Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana?Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauðfjárbeit og féð sér um að halda lúpínunni þar niðri. Lúpínan sáir sér vitanlega út fyrir girðinguna en þar sem kindurnar éta smáplönturnar jafnóðum, halda þær lúpínunni frá beitilandinu Meira er hægt að lesa um þetta í svari Bryndísar Marteinsdóttur við spurningunni Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu? Þar kemur meðal annars fram að eitruð beiskjuefni í lúpínunni gera hana nokkuð óhentuga til beitar en jurtin er þó næringarrík og þess vegna sækir sauðfé í hana. Enn fremur segir í svari Bryndísar:
Ef lúpína er of stórt hlutfall af fæðu sauðfjár hefur það neikvæð áhrif. Rannsóknir unnar hér á landi hafa til dæmis sýnt að of mikil lúpína í fæðu truflar vambastarfsemi sauðfjár og gerir það jafnvel að verkum að sauðfé hættir að nærast. Nýgræðingar lúpínunnar eru aftur á móti með minna magn eiturefna og er sauðfé sólgið í þá. Áhrif þessa má oft sjá þegar borin eru saman svæði innan og utan beitargirðingar, lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, eru engar plöntur að sjá.
- Atli B.
- the lupina don´t dare to go to the country side | Atli Egilsson | Flickr. (Sótt 22.06.2023).