Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 65 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir?

Veðurfræðin er sú vísindagrein sem fjallar um ástand og eðli lofthjúpsins. Þessi grein rekur uppruna sinn til loka 19. aldar, þegar varmafræði og straumfræði voru orðnar nægilega þroskuð fræði til að menn teldu sig geta beitt þeim á lofthjúpinn. Lengi vel voru bættar veðurspár þungamiðja þróunar á þessu vísindasvi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?

Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?

Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er alkul?

Sjá svar Viðars Guðmundssonar við spurningunni: Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hitaþensla efna?

Til þess að einfalda svarið er best að líta á kristall málms, til dæmis járnkristall. Ímyndum okkur að við höfum reglulegan hreinan kristall úr járnatómum. Venjulegt járn er samsett úr mörgum slíkum einkristöllum sem þjappast saman, ásamt fjölda aðskotaatóma. Ef við lítum á eitt atóm í einkristallinum okkar er ...

category-iconEfnafræði

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?

Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?

Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?

Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...

category-iconEfnafræði

Hvað er neon?

Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?

Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki. Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig st...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?

Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...

Fleiri niðurstöður