Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?

Sævar Helgi Bragason

Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:40 og stendur yfir til klukkan 08:54.

Tunglmyrkvar geta aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. Þrátt fyrir þetta verða tunglmyrkvar þó ekki mánaðarlega því brautarslétta tunglsins og brautarslétta jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt fyrir neðan eða ofan tunglið.

Skuggi jarðar er tvískiptur og því eru til þrjár gerðir af tunglmyrkvum: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hálfskuggamyrkvar. Gerð myrkvans hverju sinni fer eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Alskugginn er dimmasti hluti jarðskuggans og þar sést sólin alls ekki. Hálfskugginn er hins vegar ekki eins dimmur en innan hans sést hluti sólar.



Ef tunglið fer alveg inn í alskuggann verður almyrkvi eins og í desember 2010. Ef aðeins hluti tunglsins fer í gegnum alskuggann fáum við svokallaðan deildarmyrkva. Oftast fer tunglið hins vegar aðeins inn í hálfskuggann og fáum við þá hálfskuggamyrkva. Þegar slíkur myrkvi á sér stað er enginn hluti tunglsins algjörlega skyggður.

Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður-Ameríku en líka vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á morgunhimninum í vestri. Seinast sást almyrkvi frá Íslandi aðfaranótt 21. febrúar 2008.

Tunglmyrkvinn 21. desember hefst þegar tunglið snertir hálfskugga jarðar klukkan 05:30 að íslenskum tíma. Hálfskugginn er daufur og því sést lítil sem engin breyting á tunglinu þegar þetta gerist. Það er í raun ekki fyrr en um 70% tunglsins eru komin inn í hálfskuggann að einhverjar birtubreytingar sjást. Hálfskuggamyrkvinn verður meira áberandi eftir því sem á líður.

Þegar tunglið byrjar að ganga inn í alskuggann, klukkan 06:32, hefst deildarmyrkvi. Deildarmyrkvinn er mun greinilegri. Snemma í deildarmyrkvanum sést greinilega að jörðin sem við byggjum er kúla. Jarðskugginn er augljóslega bogadreginn!

Deildarmyrkvinn varir í 68 mínútur. Klukkan 07:40 hefur tunglið í heild sinni færst inn í alskuggann og er þá almyrkvað. Lengd almyrkvans ræðst af því hvort tunglið ferðast beint í gegnum alskuggann eða ekki. Hraði tunglsins í gegnum skuggann er um 1 km á sekúndu svo almyrkvi getur mest staðið yfir í 1 klukkustund og 42 mínútur. Í þetta sinn stendur almyrkvinn yfir til klukkan 08:54 eða í 1 klukkustund og 14 mínútur.

Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig rauðleitan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. Frá yfirborði tunglsins sæi geimfari þunnan rauðan hring umlykja myrkvaða jörð – án efa tignarleg sjón.

Litur tunglsins við almyrkva er háður skýjum, ryki og mengun í lofthjúpi jarðar. Stundum hverfur tunglið nánast alveg vegna óhreininda í loftinu. Þegar Pínatúbófjall á Filippseyjum gaus í júní 1991 spúði það mikilli gjósku upp í efri hluta lofthjúpsins sem dreifðist yfir norðurhvelið næstu vikur og mánuði á eftir. Í almyrkva sem varð ári síðar varð tunglið kolsvart og grátt en ekki rauðleitt eins og við má búast að þessu sinni.

Að almyrkva loknum færist tunglið smám saman í austurátt á braut sinni í kringum jörðina. Ferlið endurtekur sig en nú í öfugri röð. Forgönguhvel tunglsins stingur sér út úr alskugganum og hefst þá deildarmyrkvi aftur. Þegar tunglið er allt komið út úr alskugganum hefst hálfskuggamyrkvi á ný. Smám saman færist myrkrið af tunglinu svo að lokum skín fullt tungl skært á himni eins og ekkert hefði í skorist.

Næst sést tunglmyrkvi frá Íslandi að ári liðnu, þann 10. desember 2011. Almyrkvinn hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrki verður sýnilegur þaðan þegar dimmir. Austast á landinu sést tunglið almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tímasetningar myrkvans eru fengnar úr Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2010.
  • Mynd: StarrySkies.com. Sótt 20.12.2010.


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi. Með textanum á Stjörnufræðivefnum er myndskeið af tunglmyrkvanum 21. desember búið til í forritunum Stellarium og iShowU og eru lesendur hvattir til að skoða það.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

20.12.2010

Spyrjandi

Alda Björk Egilsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2010, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57953.

