Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?

Hjörtur Sigurðsson

Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að geta ekki hreyft sig, og í minnihluta tilfella, finnur til sársauka.

Ekki er átt við að sjúklingur muni eftir tímanum á skurðstofu meðan verið er að undirbúa svæfingu, eða eftir að aðgerð er lokið og verið er að vekja hann, eða eftir aðgerðum sem gerðar eru í deyfingu, þar sem gefin eru róandi lyf með. Einnig er ekki átt við að sjúklingur muni eftir draumum.

Vitað er að meðvitund í svæfingu getur valdið sjúklingum verulegri andlegri vanlíðan, og jafnvel áfallastreituröskun síðar meir.



Sjúklingar geta komist til meðvitundar í svæfingu en það gerist afar sjaldan.

Í grein sem birtist 2006 og byggir á rannsóknum, sem voru birtar á árunum 1997-2004, nefna sérfræðingar á vegum Bandaríska svæfingalæknafélagsins að tíðni meðvitundar í svæfingu sé 0,1-0,2%. Tvær stórar nýlegar rannsóknir mátu tíðnina 0,023% og 0,0068% (1/4300 og 1/14000) á þeim sjúkrahúsum, þar sem rannsóknirnar voru framkvæmdar.

Talið er að meðvitund í svæfingu gerist oftar í svæfingum vegna sumra aðgerða, til dæmis vegna alvarlegra slysa, þar sem sjúklingur er hætt komin vegna blæðinga eða alvarlegra áverka og gjöf svæfingalyfja er takmörkuð til að halda uppi blóðþrýstingi (og halda sjúkling lifandi).

Einnig hafa verið nefndar svæfingar vegna keisaraskurða, þar sem svæfingarlæknar takmörkuðu lyfjagjöf í byrjun svæfingar, til að hafa sem minnst áhrif á fóstrið. Svæfingar við keisaraskurði hafa breyst, vegna þess að vandamálið er þekkt og áhyggjur af áhrifum á fóstrið sennilega óþarfar.

Loks hefur verið talinn aukin áhætta á meðvitund í svæfingu í hjartaaðgerðum, sérstaklega áður fyrr þegar eingöngu var svæft með morfín-skyldum lyfjum.

Nýleg tækniþróun sem gerir mönnum kleyft að mæla magn svæfingargasa í líkamanum, og tilkoma tækja sem ætlað er að meta dýpt svæfingar, munu væntanlega draga úr þessu vandamáli í framtíðinni.

Frekari fróðleikur á Vísndavefnum:

Mynd: University of Michigan Health System. Sótt 20. 5. 2009.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Virka svæfingar alltaf? Geta sjúklingar fundið fyrir sársauka ef eitthvað fer úrskeiðis í svæfingu?

Höfundur

svæfingalæknir, Landspítalinn háskólasjúkrahús

Útgáfudagur

22.5.2009

Spyrjandi

Steinunn Thorlacius

Tilvísun

Hjörtur Sigurðsson. „Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31831.

Hjörtur Sigurðsson. (2009, 22. maí). Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31831

Hjörtur Sigurðsson. „Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31831>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?
Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að geta ekki hreyft sig, og í minnihluta tilfella, finnur til sársauka.

Ekki er átt við að sjúklingur muni eftir tímanum á skurðstofu meðan verið er að undirbúa svæfingu, eða eftir að aðgerð er lokið og verið er að vekja hann, eða eftir aðgerðum sem gerðar eru í deyfingu, þar sem gefin eru róandi lyf með. Einnig er ekki átt við að sjúklingur muni eftir draumum.

Vitað er að meðvitund í svæfingu getur valdið sjúklingum verulegri andlegri vanlíðan, og jafnvel áfallastreituröskun síðar meir.



Sjúklingar geta komist til meðvitundar í svæfingu en það gerist afar sjaldan.

Í grein sem birtist 2006 og byggir á rannsóknum, sem voru birtar á árunum 1997-2004, nefna sérfræðingar á vegum Bandaríska svæfingalæknafélagsins að tíðni meðvitundar í svæfingu sé 0,1-0,2%. Tvær stórar nýlegar rannsóknir mátu tíðnina 0,023% og 0,0068% (1/4300 og 1/14000) á þeim sjúkrahúsum, þar sem rannsóknirnar voru framkvæmdar.

Talið er að meðvitund í svæfingu gerist oftar í svæfingum vegna sumra aðgerða, til dæmis vegna alvarlegra slysa, þar sem sjúklingur er hætt komin vegna blæðinga eða alvarlegra áverka og gjöf svæfingalyfja er takmörkuð til að halda uppi blóðþrýstingi (og halda sjúkling lifandi).

Einnig hafa verið nefndar svæfingar vegna keisaraskurða, þar sem svæfingarlæknar takmörkuðu lyfjagjöf í byrjun svæfingar, til að hafa sem minnst áhrif á fóstrið. Svæfingar við keisaraskurði hafa breyst, vegna þess að vandamálið er þekkt og áhyggjur af áhrifum á fóstrið sennilega óþarfar.

Loks hefur verið talinn aukin áhætta á meðvitund í svæfingu í hjartaaðgerðum, sérstaklega áður fyrr þegar eingöngu var svæft með morfín-skyldum lyfjum.

Nýleg tækniþróun sem gerir mönnum kleyft að mæla magn svæfingargasa í líkamanum, og tilkoma tækja sem ætlað er að meta dýpt svæfingar, munu væntanlega draga úr þessu vandamáli í framtíðinni.

Frekari fróðleikur á Vísndavefnum:

Mynd: University of Michigan Health System. Sótt 20. 5. 2009.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Virka svæfingar alltaf? Geta sjúklingar fundið fyrir sársauka ef eitthvað fer úrskeiðis í svæfingu?

...