Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?

Ármann Höskuldsson

Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafræði eldfjalla, jarðefnafræði gosbergs og eldfjallalofttegunda og síðast en ekki síst jarðefnafræði ísótópa. Öll þessi fög eiga við eldfjöll á einn eða annan hátt og því eru þeir sem stunda þessi vísindi eldfjallafræðingar.



Fyrsta skrefið í áttina að því að verða eldfjallafræðingur er að ljúka stúdentsprófi og hefja svo nám í háskóla. Í grunnnámi í háskóla er um tvær leiðir að velja, jarðfræði og jarðeðlisfræði. Að grunnámi loknu tekur við framhaldsnám en þá vandast málið aðeins, þar sem um mun fleiri leiðir er að velja en fyrr, eins og upptalningin hér að ofan ber með sér. Báðar leiðirnar sem mögulegar eru í grunnnámi eiga það sameiginlegt að hægt er að fara allar sérfræðileiðirnar að þeim loknum.

Hin síðari ár hefur verið byrjað á því að draga saman aðferðir sem hægt er að beita við rannsóknir á eldfjöllum. Því hafa sprottið upp við háskóla víða um heim hópar sem bjóða upp á nám í eldfjallafræði. Þetta er þó ekki að finna við alla háskóla í heiminum. Sterkastir hvað varðar rannsóknir á þessu sviði eru Háskóli Íslands auk háskóla í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Háskólar á Ítalíu og Spáni fylgja þar fast á eftir.

Í stuttu máli er leiðin frá lokum grunnskóla að því að verða eldfjallafræðingur því eftirfarandi:
  • Fyrst þarf að ljúka stúdentsprófi.
  • Þá er farið í grunnnám í háskóla sem er 3-4 ár.
  • Að því loknu tekur við meistaranám við háskóla sem býður upp á kennslu og rannsóknir á eldfjöllum, það tekur 2-3 ár.
  • Loks er farið í doktorsnám þar sem maður sérhæfir sig í einhverri grein eldfjallafræðinnar og tekur það 3-5 ár.
Það tekur því alls 8-12 ára háskólanám að verða fullnuma eldfjallafræðingur.

Mynd: Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

12.1.2005

Spyrjandi

Ríkharður Helgason, f. 1991

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4710.

Ármann Höskuldsson. (2005, 12. janúar). Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4710

Ármann Höskuldsson. „Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4710>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafræði eldfjalla, jarðefnafræði gosbergs og eldfjallalofttegunda og síðast en ekki síst jarðefnafræði ísótópa. Öll þessi fög eiga við eldfjöll á einn eða annan hátt og því eru þeir sem stunda þessi vísindi eldfjallafræðingar.



Fyrsta skrefið í áttina að því að verða eldfjallafræðingur er að ljúka stúdentsprófi og hefja svo nám í háskóla. Í grunnnámi í háskóla er um tvær leiðir að velja, jarðfræði og jarðeðlisfræði. Að grunnámi loknu tekur við framhaldsnám en þá vandast málið aðeins, þar sem um mun fleiri leiðir er að velja en fyrr, eins og upptalningin hér að ofan ber með sér. Báðar leiðirnar sem mögulegar eru í grunnnámi eiga það sameiginlegt að hægt er að fara allar sérfræðileiðirnar að þeim loknum.

Hin síðari ár hefur verið byrjað á því að draga saman aðferðir sem hægt er að beita við rannsóknir á eldfjöllum. Því hafa sprottið upp við háskóla víða um heim hópar sem bjóða upp á nám í eldfjallafræði. Þetta er þó ekki að finna við alla háskóla í heiminum. Sterkastir hvað varðar rannsóknir á þessu sviði eru Háskóli Íslands auk háskóla í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Háskólar á Ítalíu og Spáni fylgja þar fast á eftir.

Í stuttu máli er leiðin frá lokum grunnskóla að því að verða eldfjallafræðingur því eftirfarandi:
  • Fyrst þarf að ljúka stúdentsprófi.
  • Þá er farið í grunnnám í háskóla sem er 3-4 ár.
  • Að því loknu tekur við meistaranám við háskóla sem býður upp á kennslu og rannsóknir á eldfjöllum, það tekur 2-3 ár.
  • Loks er farið í doktorsnám þar sem maður sérhæfir sig í einhverri grein eldfjallafræðinnar og tekur það 3-5 ár.
Það tekur því alls 8-12 ára háskólanám að verða fullnuma eldfjallafræðingur.

Mynd: Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund....