Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Santería?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La Regla Lucumi og Aborisha.

Yoruba-trú er upprunnin hjá Yoruba-fólkinu sem kom til Nígeríu fyrir rúmum 1000 árum en barst þaðan til Kúbu og annarra eyja í Karíbahafi á 18. og 19. öld með þrælum frá Afríku. Þegar þrælasalan var í hámarki, frá 1840 til 1870, var meira en þriðjungur afrískra þræla sem fluttir voru til Kúbu af Yoruba-ættbálknum. Á Kúbu var kaþólsk kirkja og að jafnaði voru þrælarnir skírðir til kristni við komuna þangað. Mörgum þeirra tókst þó að halda í sína gömlu trú með því að flétta hana saman við kristni þannig að kaþólskir dýrlingar runnu saman við orisha, anda úr Yoruba-trú. Úr þessu þróaðist svo Santería.

Santería varð einnig fyrir áhrifum frá svokölluðum Kardecisma sem er andatrú kennd við franska verkfræðinginn Allan Kardec og varð vinsæl á eyjum Karíbahafs upp úr miðri 19. öld. Þrátt fyrir sterk áhrif kaþólsku og Kardecisma er Santería í eðli sínu afrísk Yoruba-trúarbrögð. Guðirnir úr Yoruba eru til staðar og tónlist, dans, bænir og aðrar hefðir hafa haldið sér.

Santería mætti framan af mikilli andstöðu af hálfu stjórnvalda á Kúbu, enda var kaþólska kirkjan eina löglega trúfélagið á þessum tíma, og var iðkun Santeríu ólögleg þar til á 4. áratug 20. aldar. Eftir byltinguna á Kúbu 1959 var iðkun Santeríu haldið niðri um tíma en það breyttist síðan og vegur hennar hefur aukist talsvert frá því um 1990.

Santería byggist ekki á ákveðnu trúarriti heldur á munnlegri hefð. Samkvæmt trúnni er heimurinn skapaður af Guði sem ýmist er kallaður Dios, Olodumare, Olorun eða Olofi. Þessi guð skapaði einnig orisha, dýrlingana, sem trúariðkunin snýst hvað mest um. Orisha eru í senn náttúruöfl, verndarar ýmissa þátta mannlegs lífs og ýktar persónugerðir. Að auki gegna andar framliðinna miklu hlutverki í Santeríu. Þeir halda nánum tengslum við afkomendur sína og þeim er sýnd lotning þótt þeir teljist ekki jafn mikilvægir og orisha. Orka, nefnd ache, streymir frá Olodumare gegnum orisha og anda framliðinna út í heiminn. Hverjum orisha tengist meðal annars kaþólskur dýrlingur, ákveðin tala, litur, matur og dansstaða. Dýrum er fórnað til handa orisha-dýrlingunum, aðallega hænsnum.

Olodumare ákveður hverjum manni örlög fyrir fæðingu. Hann gleymir svo þessum örlögum sínum um leið og hann fæðist en prestar geta með ákveðnum aðferðum skoðað örlögin. Karlkyns prestar eru kallaðir santeros eða babalochas og kvenkyns prestar santeras eða lyalochas. Santería hefur ekki svo mikið að segja um líf eftir dauðann en flestir sem eru santeríu-trúar trúa á einhvers konar endurholdgun sem felur í sér þróun sálarinnar.

Nákvæmar upplýsingar um trúariðkun liggja almennt ekki á lausu. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fólk vígist inn í trúna áður en það fær upplýsingar um slíka hluti. Helstu trúarsamkomurnar nefnast bembe og skiptast í tvennt: særingar á framliðnum forfeðrum og orisha, og nærveru orisha meðal safnaðarins. Særingin felur í sér bænir, söng og hljóðfæraslátt. Meðlimir safnaðarins dansa svo og líkja eftir persónugerð einhvers orisha í því skyni að fá hann til að koma og taka sér bólfestu í líkama prestanna. Prestur sem verður andsetinn er klæddur í fatnað sem á við viðkomandi orisha og á svo viðeigandi samskipti við safnaðarmeðlimi – talar við þá, huggar, læknar eða mælir með að eitthvað sérstakt sé gert. Að lokum hverfa svo orisha og prestarnir sitja eftir án þess að muna hvað þeir hafi tekið sér fyrir hendur.

