Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?

Heiða María Sigurðardóttir

Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli.

Antonio Damásio.

Damásio hefur lagt áherslu á að tilfinningar — eða raunar þær líkamlegu og taugafræðilegu breytingar sem liggja þar að baki — geti verið grundvöllur hegðunar okkar, ýmsar ákvarðanir séu mótaðar af tilfinningum okkar en ekki bara rökhugsun. Tilfinningar hjálpa fólki að taka hraðar ákvarðanir í óljósum aðstæðum, nokkuð sem getur komið sér vel þegar menn hafa annaðhvort ekki tíma til að vega og meta alla möguleika eða staðreyndir málsins eru ekki nógu vel þekktar til að hægt sé að taka algjörlega ígrundaða ákvörðun.

Það sem meira er, tilfinningar geta stýrt hegðun jafnvel þótt við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því. Sem dæmi rannsökuðu Damásio og félagar hegðunarmynstur bæði venjulegs fólks og sjúklinga með heilaskaða í framheila. Lagt var fyrir verkefni þar sem fólki voru gefnir spilapeningar og fjórir spilastokkar. Fólki var sagt að draga spil úr hvaða bunka sem það vildi. Drægju menn sum spil unnu þeir spilapeninga en drægju menn önnur spil töpuðu þeir peningum. Það sem þátttakendur vissu ekki fyrirfram var að tveir spilastokkanna voru góðir og hinir tveir slæmir, það er drægju menn úr þeim fyrri græddu þeir almennt peninga en drægju menn úr þeim seinni töpuðu þeir að jafnaði peningum.

Damásio og félagar sýndu fram á það með tilraun að fólk sem dró spil úr fjórum stokkum tók að forðast slæmu stokkana löngu áður en það gerði sér meðvitaða grein fyrir því að eitthvað væri athugavert við þá.

Hjá venjulegu fólki sem tók þátt í tilrauninni jókst rafleiðni húðar rétt áður en það dró spil úr vonda spilastokknum, en slíkt tengist gjarnan hvers slags tilfinningalegri örvun (e. arousal). Það áhugaverða er að þetta fólk tók að forðast slæmu stokkana löngu áður en það gerði sér meðvitaða grein fyrir því að eitthvað athugavert væri við þá. Sumir gerðu sér aldrei fyllilega grein fyrir því en forðuðust þá samt. Framheilasködduðu sjúklingarnir, aftur á móti, sýndu aldrei neina mælanlega tilfinningalega svörun við slæmu bunkunum tveimur og héldu áfram að velja spil úr þeim þrátt fyrir að stundum gerðu þeir sér meðvitaða grein fyrir því að það væri slæm ákvörðun. Venjulegu þátttakendurnir, ólíkt sjúklingunum, virtust sem sagt forðast suma stokkana vegna þess að þeir fengu það á tilfinninguna.

Rannsóknir Damásio draga fram í dagsljósið að margt gerist í heilanum „bak við tjöldin“ – þótt við séum ekki meðvituð um eitthvað getur samt vel verið að það geti að einhverju leyti stýrt hegðun okkar.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

8.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61091.

Heiða María Sigurðardóttir. (2011, 8. nóvember). Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61091

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61091>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?
Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli.

Antonio Damásio.

Damásio hefur lagt áherslu á að tilfinningar — eða raunar þær líkamlegu og taugafræðilegu breytingar sem liggja þar að baki — geti verið grundvöllur hegðunar okkar, ýmsar ákvarðanir séu mótaðar af tilfinningum okkar en ekki bara rökhugsun. Tilfinningar hjálpa fólki að taka hraðar ákvarðanir í óljósum aðstæðum, nokkuð sem getur komið sér vel þegar menn hafa annaðhvort ekki tíma til að vega og meta alla möguleika eða staðreyndir málsins eru ekki nógu vel þekktar til að hægt sé að taka algjörlega ígrundaða ákvörðun.

Það sem meira er, tilfinningar geta stýrt hegðun jafnvel þótt við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því. Sem dæmi rannsökuðu Damásio og félagar hegðunarmynstur bæði venjulegs fólks og sjúklinga með heilaskaða í framheila. Lagt var fyrir verkefni þar sem fólki voru gefnir spilapeningar og fjórir spilastokkar. Fólki var sagt að draga spil úr hvaða bunka sem það vildi. Drægju menn sum spil unnu þeir spilapeninga en drægju menn önnur spil töpuðu þeir peningum. Það sem þátttakendur vissu ekki fyrirfram var að tveir spilastokkanna voru góðir og hinir tveir slæmir, það er drægju menn úr þeim fyrri græddu þeir almennt peninga en drægju menn úr þeim seinni töpuðu þeir að jafnaði peningum.

Damásio og félagar sýndu fram á það með tilraun að fólk sem dró spil úr fjórum stokkum tók að forðast slæmu stokkana löngu áður en það gerði sér meðvitaða grein fyrir því að eitthvað væri athugavert við þá.

Hjá venjulegu fólki sem tók þátt í tilrauninni jókst rafleiðni húðar rétt áður en það dró spil úr vonda spilastokknum, en slíkt tengist gjarnan hvers slags tilfinningalegri örvun (e. arousal). Það áhugaverða er að þetta fólk tók að forðast slæmu stokkana löngu áður en það gerði sér meðvitaða grein fyrir því að eitthvað athugavert væri við þá. Sumir gerðu sér aldrei fyllilega grein fyrir því en forðuðust þá samt. Framheilasködduðu sjúklingarnir, aftur á móti, sýndu aldrei neina mælanlega tilfinningalega svörun við slæmu bunkunum tveimur og héldu áfram að velja spil úr þeim þrátt fyrir að stundum gerðu þeir sér meðvitaða grein fyrir því að það væri slæm ákvörðun. Venjulegu þátttakendurnir, ólíkt sjúklingunum, virtust sem sagt forðast suma stokkana vegna þess að þeir fengu það á tilfinninguna.

Rannsóknir Damásio draga fram í dagsljósið að margt gerist í heilanum „bak við tjöldin“ – þótt við séum ekki meðvituð um eitthvað getur samt vel verið að það geti að einhverju leyti stýrt hegðun okkar.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:...