á endursýkingu geti aukist eftir því sem lengra líður frá fyrri sýkingu.
- Víða er litið svo á að fyrri saga um COVID-19 útiloki endursýkingu. Þrátt fyrir að endursýkingar af völdum SARS-CoV-2 séu þekktar er ólíklegra að sýni í leit að veirunni sé tekið aftur hjá þeim sem áður hafa greinst - þetta gæti valdið vangreiningu endursýkinga.

Hvernig er hægt að meta hættu á endursýkingum? Einfalda svarið er að vernd mótefna er ekki fullkomin og háð magni og tegund mótefna hverju sinni. Á myndinni sjást T-frumur sem miðla frumubundnu ónæmissvari.
- Einstaklingur sem hefur fengið COVID-19 getur fræðilega orðið smitberi síðar, bæði með snertingu og dropum.
- Endursýkingar með COVID-19 geta átt sér stað en virðast mjög sjaldgæfar. Þær gætu orðið algengari með tímanum.
- Endursýkingar geta átt sér stað þrátt fyrir mælanleg mótefni gegn SARS-CoV-2.
- Smitvarnir ættu að vera þær sömu óháð því hvort einstaklingur sé með mótefni eða ekki, að öðru óbreyttu.
- Bóluefni geta myndað sterkara og langvinnara ónæmi en náttúrulegar sýkingar, sérstaklega ef notaðir eru viðbótarskammtar (e. booster).
- ^ Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 5. maí). Hvar smitast fólk helst af COVID-19? Vísindavefurinn.
- ^ Centers for Disease Control and Prevention, (2020, 5. október).
- ^ World Health Organization (2020, 9. júlí).
- ^ Nánari skýringar á þessum breytileika má sjá í svari Vísindavefsins um endursýkingar og mótefni Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur? eftir Jón Magnús Jóhannesson.
- ^ Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 30. apríl).Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Vísindavefurinn.
- ^ Sariol, A., & Perlman, S. (2020).
- ^ Tillett R. L. o.fl. (2020, 12. október).
- ^ Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember).
- ^ Krammer, F. (2020).
- ^ Mariani, L., & Venuti, A. (2010).
- ^ European Centre for Disease Prevention and Control (2020, 21. september).
- ^ Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október).
- Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 5. október). FacebookScientific Brief: SARS-CoV-2 and Potential Airborne Transmission. (Sótt 18.11.2020).
- World Health Organization (WHO). (2020, 9. júlí). Coronavirus disease (COVID-19): How is it transmitted? (Sótt 18.11.2020).
- Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 18. september). Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur? Vísindavefurinn. (Sótt 18.11.2020).
- Sariol, A., & Perlman, S. (2020). Lessons for COVID-19 Immunity from Other Coronavirus Infections. Immunity, 53(2), 248–263. (Sótt 18.11.2020).
- Tillett R. L. o.fl. (2020, 12. október). Genomic evidence for reinfection with SARS-CoV-2: a case study. Lancet Infectious Diseases. (Sótt 18.11.2020).
- O Murchu, E. o.fl. (2020). Immune response following infection with SARS-CoV-2 and other coronaviruses: A rapid review. Reviews in medical virology, e2162. Advance online publication. (Sótt 18.11.2020).
- Kellam, P., & Barclay, W. (2020). The dynamics of humoral immune responses following SARS-CoV-2 infection and the potential for reinfection. The Journal of general virology, 101(8), 791–797. (Sótt 18.11.2020).
- Krammer, F. (2020). SARS-CoV-2 vaccines in development. Nature, 586, 516-527.(Sótt 18.11.2020).
- Mariani, L., & Venuti, A. (2010). HPV vaccine: an overview of immune response, clinical protection, and new approaches for the future. Journal of Translational Medicine, 8, 105. (Sótt 18.11.2020).
- Ledford, H. (2020). What the immune response to the coronavirus says about the prospects for a vaccine. Nature, 585, 20-21. (Sótt 18.11.2020).
- European Centre for Disease Prevention and Control (ECDE). (2020, 21. september). Reinfection with SARS-CoV-2: considerations for public health response. (Sótt 18.11.2020).
- Centers for Disease Control and Prevention (CDC). (2020, 27. október). Reinfection with COVID-19. (Sótt 18.11.2020).
- Dan, J. M. o.fl. (2020, 16. nóvember). Immunological memory to SARS-CoV-2 assessed for greater than six months after infection. bioRxiv. (Sótt 18.11.2020).
- File:A queue of people applying physical social distancing outside of a supermarket in Jerusalem.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 18.11.2020).
- File:Regulatory T cells in retroviral infections.png - Wikimedia Commons. (Sótt 18.11.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 4.0 International — CC BY-SA 4.0.