Sævar Helgi Bragason. (2010, 20. desember). Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57953

Sævar Helgi Bragason. „Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2010. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?
Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:40 og stendur yfir til klukkan 08:54.

Tunglmyrkvar geta aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. Þrátt fyrir þetta verða tunglmyrkvar þó ekki mánaðarlega því brautarslétta tunglsins og brautarslétta jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt fyrir neðan eða ofan tunglið.

Skuggi jarðar er tvískiptur og því eru til þrjár gerðir af tunglmyrkvum: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hálfskuggamyrkvar. Gerð myrkvans hverju sinni fer eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Alskugginn er dimmasti hluti jarðskuggans og þar sést sólin alls ekki. Hálfskugginn er hins vegar ekki eins dimmur en innan hans sést hluti sólar.



Ef tunglið fer alveg inn í alskuggann verður almyrkvi eins og í desember 2010. Ef aðeins hluti tunglsins fer í gegnum alskuggann fáum við svokallaðan deildarmyrkva. Oftast fer tunglið hins vegar aðeins inn í hálfskuggann og fáum við þá hálfskuggamyrkva. Þegar slíkur myrkvi á sér stað er enginn hluti tunglsins algjörlega skyggður.

Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður-Ameríku en líka vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á morgunhimninum í vestri. Seinast sást almyrkvi frá Íslandi aðfaranótt 21. febrúar 2008.

Tunglmyrkvinn 21. desember hefst þegar tunglið snertir hálfskugga jarðar klukkan 05:30 að íslenskum tíma. Hálfskugginn er daufur og því sést lítil sem engin breyting á tunglinu þegar þetta gerist. Það er í raun ekki fyrr en um 70% tunglsins eru komin inn í hálfskuggann að einhverjar birtubreytingar sjást. Hálfskuggamyrkvinn verður meira áberandi eftir því sem á líður.

Þegar tunglið byrjar að ganga inn í alskuggann, klukkan 06:32, hefst deildarmyrkvi. Deildarmyrkvinn er mun greinilegri. Snemma í deildarmyrkvanum sést greinilega að jörðin sem við byggjum er kúla. Jarðskugginn er augljóslega bogadreginn!

Deildarmyrkvinn varir í 68 mínútur. Klukkan 07:40 hefur tunglið í heild sinni færst inn í alskuggann og er þá almyrkvað. Lengd almyrkvans ræðst af því hvort tunglið ferðast beint í gegnum alskuggann eða ekki. Hraði tunglsins í gegnum skuggann er um 1 km á sekúndu svo almyrkvi getur mest staðið yfir í 1 klukkustund og 42 mínútur. Í þetta sinn stendur almyrkvinn yfir til klukkan 08:54 eða í 1 klukkustund og 14 mínútur.

Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig rauðleitan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. Frá yfirborði tunglsins sæi geimfari þunnan rauðan hring umlykja myrkvaða jörð – án efa tignarleg sjón.

Litur tunglsins við almyrkva er háður skýjum, ryki og mengun í lofthjúpi jarðar. Stundum hverfur tunglið nánast alveg vegna óhreininda í loftinu. Þegar Pínatúbófjall á Filippseyjum gaus í júní 1991 spúði það mikilli gjósku upp í efri hluta lofthjúpsins sem dreifðist yfir norðurhvelið næstu vikur og mánuði á eftir. Í almyrkva sem varð ári síðar varð tunglið kolsvart og grátt en ekki rauðleitt eins og við má búast að þessu sinni.

Að almyrkva loknum færist tunglið smám saman í austurátt á braut sinni í kringum jörðina. Ferlið endurtekur sig en nú í öfugri röð. Forgönguhvel tunglsins stingur sér út úr alskugganum og hefst þá deildarmyrkvi aftur. Þegar tunglið er allt komið út úr alskugganum hefst hálfskuggamyrkvi á ný. Smám saman færist myrkrið af tunglinu svo að lokum skín fullt tungl skært á himni eins og ekkert hefði í skorist.

Næst sést tunglmyrkvi frá Íslandi að ári liðnu, þann 10. desember 2011. Almyrkvinn hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrki verður sýnilegur þaðan þegar dimmir. Austast á landinu sést tunglið almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tímasetningar myrkvans eru fengnar úr Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2010.
  • Mynd: StarrySkies.com. Sótt 20.12.2010.


Þetta svar er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi. Með textanum á Stjörnufræðivefnum er myndskeið af tunglmyrkvanum 21. desember búið til í forritunum Stellarium og iShowU og eru lesendur hvattir til að skoða það....