Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?

Davíð Þórisson

Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir heilans.

Aðrar taugafrumur eða -brautir sjá um að bæla eða örva þessar meginbrautir og fyrirbyggja óhóflega miklar rafboðasendingar sem geta leitt af sér krampa. Þegar þetta jafnvægi fer úr skorðum verða sterk, endurtekin og samstillt taugaboð til þess að valda mikilli örvun og getur þessi mikla rafvirkni verið ýmist bundin við lítil svæði eða borist um allan heilann.

Einkenni krampa ráðast af staðsetningu og umfangi þessara oftíðnirafboða og geta verið allt frá vægum skyntruflunum (til dæmis sjóntruflanir, dofi í útlimum eða óþægilegar tilfinningar) til vöðvalömunar eða -krampa og missis á meðvitund. Þarna er því um sama undirliggjandi vandamál að ræða þó að einkennin séu misjöfn. Klassískt flogakast lýsir sér sem skyndilegur meðvitundarmissir, máttleysi (með tilheyrandi falli) og síðar vöðvakippum um allan líkamann.

Einkennin geta þó verið mjög breytileg. Sem dæmi má nefna að sumir upplifa aðeins störu í 2-3 mínútur án nokkurra vöðvaeinkenna og aðrir fá ósjálfráðar, endurteknar hreyfingar; hneppa til dæmis í sífellu tölum á skyrtunni sinni.

Vanalega er einstaklingur mjög þreyttur og ruglaður eftir krampakast og fær ekki minnið aftur fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Í svæsnum krampaköstum missir sjúklingurinn þvag. Algeng tegund flogakasts hjá börnum er svokallað petit mal þar sem barnið dettur út í smátíma án þess þó að missa vöðvamátt og fær síðan engin einkenni eftir að kastið er gengið yfir.

Flogaveiki er bara ein af mörgum mögulegum orsökum krampa og er í raun aðeins ástand, skilgreint sem aukin tilhneiging einstaklings til að fá krampaköst. Aðrar algengar orsakir krampa eru til dæmis höfuðáverkar, heilablæðingar, heilaæxli, hitakrampar í börnum eða sýkingar.

Nokkrir áhættuþættir eru tengdir krömpum, til dæmis lítill svefn, áfengis- og vímuefnanotkun og blikkandi ljós, til dæmis á sjónvarps- eða tölvuskjá. Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar.

Þegar einstaklingur hefur fengið krampakast oftar en tvisvar sinnum með stuttu millibili eða ef um er að ræða eldri manneskju kannar læknirinn hvort hægt sé að finna undirliggjandi orsök til að geta hafið viðeigandi meðferð. Þetta gerir hann meðal annars með blóðrannsóknum, heilaraflínuriti og/eða tölvusneiðmyndatöku. Flogaveiki hefur einhvern erfðaþátt, misjafnlega mikinn eftir tegund hennar og kemur hún í helmingi tilfella fram á bernsku- eða unglingsárum. Um 70% þeirra fá aftur krampakast innan árs en hægt er að draga verulega úr líkunum með því að forðast áhættuþættina.

Þeir sem ekki þekkja einkenni flogaveiki verða oft hræddir við að sjá manneskju í krampakasti. Þetta er ástæðulaust þar sem kastið gengur oftast yfir af sjálfu sér og þarf aðeins að passa að viðkomandi slasi sig ekki. Ekki skal reyna að setja eitthvað í munninn til að hindra að viðkomandi bíti í tunguna. Hins vegar er algjört forgangsatriði að tryggja að öndunarvegur sé óhindraður í krampakasti. Ef kastið er ekki gengið yfir á 5 mínútum eða endurtekur sig án þess að viðkomandi nái meðvitund á milli kasta skal leita tafarlaust eftir læknisaðstoð.

Að fá krampaköst er oftast hættulaust en getur valdið miklum vandamálum fyrir einstaklinginn og haft áhrif á persónulegt líf hans. Hann þarf að forðast aðstæður sem geta verið lífshættulegar í krampakasti, til dæmis stórar sundlaugar eða að fara einn/ein í bað, að vera einn/ein á báti og, það sem er óþægilegast, að stýra ökutækjum svo sem reiðhjóli eða bifreið.

Vegna þessa fá margir lyfjameðferð ef köstin eru viðvarandi. Þetta eru lyf sem auka starfsemi bælandi tauga og hækka því verulega þröskuldinn sem þarf til að framkalla krampakast. Mikilvægt er að einstaklingurinn haldi samt áfram að forðast áhættuþættina. Í um 70% tilfella geta lyfin hindrað frekari krampaköst svo lengi sem viðkomandi tekur lyfin reglulega. Helmingur einstaklinga þarf ekki frekari lyf eftir 5 ára meðferð.

Algengustu aukaverkanir af lyfjunum eru þreyta, tvísýni, þyngdaraukning, minnkaður vöðvamáttur og jafnvel minnisleysi. Áhrif getnaðarvarnarpillunar geta minnkað samhliða notkun flogaveikilyfja og sum þeirra geta haft fósturskemmandi áhrif. Margar tegundir flogaveikilyfja eru á markaði og því þarf alls ekki að gefa upp vonina þó að eitt þeirra verki ekki vel eða hafi óþægilegar aukaverkanir.

Höfundur

Útgáfudagur

3.7.2001

Spyrjandi

Elsa Ísberg, Hildigunnur Þráinsdóttir,
Elísabet Friðriksdóttir

Tilvísun

Davíð Þórisson. „Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1762.

