Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 16 svör fundust
Hvernig og hvenær varð veirufræði til?
Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...
Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?
Á fyrstu árum veirufræðinnar, frá lokum nítjándu aldar fram til 1928, uppgötvuðust 30 veirur. Sú fyrsta sem fannst sýkti lauf tóbaksjurtarinnar og fjallað er sérstaklega um hana í svari við spurningunni Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Tveir þriðji hluti veira sem fundust á þessum árum ollu sjúkdómum í dýrum...
Hvers konar veirur eru fagar?
Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...
Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?
Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...
Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?
Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað er líffræði?
Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um: byggingu og starfsemi frumna byggingu, eftirmyndun, s...
Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?
Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...
Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...
Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?
Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...
Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?
Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka...
Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?
Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...
Hvað er lífeindafræði?
Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...
Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?
Lyfið sem hér um ræðir heitir ivermectin og er flókið sýkingarlyf með margþætta gagnsemi. Það var uppgötvað 1975 og er notað um heim allan gegn margvíslegum ormasýkingum en einnig gegn öðrum sníkjudýrum á borð við kláðamaur. Notkunin einskorðast ekki við menn heldur er lyfið einnig gefið öðrum dýrum, til að mynda ...
Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?
Upprunalegu spurningarnar voru:Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvor...