Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?

Jón Már Halldórsson

Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd. Þar sem lúður geta náð svo háum aldri geta þær einnig náð mikilli stærð og til eru margar fregnir af stórvöxnum lúðum sem hafa komið í veiðarfæri sjómanna. Sú stærsta sem veiðst hefur hér við land vó um 265 kg og var um 365 cm á lengd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. 2 útg. Fjölvaútgáfan.
  • Kristján Kristinsson. 2003. Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmundir um aðgerðir til verndunnar. Hafrannsóknastofnun.
  • Hugi.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.1.2006

Spyrjandi

Jón Sævar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5554.

Jón Már Halldórsson. (2006, 11. janúar). Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5554

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5554>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?
Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd. Þar sem lúður geta náð svo háum aldri geta þær einnig náð mikilli stærð og til eru margar fregnir af stórvöxnum lúðum sem hafa komið í veiðarfæri sjómanna. Sú stærsta sem veiðst hefur hér við land vó um 265 kg og var um 365 cm á lengd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. 2 útg. Fjölvaútgáfan.
  • Kristján Kristinsson. 2003. Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmundir um aðgerðir til verndunnar. Hafrannsóknastofnun.
  • Hugi.is
...