Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19).Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ákveðin veira valdi tilteknum sjúkdómi. Hefðir sönnunarbyrðarinnar eru ólíkar eftir fræðigreinum, vegna viðfangsefna og aðferðanna sem við búum yfir. Veirufræðin byggir á forsendum (e. postulates) prússneska læknisins og örverufræðingsins Roberts Koch (1843-1910) um smitsjúkdóma. Útfærðar fyrir veirur hljóma forsendurnar svona:
- Mikið finnst af veirunni í sýktum einstaklingum en nær ekkert í heilbrigðum.
- Veiruna verður að vera hægt að einangra og hreinsa úr smituðum einstaklingum.
- Veiran veldur sjúkdómi ef hún berst í heilbrigða einstaklinga.
- Veiran sem einangrast úr tilteknum „smituðum“ einstaklingi verður að vera eins og sú sem smitaði viðkomandi.

Forsendur þýska læknisins og örverufræðingsins Roberts Koch (1843-1910) um smitsjúkdóma eru notaðar þegar sýna þarf fram á að ákveðin veira valdi tilteknum sjúkdómi. Á myndinni sést Koch á rannsóknastofu sinni.

Stökkbreytingar á erfðaefni veiru sem berst milli einstaklinga (gráir hringir) má nota til að rekja smitið. Ættartré veiranna endurspeglar smitsöguna. Myndin sýnir einfaldað tilfelli. Sýndir eru litningar 5 gerða af veiru, sem eru ólíkir vegna 7 stökkbreytinga (litaðar línur). Þessir litningar mynda þá fimm ólíkar setraðir (e. haplotypes) sem einnig má kalla afbrigði. Sumar stökkbreytingar eru eldri (og finnast í tveimur eða fleiri gerðum), en aðrar yngri og finnast bara í einni gerð.
- Fjölþættar rannsóknir sýna að veiran finnst í sjúklingum en ekki heilbrigðum.
- Hún berst á milli smitaðra einstaklinga og sumir fá einkenni.
- Hana má einangra og rækta í frumum sem auðveldar rannsóknir og þróun bóluefnis.
- SARS-CoV-2-veiran veldur COVID-19.
- ^ Eða hvaða sýkli sem er. Aðferðir sem þessar má nota á bakteríur, veirur, sveppi og frumdýr.
- Harcourt, J. o.fl. (2020). Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus 2 from Patient with Coronavirus Disease, United States Emerging Infectious Diseases, 26(6), 1266-1273. (Sótt 21.08.2020).
- 10.1D: Koch’s Postulates - Biology LibreTexts. (Sótt 21.08.2020).
- Arnar Pálsson. Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. (Sótt 21.08.2020)
- Vísindi á mannamáli: Mæði visnuveirur Halldór Þormar, prófessor emeritus - YouTube. (Sótt 21.08.2020).
- Murphy, Frederick A., The Foundations of Virology, 2. útgáfa, American Society for Virology, 2020, bls. 53. Aðgengileg hér: International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV). (Sótt 12.08.2020).
- Arnar Pálsson. Birt undir leyfinu CC BY-NC 2.0.