Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu.
Svarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum geta svarað þeim á örfáum vikum. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að um 800 spurningar hafa borist á fimm fyrstu vikunum, eða um 160 á viku. Það er mikil vinna að flokka nýjar spurningar og ganga þokkalega frá þeim á vefnum. Við höfðum alltof lítinn mannafla til þess í upphafi en síðan hefur verið bætt úr því.
Við reynum að ganga á spurningarnar til svörunar eftir tímaröð en samning og frágangur svars tekur afar mislangan tíma eftir því hvernig tíma svarandans er háttað. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?
Spyrjandinn sem hér er verið að svara sendi inn nokkrar spurningar á öðrum degi vefsins, 30. janúar. Hann hefur verið óheppinn því að einungis einni af þeim hefur enn verið svarað. Við biðjum hann afsökunar á þessu og vonum að flestir sem sendu nokkrar spurningar inn svona snemma hafi fengið betri úrlausn. Við erum líka að athuga sérstaklega hvað líður svörum við spurningum Karls.
Við vonum einnig að gestir og spyrjendur kunni að meta það að svör berast þrátt fyrir allt nokkuð ört og eru nú um 130 alls. Við leggjum metnað okkar í að ný svör birtist helst á hverjum degi, jafnvel líka um helgar. En við reynum líka að vanda til svaranna og vonum að lesendur kunni að meta það.
Svo viljum við benda gestum okkar á þann kost að hafa samband við okkur beint með venjulegum tölvupósti sem birtist þá ekki á vefnum. Þannig geta menn rætt við okkur allt sem þeim liggur á hjarta um vefinn. Tölvupóstfangið er á nokkrum stöðum á vefsíðunum: ritstjorn@visindi.rhi.hi.is
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=181.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 5. mars). Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=181
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=181>.