Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 73 svör fundust
Hvar í heilanum er meðvitundin?
Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...
Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?
Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...
Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...
Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?
Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að g...
Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?
Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...
Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...
Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?
Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...
Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?
Guðný Hulda spurði:Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum? og Óðinn spurði:Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins? Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yf...
Hver er merking viðskeytisins -rænn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...
Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er „hjá-“ í orðum eins og hjátrú og hjárænulegur skylt orðinu „hjá“ í merkingunni „nálægt“ eða í merkingunni „á vegum“?Hjá- í hjátrú og hjárænulegur er forsetningin hjá notuð sem forskeyti. Það er notað um það sem er við hliðina á grunnorðinu og fær stundum andstæða merkingu. ...
Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?
Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...
Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.
Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...
Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?
Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...
Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?
Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...
Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?
Miðtaugakerfið (það er heili og mæna) er umlukið tærum vökva, svokölluðum mænuvökva, sem verndar það fyrir ytri áverkum. Inni í heilanum eru fjögur vökvafyllt hólf, svokölluð heilahólf, sem eru samtengd og opnast út á yfirborð heilans. Mænuvökvinn myndast inni í heilahófunum þaðan sem hann rennur út á yfirborð hei...