Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Sveinn Hallgrímsson



Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þetta eru spurningar sem margir spyrja sig og hér á eftir verður reynt að svara þeim, eftir því sem unnt er.

Til eru margar sögur af forystufé og hvernig þessir gripir hafa bjargað mönnum og fénaði við erfiðar aðstæður á umliðnum öldum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessar sagnir væri hægt að fara á bókasafnið og fá lánaða bókina Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Þar eru margar sögur af forystufé eins og þær eru skráðar af ýmsum höfundum, en Ásgeir safnaði sögunum saman.

Hvers vegna er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum löndum?

Ekki eru nein óyggjandi svör við þessari spurningu. Því mætti gera skóna að ein af ástæðum þess sé að það var þörf fyrir þennan eiginleika hjá íslensku fé, við íslenskar aðstæður. Til dæmis hafa gamlir bændur sagt að vissir eiginleikar forystufjár hafi verið mjög verðmætir. Má þar til dæmis nefna hæfileikann til að finna á sér veðrabrigði, sem var mjög verðmætur í beitarbúskap fyrri tíma. Sömuleiðis eiginleikinn að rata og leiða hópinn í óveðrum, myrkri, þoku og stórhríðarbyl.

Eiginleikar forystufjár. Forystufé sýnir einkum eftirfarandi eiginleika:

Fer fyrir hóp. Forystufé hefur þann hæfileika að vilja vera í forystu í fjárhópnum, ganga fyrst og stjórna hraðanum. Það leiðir hópinn og ryður brautina, til dæmis í vondum veðrum og ófærð. Til eru margar sögur sem sýna þennan hæfileika forystufjár (sjá til dæmis Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, 1953). Ein frægasta sagan um forystufé er sagan af Tungukots-Móra, sjá ofannefnda bók, bls. 133.

Styggð. Annar eiginleiki forystufjárins er sá að það er yfirleitt mjög styggt. Þessi eiginleiki er þó öðruvísi hjá forystufé en öðru fé. Forystuféð er styggt þar til maður nær því eða króar það af. Þegar svo er komið, eða fjármaðurinn hefur náð taki á forystukindinni, verður hún oftast stillt og stendur kyrr. Þessu er oftast öfugt farið með venjulegar kindur. Þær streitast á móti enda þótt fjármaðurinn hafi náð taki á þeim. Þekkja má forystukind á því að þegar fjármaðurinn hefur náð henni og heldur í horn hennar, eða ullina á hálsi, á hann að geta snúið sér fyrirhafnarlítið í hring. Forystukindin fylgir honum, en það gerir venjuleg kind ekki.

Þekkjast í hóp. Oft er hægt að sjá hvaða kindur eru forystukindur þegar horft er yfir hópinn. Þær eru yfirleitt hávaxnari og þunnbyggðari með kvikara og „gáfulegra“ augnaráð. Oft virðast þær fylgjast með hreyfingum manna í kring og eru meira á varðbergi en venjulegar kindur. Þetta er einkenni sem ekki allir geta greint, en er nokkuð sem góðir eða vanir fjármenn sjá.

Litur forystufjár. Mjög oft eru forystukindur mislitar, en þó er það ekki algilt. Við lauslega athugun á lit forystukinda sem sögur eru sagðar af í fyrrnefndri bók Ásgeirs frá Gottorp fékkst eftirfarandi niðurstaða: mislitar 166 á móti 12 hvítum. Lárus G. Birgisson búfræðikandídat gerði athuganir á lit forystufjár og var niðurstaða hans sú að mislitar voru 815 á móti 45 hvítum. Langflestar mislitu forystukindurnar eru tvílitar.

Byggingarlag. Forystukindur eru alltaf þunnbyggðar og háfættar, með langan háls og oftast ullarrýrar. Talið er að þær safni lítilli fitu og ekki er kjötsöfnun fyrir að fara. Þetta getur þó verið afleiðing af virkni þeirra og að þessi eiginleiki sé arfbundinn og tengdur forystuhæfileikanum. Til er vísbending um þetta úr tilraunum, enda þótt erfitt sé að fullyrða að svo sé.

