Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust
Hvernig get ég stökkbreyst?
Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...
Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?
Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæð...
Hver er uppruni orðsins kúrbítur?
Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...
Hvað er Kínamúrinn mörg hænufet?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hversu langt hænufetið er, og í lok svarsins verður gert ráð fyrir að það sé 3 cm. Hitt er svo annað mál að hænur geta tekið löng skref, til dæmis þegar þær hlaupa hratt og eru að flýta sér, þær geta meira að segja lyft sér aðeins á loft með vængjunum þó að þær fljúgi ekk...
Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...
Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?
Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir man...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...
Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?
Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?
Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...
Hvað er diffrun og hvernig get ég notað hana í rekstri?
Diffrun er hugtak úr stærðfræði. Orðið diffrun er nýyrði eða tökuorð, náskylt difference í ensku sem þýðir mismunur. Diffrun er hluti af því sem stundum er kallað örsmæðareikningur (calculus á ensku). Henni er til dæmis beitt ef við höfum ákveðna stærð sem verður fyrir áhrifum af annarri og viljum sjá hvernig sú f...
Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?
Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...
Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?
Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...
Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...