Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?

JMH

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:
Af hverju gefa kettir frá sér þetta einkennilega kjökur þegar þeir sjá bráð? Hvaða tilgangi þjónar það?

Kattareigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveinandi. Með tíð og tíma er hægt að ráða í merkingu þessa mismunandi mjálms. Urrið, sem er dæmigert fyrir rándýr, er viðvörun og þá er best fyrir viðkomandi að koma sér í burtu því næsta skref kattarins er árás.

Eitt hljóð sem hefur vakið eftirtekt margra kattareigenda er gaggið (jek jek jek) sem kettir gefa frá sér þegar þeir horfa út um glugga á smáfugla. Þetta er skýrt dæmi um veiðieðli kattarins og löngun hans til að hremma bráðina. Gaggið táknar vonbrigði kattarins við því að geta ekki náð henni. Sama gagg má heyra utandyra þegar fuglinn flýgur of hátt og kötturinn nær honum ekki.

Heimildir: Fritzsche, Helga. 1985. Bókin um köttinn (í þýðingu Óskars Ingimarssonar). Setberg. Reykjavík.



Mynd: PBS

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.5.2003

Spyrjandi

Lilja Þorsteinsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3409.

JMH. (2003, 13. maí). Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3409

JMH. „Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3409>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:

Af hverju gefa kettir frá sér þetta einkennilega kjökur þegar þeir sjá bráð? Hvaða tilgangi þjónar það?

Kattareigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveinandi. Með tíð og tíma er hægt að ráða í merkingu þessa mismunandi mjálms. Urrið, sem er dæmigert fyrir rándýr, er viðvörun og þá er best fyrir viðkomandi að koma sér í burtu því næsta skref kattarins er árás.

Eitt hljóð sem hefur vakið eftirtekt margra kattareigenda er gaggið (jek jek jek) sem kettir gefa frá sér þegar þeir horfa út um glugga á smáfugla. Þetta er skýrt dæmi um veiðieðli kattarins og löngun hans til að hremma bráðina. Gaggið táknar vonbrigði kattarins við því að geta ekki náð henni. Sama gagg má heyra utandyra þegar fuglinn flýgur of hátt og kötturinn nær honum ekki.

Heimildir: Fritzsche, Helga. 1985. Bókin um köttinn (í þýðingu Óskars Ingimarssonar). Setberg. Reykjavík.



Mynd: PBS...