kristall er fastefnis-hlutur með einkennandi efnisbyggingu og umlukinn samhverfum flötum sem skerast undir ákveðnum og einkennandi hornum.[1]Með „einkennandi efnisbyggingu“ er átt við kristalgrindina, hlutföll mismunandi atóma og uppröðun þeirra, sem er einkennandi fyrir hverja steind og Bragg-feðgarnir urðu fyrstir til að greina fyrir 100 árum (1. mynd). Það var hins vegar Daninn Nicolaus Steno (Niels Steensen 1638–1686) sem uppgötvaði árið 1669 að sambærilegir kristalfletir í mismunandi kvars-kristöllum mynda ævinlega sama horn sín á milli – þetta gildir fyrir kristalla allra steinda og nefnist ýmist Lögmál Stenós eða Fyrsta lögmál kristallafræðinnar.

1. mynd. Kristalgrind matarsalts, NaCl. Atómin (jónirnar) raðast í lög af hreinu Na+ (blátt) og Cl- (grænt), eða blöndu beggja, og Bragg-feðgum tókst að mæla fjarlægðina milli hinna ýmsu laga og ráða þannig bæði grindgerð kristalsins og stærð atómanna.

2. mynd. Óreiða eða entrópía (S) sem fall af hita (K, kelvin). Við alkul (0 K = -273°C) er S = 0. Fyrir vatn er bræðslumark = 273 K (0°C) og suðumark 373 K (100°C).

4. mynd. Granat-kristallar í amfíbólíti, basalti sem myndbreyst hefur við háan hita djúpt í jörðu. Dökku baugarnir kringum kristallana eru sneyddir í áli og kalsíni (hvítt feldspat) sem granatinn „tók til sín.“
Þegar við fyrir nokkrum árum sendum þessa fyrrum ókunnu, íslenzku steintegund til Vísindafélagsins í Kaupmannahöfn, var hún einnig samtímis send héðan til lærðra manna í öðrum ríkjum, einkum til sænskra vísindamanna. Þegar í stað var tekið að rannsaka hana og rita um hana, t.d. í ritum Akademísins sænska árið 1756. Ekki var hún rannsökuð af minna kappi í Danmörku, og er þeirri rannsókn enn haldið áfram.[5]Zeólítar – orðið merkir suðusteinar – eru flokkur margra steinda sem eru áberandi holufyllingar í tertíerum basaltlögum Íslands. Sumir þeirra kallast geislasteinar vegna útlits síns. Frægasti fundarstaður zeólíta er á Teigarhorni við Berufjörð. Auk þess að vera eftirsóttir skrautsteinar hafa zeólítar verið notaðir sem efnasíur, en einkum hafa þeir dugað vel hér á landi sem náttúrlegir hitamælar við jarðfræðikortlagningu. Frægastur og mikilvægastur allra íslenskra kristalla frá sjónarmiði vísindanna er þó silfurbergið, en svo nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur hefur skrifað um silfurberg og rannsóknir á því margar greinar á síðustu árum.[6] Silfurberg úr námu hjá Helgustöðum í Reyðarfirði var numið til útflutnings í 250 ár, frá miðri 17. öld. Danski læknirinn og vísindamaðurinn Rasmus Bartholin (1625-98) rannsakaði silfurberg fyrstur manna og lýsti tvíbroti í því í riti 1669. Tvíbrot þýðir það að kristallinn klýfur ljósið í tvo geisla með ólíkt ljósbrot. Uppgötvun Bartholins hrundi af stað rannsóknum vísindamanna um alla Evrópu sem varaði í 300 ár, á eðlisfræði ljóssins, í kristallafræði og fleiri greinum, og leiddi til smíði margra merkilegra mælitækja. Þeirra á meðal var Nicol-prisminn, sem Skotinn William Nicol (1770–1851) fann upp 1828 til að skauta ljós. Prisminn er gerður úr silfurbergi og var hjartað í margvíslegum vísindatækjum allt fram til um 1930 þegar ódýrari gerviefni, til dæmis Polaroid, leystu hann af hólmi að nokkru leyti. Sá mikilvægi atburður varð í Frakklandi árið 1795 að vísindamaður að nafni Abbé Haüy (1743-1822) missti silfurbergskristal á gólfið og hann brotnaði í 1000 mola. Þegar hann sópaði brotunum saman áttaði hann sig á því að stór brot og smá voru öll einslaga, og skynjaði þá að kristallinn – og kristallar allra steinda – eru samsettir úr „frum-einingum“ sem eru einkennandi fyrir hverja steind. Þessar „frum-einingar“ eru nú nefndar grindeiningar – minnsti hluti kristalgrindar sem hefur efnasamsetningu og samhverfu kristalsins alls. Silfurberg heitir á ensku Iceland spar, og sambærilegum heitum á fleiri tungumálum. Tilvísanir:
- ^ Crystal: A solid body having a characteristic internal structure and enclosed by symmetrically arranged plane surfaces, intersecting at definite and characteristic angles. (Random House Dictionary).
- ^ Jafnstórum kúlum má raða á tvo vegu þannig að holrými milli þeirra verði sem minnst, önnur röðunin nefnist kúbísk (tenings) þéttpökkun, hin hexagónal (sexhyrnd) þéttpökkun.
- ^ (Ca,Fe)3Al2Si3O12.
- ^ Rickwood, American Mineralogist 1981.
- ^ Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi.
- ^ Leó Kristjánsson, 2007. Úr sögu íslenska silfurbergsins. Náttúrufræðingurinn, 76. árg. nr. 1-2, bls. 37-48.
- NaCl.png - Wikimedia Commons. (Sótt 13. 1. 2016).
- Entropy Changes and the Third Law of Thermodynamics. (Sótt 13. 1. 2016).
- SnowflakesWilsonBentley.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 13. 1. 2016).
- Stories Written in Stone Online: Archives - Metamorphic Rocks II. (Sótt 13. 1. 2016).
- Cristales cueva de Naica.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 13. 1. 2016).