Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á?Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni oft spenntir eftir geimförum frá jörðinni þar sem ferskir ávextir og grænmeti eru með í för. Að sama skapi eru fersk epli kærkomin fyrir geimfara sem eru nýlentir á jörðinni.

Stuttu eftir lendingu Soyuz TMA-13M, 10. nóvember 2014, en geimfararnir þrír vörðu 5 mánuðum í alþjóðlegu geimstöðinni. Á þessari mynd sést þó ekki glitta í loðfeldi né epli.
- Space.com - For Returning Space Flyers, a Fur Chair and an Apple. (Skoðað 04.07.2015).
- Space food - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 04.07.2015).
- International Space Station: Food - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 04.07.2015).
- Expedition 41 Soyuz TMA-13M Landing | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er NASA HQ Photo. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 08.07.2015).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.