Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari?Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. Efni hafa mismunandi varmaleiðni vegna þess að gerð atóma og kristalla er mismunandi.

Ryðfrítt stál hefur litla varmaleiðni miðað við flesta aðra málma en það er notað í potta og pönnur vegna annarra góðra eiginleika; það hefur mjög gott tæringarþol, mótanleika og kostar ekki mikið.
- Brown set of pots and pans on white table | www.yourbestdigs… | Flickr. (Sótt 26.10.2018). Fengin af síðunni Product Reviews of the Best Products | Your Best Digs. (Sótt 26.10.2018).
- Úr safni BJ.