Hornafar. Í frásögnum í Forystufé eru flestar forystukindurnar hyrndar. Lárus G. Birgisson (1994), sem áður er vitnað til, gerði athugun á þessu atriði. Hann fékk eftirfarandi niðurstöðu:
tvíhyrnt128189%
ferhyrnt292%
þríhyrnt20%
hnýflótt302%
kollótt1067%
Veðurspárhæfileiki. Enn einn eiginleiki forystufjár er hæfileikinn til þess að spá fyrir um veður. Til eru margar sögur af þeim hæfileika og birtist hann á ýmsa vegu. Skulu hér nefnd nokkur dæmi um hegðun fjárins sem gáfu til kynna þessa hæfileika.
  • Vildu ekki yfirgefa fjárhúsin. Margar frásagnir eru um að slíkt hafi gerst. Ein frásögnin er af Skarðshamra-Móra:
    En nú skeður það óvenjulega. Þegar fjármaður ætlar að reka af stað, er Móri horfinn. Eftir nokkra leit finnur hann (sauðamaðurinn, innsk. höf) sauðinn í húsinu, innst í króarhorni, en dyrnar höfðu staðið opnar. Þaðan vill hann sig hvergi hræra.
    Seinna þennan dag brast á óveður. (Á. J. bls. 158).
  • Una ekki á beit, vilja heim. Ein sagan hjá Ásgeiri í bókinni Forystufé segir frá Forystu-Grána (bls. 172). Hann var kominn á beitarsvæðið en
    ...hann stóð og hímdi mjög lotlegur, þótt maðurinn væri öðru hverju að reka hann til og reyna að fá hann til að bíta. En þær tilraunir urðu án árangurs.
    Seinna þennan dag brast á með aftaka veðri og urðu víða miklir fjárskaðar.
  • Vildi í öfuga átt undan væntanlegri óveðursátt. Í sögunni um Forystu-Grána (bls. 171, Á. J.) segir eftirfarandi:
    Gráni tók þegar forystuna í vindáttina norður frá húsunum. En það líkaði sauðamanni ekki og vildi beina hópnum í öfuga átt, bölvaði óþægðinni í Grána og henti í bræði sinni göngustaf sínum fram fyrir sauðinn, sem þegar hrökk við og beygði til baka.
    Ef Gráni hefði fengið að ráða hefði féð getað farið undan vindi eftir að óveðrið skall á. Þess í stað þurfti fjármaðurinn að reka féð á móti vindinum með ærinni fyrirhöfn og margar ærnar gáfust upp.
Enginn vafi leikur á verðmæti forystukinda fyrir sauðfjárrækt fyrri tíma. Einkum var það vegna veðurspárhæfileikans og forystuhæfileikans sem var mikilvægur við rekstur fjár, sérstaklega þegar óveður skall skyndilega á. Þá gátu þessir hæfileikar komið bæði mönnum og skepnum til bjargar.

Til frekari fróðleiks má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Heimildir:
  • Ásgeir Jónsson frá Gottorp, 1953. Forystufé. Búnaðarfélag Íslands, Reykjavík, 336 bls.
  • Lárus G. Birgisson 1994. „Forystufé á Íslandi“. Sauðfjárræktin 12: 175 - 212.

Efri mynd: bondi.is

Neðri mynd: Íslenska kindin

Höfundur

Dr. Scient., lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Útgáfudagur

27.3.2003

Spyrjandi

Ingveldur Geirsdóttir

Tilvísun

Sveinn Hallgrímsson. „Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3284.

Sveinn Hallgrímsson. (2003, 27. mars). Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3284

Sveinn Hallgrímsson. „Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3284>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?



Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þetta eru spurningar sem margir spyrja sig og hér á eftir verður reynt að svara þeim, eftir því sem unnt er.

Til eru margar sögur af forystufé og hvernig þessir gripir hafa bjargað mönnum og fénaði við erfiðar aðstæður á umliðnum öldum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessar sagnir væri hægt að fara á bókasafnið og fá lánaða bókina Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Þar eru margar sögur af forystufé eins og þær eru skráðar af ýmsum höfundum, en Ásgeir safnaði sögunum saman.

Hvers vegna er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum löndum?

Ekki eru nein óyggjandi svör við þessari spurningu. Því mætti gera skóna að ein af ástæðum þess sé að það var þörf fyrir þennan eiginleika hjá íslensku fé, við íslenskar aðstæður. Til dæmis hafa gamlir bændur sagt að vissir eiginleikar forystufjár hafi verið mjög verðmætir. Má þar til dæmis nefna hæfileikann til að finna á sér veðrabrigði, sem var mjög verðmætur í beitarbúskap fyrri tíma. Sömuleiðis eiginleikinn að rata og leiða hópinn í óveðrum, myrkri, þoku og stórhríðarbyl.

Eiginleikar forystufjár. Forystufé sýnir einkum eftirfarandi eiginleika:

Fer fyrir hóp. Forystufé hefur þann hæfileika að vilja vera í forystu í fjárhópnum, ganga fyrst og stjórna hraðanum. Það leiðir hópinn og ryður brautina, til dæmis í vondum veðrum og ófærð. Til eru margar sögur sem sýna þennan hæfileika forystufjár (sjá til dæmis Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, 1953). Ein frægasta sagan um forystufé er sagan af Tungukots-Móra, sjá ofannefnda bók, bls. 133.

Styggð. Annar eiginleiki forystufjárins er sá að það er yfirleitt mjög styggt. Þessi eiginleiki er þó öðruvísi hjá forystufé en öðru fé. Forystuféð er styggt þar til maður nær því eða króar það af. Þegar svo er komið, eða fjármaðurinn hefur náð taki á forystukindinni, verður hún oftast stillt og stendur kyrr. Þessu er oftast öfugt farið með venjulegar kindur. Þær streitast á móti enda þótt fjármaðurinn hafi náð taki á þeim. Þekkja má forystukind á því að þegar fjármaðurinn hefur náð henni og heldur í horn hennar, eða ullina á hálsi, á hann að geta snúið sér fyrirhafnarlítið í hring. Forystukindin fylgir honum, en það gerir venjuleg kind ekki.

