Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. Þess má líka geta að við höfum haft í hyggju að gefa svörin eða úrval úr þeim út með einhverjum hætti, helst strax á næsta ári.
Spurningar til vefsins hafa verið margfalt fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Það hefur tekið tíma að byggja upp kerfi og verklag þannig að við getum ráðið við nógu margar spurningar. Núna gerum við okkur vonir um að svara 5-10 spurningum á dag.
Margar ástæður eru til þess að það tekur misjafnlega langan tíma að skila svörunum. Stundum er spurningin einföld og einhver tilbúinn að ganga strax í að semja svarið. Þá tekur þetta kannski bara nokkra daga. En stundum er spurningin snúin, snertir kannski grundvöll fræðigreinar eða jafnvel vísindanna í heild, og svo tekur auk þess tíma að finna mann til svars, og þá tekur svarið miklu lengri tíma. Þannig er hluti af svarinu við spurningunni um svarstímann einfaldlega sá að spurningarnar eru svo góðar!
Með bestu kveðju
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=97.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 15. febrúar). Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=97
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=97>.