Sólin Sólin Rís 07:59 • sest 19:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:09 • Sest 08:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:59 • sest 19:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:09 • Sest 08:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?

Zophonías O. Jónsson

Þessi spurning virðist í fyrstu einföld „já eða nei“ spurning, en eins og stundum er svarið alls ekki svo einfalt.

Íslenskir vísindamenn stóðu á árum áður mjög framarlega í veirurannsóknum og ekki verður hjá því komist að nefna Björn Sigurðsson (1913-1959) lækni sem var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og skilgreindi svokallaðar lentiveirur sem valda hægengum veirusjúkdómum, til dæmis visnu og mæði í sauðfé og alnæmi í mönnum. Enn er unnið að rannsóknum á lentiveirum og öðrum dýraveirum á Keldum. Við læknadeild er einnig öflug rannsóknastofa í veirufræði sem sinnir aðallega greiningarvinnu. Engar smittilraunir eru í gangi hérlendis eins og stendur, mér vitanlega, heldur er mikill meirihluti rannsóknanna unninn með sameindalíffræðilegum aðferðum.

Til þess, hins vegar, að svara spurningunni þurfum við að skilgreina hvað „veirufræðingur“ er. Veirufræðingur er ekki verndað starfsheiti og því getur í rauninni hver sem er kallað sig veirufræðing, en það er nú kannski full ódýrt svar. Væntanlega vill sá sem spyr verða „alvöru“ veirufræðingur, vita flest um veirur, kunna flokkun þeirra, hafa þekkingu á mismunandi greiningaraðferðum og sjúkdómsmynd og faraldsfræði, ásamt því að stunda rannsóknir á þeim. Það eru margar leiðir að því marki en fæstar þeirra er hægt að fara alfarið hérlendis. Skoðum þetta aðeins betur.

Hægt er að fara margar leiðir að því að verða „alvöru“ veirufræðingur. Fæstar þeirra er hins vegar hægt að fara alfarið hérlendis. Myndin er einföld skýringarmynd af veiruögn.

Ein leiðin er að taka grunnám í læknisfræði og fara svo í sérnám í sýkla- og veirufræði. Þá getur maður réttilega kallað sig veirufræðing. Læknisfræði er kennd við HÍ en sérfræðinámið er ekki hægt að taka hérlendis eins og stendur.

Önnur leið væri að læra dýralæknisfræði og sérhæfa sig svo í veirufræði með því til dæmis að vinna doktorsverkefni tengt veirum. Því miður er ekki boðið upp á nám í dýralækningum hérlendis svo sú leið er ekki fær þeim sem vilja ekki yfirgefa landið.

Til þess að sérhæfa sig í veirurannsóknum væri hefðbundnasta leiðin líklega sú að ljúka B.S.-námi í lífefna- og sameindalíffræði og vinna svo meistara- og doktorsverkefni tengd veirum. Sama marki er einnig hægt að ná með því að ljúka B.S.-prófi í lífeindafræði eða líffræði. Allt þetta er í boði hérlendis.

Væntanlega gæti áhugasamur nemandi fengið að taka M.S.-verkefni hjá einhverjum þeirra sem rannsaka veirur hérlendis og jafnvel doktorsverkefni. Hins vegar er ekki boðið upp á sérhæfð veirufræðinámskeið sem þyrfti til þess að námið stæði undir nafni sem veirufræði. Heiðarlegast væri þá að kalla sig sameindalíffræðing með sérþekkingu á veirum. Ráðlegast væri nú samt að hleypa heimdraganum.

Myndir:

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurveigar sem hljóðaði svona:

Hvaða nám gefur þér starfsheitið veirufræðingur?

Höfundur

Zophonías O. Jónsson

prófessor í sameindaerfðafræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2025

Spyrjandi

Magndís Guðjónsdóttir, Sigurveig Margrét Traustadóttir

Tilvísun

Zophonías O. Jónsson. „Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2025, sótt 11. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87217.

Zophonías O. Jónsson. (2025, 12. febrúar). Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87217

Zophonías O. Jónsson. „Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2025. Vefsíða. 11. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?
Þessi spurning virðist í fyrstu einföld „já eða nei“ spurning, en eins og stundum er svarið alls ekki svo einfalt.

Íslenskir vísindamenn stóðu á árum áður mjög framarlega í veirurannsóknum og ekki verður hjá því komist að nefna Björn Sigurðsson (1913-1959) lækni sem var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og skilgreindi svokallaðar lentiveirur sem valda hægengum veirusjúkdómum, til dæmis visnu og mæði í sauðfé og alnæmi í mönnum. Enn er unnið að rannsóknum á lentiveirum og öðrum dýraveirum á Keldum. Við læknadeild er einnig öflug rannsóknastofa í veirufræði sem sinnir aðallega greiningarvinnu. Engar smittilraunir eru í gangi hérlendis eins og stendur, mér vitanlega, heldur er mikill meirihluti rannsóknanna unninn með sameindalíffræðilegum aðferðum.

Til þess, hins vegar, að svara spurningunni þurfum við að skilgreina hvað „veirufræðingur“ er. Veirufræðingur er ekki verndað starfsheiti og því getur í rauninni hver sem er kallað sig veirufræðing, en það er nú kannski full ódýrt svar. Væntanlega vill sá sem spyr verða „alvöru“ veirufræðingur, vita flest um veirur, kunna flokkun þeirra, hafa þekkingu á mismunandi greiningaraðferðum og sjúkdómsmynd og faraldsfræði, ásamt því að stunda rannsóknir á þeim. Það eru margar leiðir að því marki en fæstar þeirra er hægt að fara alfarið hérlendis. Skoðum þetta aðeins betur.

Hægt er að fara margar leiðir að því að verða „alvöru“ veirufræðingur. Fæstar þeirra er hins vegar hægt að fara alfarið hérlendis. Myndin er einföld skýringarmynd af veiruögn.

Ein leiðin er að taka grunnám í læknisfræði og fara svo í sérnám í sýkla- og veirufræði. Þá getur maður réttilega kallað sig veirufræðing. Læknisfræði er kennd við HÍ en sérfræðinámið er ekki hægt að taka hérlendis eins og stendur.

Önnur leið væri að læra dýralæknisfræði og sérhæfa sig svo í veirufræði með því til dæmis að vinna doktorsverkefni tengt veirum. Því miður er ekki boðið upp á nám í dýralækningum hérlendis svo sú leið er ekki fær þeim sem vilja ekki yfirgefa landið.

Til þess að sérhæfa sig í veirurannsóknum væri hefðbundnasta leiðin líklega sú að ljúka B.S.-námi í lífefna- og sameindalíffræði og vinna svo meistara- og doktorsverkefni tengd veirum. Sama marki er einnig hægt að ná með því að ljúka B.S.-prófi í lífeindafræði eða líffræði. Allt þetta er í boði hérlendis.

Væntanlega gæti áhugasamur nemandi fengið að taka M.S.-verkefni hjá einhverjum þeirra sem rannsaka veirur hérlendis og jafnvel doktorsverkefni. Hins vegar er ekki boðið upp á sérhæfð veirufræðinámskeið sem þyrfti til þess að námið stæði undir nafni sem veirufræði. Heiðarlegast væri þá að kalla sig sameindalíffræðing með sérþekkingu á veirum. Ráðlegast væri nú samt að hleypa heimdraganum.

Myndir:

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurveigar sem hljóðaði svona:

Hvaða nám gefur þér starfsheitið veirufræðingur?
...