Þekkjast í hóp. Oft er hægt að sjá hvaða kindur eru forystukindur þegar horft er yfir hópinn. Þær eru yfirleitt hávaxnari og þunnbyggðari með kvikara og „gáfulegra“ augnaráð. Oft virðast þær fylgjast með hreyfingum manna í kring og eru meira á varðbergi en venjulegar kindur. Þetta er einkenni sem ekki allir geta greint, en er nokkuð sem góðir eða vanir fjármenn sjá.

Litur forystufjár. Mjög oft eru forystukindur mislitar, en þó er það ekki algilt. Við lauslega athugun á lit forystukinda sem sögur eru sagðar af í fyrrnefndri bók Ásgeirs frá Gottorp fékkst eftirfarandi niðurstaða: mislitar 166 á móti 12 hvítum. Lárus G. Birgisson búfræðikandídat gerði athuganir á lit forystufjár og var niðurstaða hans sú að mislitar voru 815 á móti 45 hvítum. Langflestar mislitu forystukindurnar eru tvílitar.

Byggingarlag. Forystukindur eru alltaf þunnbyggðar og háfættar, með langan háls og oftast ullarrýrar. Talið er að þær safni lítilli fitu og ekki er kjötsöfnun fyrir að fara. Þetta getur þó verið afleiðing af virkni þeirra og að þessi eiginleiki sé arfbundinn og tengdur forystuhæfileikanum. Til er vísbending um þetta úr tilraunum, enda þótt erfitt sé að fullyrða að svo sé.

Hornafar. Í frásögnum í Forystufé eru flestar forystukindurnar hyrndar. Lárus G. Birgisson (1994), sem áður er vitnað til, gerði athugun á þessu atriði. Hann fékk eftirfarandi niðurstöðu:
tvíhyrnt128189%
ferhyrnt292%
þríhyrnt20%
hnýflótt302%
kollótt1067%
Veðurspárhæfileiki. Enn einn eiginleiki forystufjár er hæfileikinn til þess að spá fyrir um veður. Til eru margar sögur af þeim hæfileika og birtist hann á ýmsa vegu. Skulu hér nefnd nokkur dæmi um hegðun fjárins sem gáfu til kynna þessa hæfileika.
  • Vildu ekki yfirgefa fjárhúsin. Margar frásagnir eru um að slíkt hafi gerst. Ein frásögnin er af Skarðshamra-Móra:
    En nú skeður það óvenjulega. Þegar fjármaður ætlar að reka af stað, er Móri horfinn. Eftir nokkra leit finnur hann (sauðamaðurinn, innsk. höf) sauðinn í húsinu, innst í króarhorni, en dyrnar höfðu staðið opnar. Þaðan vill hann sig hvergi hræra.
    Seinna þennan dag brast á óveður. (Á. J. bls. 158).
  • Una ekki á beit, vilja heim. Ein sagan hjá Ásgeiri í bókinni Forystufé segir frá Forystu-Grána (bls. 172). Hann var kominn á beitarsvæðið en
    ...hann stóð og hímdi mjög lotlegur, þótt maðurinn væri öðru hverju að reka hann til og reyna að fá hann til að bíta. En þær tilraunir urðu án árangurs.
    Seinna þennan dag brast á með aftaka veðri og urðu víða miklir fjárskaðar.
  • Vildi í öfuga átt undan væntanlegri óveðursátt. Í sögunni um Forystu-Grána (bls. 171, Á. J.) segir eftirfarandi:
    Gráni tók þegar forystuna í vindáttina norður frá húsunum. En það líkaði sauðamanni ekki og vildi beina hópnum í öfuga átt, bölvaði óþægðinni í Grána og henti í bræði sinni göngustaf sínum fram fyrir sauðinn, sem þegar hrökk við og beygði til baka.
    Ef Gráni hefði fengið að ráða hefði féð getað farið undan vindi eftir að óveðrið skall á. Þess í stað þurfti fjármaðurinn að reka féð á móti vindinum með ærinni fyrirhöfn og margar ærnar gáfust upp.
Enginn vafi leikur á verðmæti forystukinda fyrir sauðfjárrækt fyrri tíma. Einkum var það vegna veðurspárhæfileikans og forystuhæfileikans sem var mikilvægur við rekstur fjár, sérstaklega þegar óveður skall skyndilega á. Þá gátu þessir hæfileikar komið bæði mönnum og skepnum til bjargar.

Til frekari fróðleiks má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Heimildir:
  • Ásgeir Jónsson frá Gottorp, 1953. Forystufé. Búnaðarfélag Íslands, Reykjavík, 336 bls.
  • Lárus G. Birgisson 1994. „Forystufé á Íslandi“. Sauðfjárræktin 12: 175 - 212.

Efri mynd: bondi.is

Neðri mynd: Íslenska kindin...