Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður.

Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veggi og glugga á herberginu ef umhverfið er kaldara en herbergið eins og við eigum að venjast hér á norðurslóð. Hitinn í herberginu ákvarðast af því að þetta varmatap verður jafnmikið og varminn sem vatnið í ofnunum gefur frá sér.

Þegar við byrjum að hita loftið í herberginu eykst varmatapið út um yfirborð þess vegna þess að það er í beinu hlutfalli við mismuninn á innihita og útihita. Varmatap vatnsins er í beinu hlutfalli við mismuninn á hita vatnsins og hita loftsins utan við ofninn. Ef vatnið sem kemur inn á ofnana er áfram jafnheitt og streymi þess jafnmikið minnkar varmatap vatnsins þess vegna þegar loftið hitnar. Við sjáum af þessu að jafnvægi kemst á fyrr eða síðar þegar loftið hitnar, varmatap vatnsins minnkar og varmatapið út úr herberginu eykst.

Þegar lagnakerfi í húsum er hannað velja menn ofnstærðir og pípuvídd þannig að auðvelt sé að ná stofuhita (20-25 °C) við venjulegar aðstæður. En ef ofnakerfið væri stærra og öflugra og rennsli væri miklu meira gætum við líka hitað loftið miklu meira, en þó aldrei upp fyrir hita vatnsins.

Við gætum á sama hátt hugsað okkur að setja til dæmis 5 stiga heitt vatn inn á miðstöðvarofna í herbergi með svipuðu rennsli og þegar þeir eru notaðir til hitunar. Ef loftið úti er til dæmis 30 stiga gæti þetta leitt til þess að loftið í herberginu kólnaði um 5 stig og yrði 25 °C. Vatnið sem fór inn á ofnana hitnar þá í þeim í stað þess að kólna þegar um hitaveituvatn er að ræða.

Ástæðan til þess að þetta er yfirleitt ekki notað til loftkælingar þar sem hennar er þörf er sjálfsagt meðal annars sú að kælingin er ekki mikil. Það stafar fyrst og fremst af því að vatnið er ekki miklu kaldara en loftið. Við þurfum þá að hafa í huga að vatn í náttúrunni í heitari löndum er auðvitað heitara en hér og mundi því duga síður til kælingar en kalda vatnið (5 °C) sem reiknað var með í dæminu hér á undan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.6.2003

Spyrjandi

Sigurður Kári Árnason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3518.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 23. júní). Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3518

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3518>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?
Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður.

Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veggi og glugga á herberginu ef umhverfið er kaldara en herbergið eins og við eigum að venjast hér á norðurslóð. Hitinn í herberginu ákvarðast af því að þetta varmatap verður jafnmikið og varminn sem vatnið í ofnunum gefur frá sér.

Þegar við byrjum að hita loftið í herberginu eykst varmatapið út um yfirborð þess vegna þess að það er í beinu hlutfalli við mismuninn á innihita og útihita. Varmatap vatnsins er í beinu hlutfalli við mismuninn á hita vatnsins og hita loftsins utan við ofninn. Ef vatnið sem kemur inn á ofnana er áfram jafnheitt og streymi þess jafnmikið minnkar varmatap vatnsins þess vegna þegar loftið hitnar. Við sjáum af þessu að jafnvægi kemst á fyrr eða síðar þegar loftið hitnar, varmatap vatnsins minnkar og varmatapið út úr herberginu eykst.

Þegar lagnakerfi í húsum er hannað velja menn ofnstærðir og pípuvídd þannig að auðvelt sé að ná stofuhita (20-25 °C) við venjulegar aðstæður. En ef ofnakerfið væri stærra og öflugra og rennsli væri miklu meira gætum við líka hitað loftið miklu meira, en þó aldrei upp fyrir hita vatnsins.

Við gætum á sama hátt hugsað okkur að setja til dæmis 5 stiga heitt vatn inn á miðstöðvarofna í herbergi með svipuðu rennsli og þegar þeir eru notaðir til hitunar. Ef loftið úti er til dæmis 30 stiga gæti þetta leitt til þess að loftið í herberginu kólnaði um 5 stig og yrði 25 °C. Vatnið sem fór inn á ofnana hitnar þá í þeim í stað þess að kólna þegar um hitaveituvatn er að ræða.

Ástæðan til þess að þetta er yfirleitt ekki notað til loftkælingar þar sem hennar er þörf er sjálfsagt meðal annars sú að kælingin er ekki mikil. Það stafar fyrst og fremst af því að vatnið er ekki miklu kaldara en loftið. Við þurfum þá að hafa í huga að vatn í náttúrunni í heitari löndum er auðvitað heitara en hér og mundi því duga síður til kælingar en kalda vatnið (5 °C) sem reiknað var með í dæminu hér á undan....