Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...
Er hægt að setja sjálfstýringu í bíla?
Nú þegar er í bílum ýmiss konar sjálfvirkur búnaður sem kenna má við sjálfstýringu. Engu að síður væri tæknilega og fræðilega mögulegt að setja miklu meiri sjálfstýringar- og sjálfvirknibúnað í bíla en nú tíðkast. Jafnframt má greina skýra þróun bíla á markaði í þessa átt á undanförnum tveimur áratugum eða svo. ...
Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?
Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu. Svarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum...
Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...
Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?
Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þet...
Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Af hverju gefa kettir frá sér þetta einkennilega kjökur þegar þeir sjá bráð? Hvaða tilgangi þjónar það? Kattareigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveina...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?
Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...
Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?
Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:4...
Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...
Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...