Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er vaninn að bera fram tvíhljóð. Dæmi:
langur með -a- en ekki -á-

lengi með -e- en ekki -ei-

töng með -ö- en ekki -au-

banki með -a- en ekki -á-

skenkja með -e- en ekki -ei-

hönk með -ö- en ekki -au-

Hins vegar er talað um vestfirska áherslu. Hún felst í því að áherslan liggur á forsetningu en ekki á atviksorði eins og vanalegast er þegar saman fara atviksorð, forsetning og fornafn. Dæmi:
Ég sá ekki framan ‘í hann með áherslu á forsetninguna í þar sem áherslan annars staðar á landinu væri á framan, það er ‘framan í hann.

Einhljóðaframburðurinn virðist samkvæmt rannsóknum á undanhaldi. Hann heyrist þó ennþá nokkuð á Vestfjörðum og í máli fólks sem flutt er brott til annarra staða, einkum eldra fólks. Vestfirska áherslan lifir góðu lífi víðast hvar á Vestfjörðum.

Mynd: Image:Vestfirðir.png. Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Bjarki Sigursveinsson.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.7.2006

Spyrjandi

Anna Rúnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6080.

Guðrún Kvaran. (2006, 24. júlí). Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6080

Guðrún Kvaran. „Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?
Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er vaninn að bera fram tvíhljóð. Dæmi:

langur með -a- en ekki -á-

lengi með -e- en ekki -ei-

töng með -ö- en ekki -au-

banki með -a- en ekki -á-

skenkja með -e- en ekki -ei-

hönk með -ö- en ekki -au-

Hins vegar er talað um vestfirska áherslu. Hún felst í því að áherslan liggur á forsetningu en ekki á atviksorði eins og vanalegast er þegar saman fara atviksorð, forsetning og fornafn. Dæmi:
Ég sá ekki framan ‘í hann með áherslu á forsetninguna í þar sem áherslan annars staðar á landinu væri á framan, það er ‘framan í hann.

Einhljóðaframburðurinn virðist samkvæmt rannsóknum á undanhaldi. Hann heyrist þó ennþá nokkuð á Vestfjörðum og í máli fólks sem flutt er brott til annarra staða, einkum eldra fólks. Vestfirska áherslan lifir góðu lífi víðast hvar á Vestfjörðum.

Mynd: Image:Vestfirðir.png. Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Bjarki Sigursveinsson....