Davíð Þórisson. (2001, 3. júlí). Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1762

Davíð Þórisson. „Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1762>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir heilans.

Aðrar taugafrumur eða -brautir sjá um að bæla eða örva þessar meginbrautir og fyrirbyggja óhóflega miklar rafboðasendingar sem geta leitt af sér krampa. Þegar þetta jafnvægi fer úr skorðum verða sterk, endurtekin og samstillt taugaboð til þess að valda mikilli örvun og getur þessi mikla rafvirkni verið ýmist bundin við lítil svæði eða borist um allan heilann.

Einkenni krampa ráðast af staðsetningu og umfangi þessara oftíðnirafboða og geta verið allt frá vægum skyntruflunum (til dæmis sjóntruflanir, dofi í útlimum eða óþægilegar tilfinningar) til vöðvalömunar eða -krampa og missis á meðvitund. Þarna er því um sama undirliggjandi vandamál að ræða þó að einkennin séu misjöfn. Klassískt flogakast lýsir sér sem skyndilegur meðvitundarmissir, máttleysi (með tilheyrandi falli) og síðar vöðvakippum um allan líkamann.

Einkennin geta þó verið mjög breytileg. Sem dæmi má nefna að sumir upplifa aðeins störu í 2-3 mínútur án nokkurra vöðvaeinkenna og aðrir fá ósjálfráðar, endurteknar hreyfingar; hneppa til dæmis í sífellu tölum á skyrtunni sinni.

Vanalega er einstaklingur mjög þreyttur og ruglaður eftir krampakast og fær ekki minnið aftur fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Í svæsnum krampaköstum missir sjúklingurinn þvag. Algeng tegund flogakasts hjá börnum er svokallað petit mal þar sem barnið dettur út í smátíma án þess þó að missa vöðvamátt og fær síðan engin einkenni eftir að kastið er gengið yfir.

Flogaveiki er bara ein af mörgum mögulegum orsökum krampa og er í raun aðeins ástand, skilgreint sem aukin tilhneiging einstaklings til að fá krampaköst. Aðrar algengar orsakir krampa eru til dæmis höfuðáverkar, heilablæðingar, heilaæxli, hitakrampar í börnum eða sýkingar.

Nokkrir áhættuþættir eru tengdir krömpum, til dæmis lítill svefn, áfengis- og vímuefnanotkun og blikkandi ljós, til dæmis á sjónvarps- eða tölvuskjá. Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar.

Þegar einstaklingur hefur fengið krampakast oftar en tvisvar sinnum með stuttu millibili eða ef um er að ræða eldri manneskju kannar læknirinn hvort hægt sé að finna undirliggjandi orsök til að geta hafið viðeigandi meðferð. Þetta gerir hann meðal annars með blóðrannsóknum, heilaraflínuriti og/eða tölvusneiðmyndatöku. Flogaveiki hefur einhvern erfðaþátt, misjafnlega mikinn eftir tegund hennar og kemur hún í helmingi tilfella fram á bernsku- eða unglingsárum. Um 70% þeirra fá aftur krampakast innan árs en hægt er að draga verulega úr líkunum með því að forðast áhættuþættina.

Þeir sem ekki þekkja einkenni flogaveiki verða oft hræddir við að sjá manneskju í krampakasti. Þetta er ástæðulaust þar sem kastið gengur oftast yfir af sjálfu sér og þarf aðeins að passa að viðkomandi slasi sig ekki. Ekki skal reyna að setja eitthvað í munninn til að hindra að viðkomandi bíti í tunguna. Hins vegar er algjört forgangsatriði að tryggja að öndunarvegur sé óhindraður í krampakasti. Ef kastið er ekki gengið yfir á 5 mínútum eða endurtekur sig án þess að viðkomandi nái meðvitund á milli kasta skal leita tafarlaust eftir læknisaðstoð.

Að fá krampaköst er oftast hættulaust en getur valdið miklum vandamálum fyrir einstaklinginn og haft áhrif á persónulegt líf hans. Hann þarf að forðast aðstæður sem geta verið lífshættulegar í krampakasti, til dæmis stórar sundlaugar eða að fara einn/ein í bað, að vera einn/ein á báti og, það sem er óþægilegast, að stýra ökutækjum svo sem reiðhjóli eða bifreið.

Vegna þessa fá margir lyfjameðferð ef köstin eru viðvarandi. Þetta eru lyf sem auka starfsemi bælandi tauga og hækka því verulega þröskuldinn sem þarf til að framkalla krampakast. Mikilvægt er að einstaklingurinn haldi samt áfram að forðast áhættuþættina. Í um 70% tilfella geta lyfin hindrað frekari krampaköst svo lengi sem viðkomandi tekur lyfin reglulega. Helmingur einstaklinga þarf ekki frekari lyf eftir 5 ára meðferð.

Algengustu aukaverkanir af lyfjunum eru þreyta, tvísýni, þyngdaraukning, minnkaður vöðvamáttur og jafnvel minnisleysi. Áhrif getnaðarvarnarpillunar geta minnkað samhliða notkun flogaveikilyfja og sum þeirra geta haft fósturskemmandi áhrif. Margar tegundir flogaveikilyfja eru á markaði og því þarf alls ekki að gefa upp vonina þó að eitt þeirra verki ekki vel eða hafi óþægilegar aukaverkanir.

...