Mikil áhersla er lögð á lækningar og að lina mannlegar þjáningar en þær eru gjarnan taldar eiga rætur sínar að rekja til vandamála í samskiptum milli fólks eða við framliðna forfeður og orisha. Úr slíkum málum er leyst með því að lesa í ýmis tákn í því skyni að greina vandann og út frá því eru svo gefin ráð um fórnir til framliðinna eða orisha eða aðrar leiðir til úrlausnar.

Santería hefur breiðst út utan Kúbu aðallega vegna fólks sem flúið hefur þaðan eftir byltinguna 1959. Santería hefur þannig borist til Bandaríkjanna og er nú iðkuð af ýmsum öðrum en fólki af kúbverskum uppruna. Santería er einnig iðkuð í fleiri ríkjum í Karíbahafi, svo sem Púertó Ríkó og Dóminíkanska lýðveldinu, auk ríkja í Suður- og Mið-Ameríku og í Evrópu.

Áreiðanlegar tölur um fjölda Santeríu-iðkenda eru á reiki. Talað er um allt frá 3 milljónum á Kúbu til 7,7 milljóna sem eru 70% landsmanna þar. Fyrir Bandaríkin má finna tölur allt frá 22 þúsund upp í 800 þúsund.

Heimildir
  • George Brandon (2001), "Santeria," Stephen D. Glazier (ritstj.), Encyclopedia of African and African-American Religions, New York/London: Routledge, bls. 285-289.
  • Religioustolerance.org
  • Adherents.com

Mynd:

Folklore and Folklife at the University of Pennsylvania

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

22.10.2002

Spyrjandi

Sólveig Sigurbjörnsdóttir
f. 1985

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er Santería?“ Vísindavefurinn, 22. október 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2807.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 22. október). Hvað er Santería? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2807

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er Santería?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2807>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La Regla Lucumi og Aborisha.

Yoruba-trú er upprunnin hjá Yoruba-fólkinu sem kom til Nígeríu fyrir rúmum 1000 árum en barst þaðan til Kúbu og annarra eyja í Karíbahafi á 18. og 19. öld með þrælum frá Afríku. Þegar þrælasalan var í hámarki, frá 1840 til 1870, var meira en þriðjungur afrískra þræla sem fluttir voru til Kúbu af Yoruba-ættbálknum. Á Kúbu var kaþólsk kirkja og að jafnaði voru þrælarnir skírðir til kristni við komuna þangað. Mörgum þeirra tókst þó að halda í sína gömlu trú með því að flétta hana saman við kristni þannig að kaþólskir dýrlingar runnu saman við orisha, anda úr Yoruba-trú. Úr þessu þróaðist svo Santería.

Santería varð einnig fyrir áhrifum frá svokölluðum Kardecisma sem er andatrú kennd við franska verkfræðinginn Allan Kardec og varð vinsæl á eyjum Karíbahafs upp úr miðri 19. öld. Þrátt fyrir sterk áhrif kaþólsku og Kardecisma er Santería í eðli sínu afrísk Yoruba-trúarbrögð. Guðirnir úr Yoruba eru til staðar og tónlist, dans, bænir og aðrar hefðir hafa haldið sér.

Santería mætti framan af mikilli andstöðu af hálfu stjórnvalda á Kúbu, enda var kaþólska kirkjan eina löglega trúfélagið á þessum tíma, og var iðkun Santeríu ólögleg þar til á 4. áratug 20. aldar. Eftir byltinguna á Kúbu 1959 var iðkun Santeríu haldið niðri um tíma en það breyttist síðan og vegur hennar hefur aukist talsvert frá því um 1990.

Santería byggist ekki á ákveðnu trúarriti heldur á munnlegri hefð. Samkvæmt trúnni er heimurinn skapaður af Guði sem ýmist er kallaður Dios, Olodumare, Olorun eða Olofi. Þessi guð skapaði einnig orisha, dýrlingana, sem trúariðkunin snýst hvað mest um. Orisha eru í senn náttúruöfl, verndarar ýmissa þátta mannlegs lífs og ýktar persónugerðir. Að auki gegna andar framliðinna miklu hlutverki í Santeríu. Þeir halda nánum tengslum við afkomendur sína og þeim er sýnd lotning þótt þeir teljist ekki jafn mikilvægir og orisha. Orka, nefnd ache, streymir frá Olodumare gegnum orisha og anda framliðinna út í heiminn. Hverjum orisha tengist meðal annars kaþólskur dýrlingur, ákveðin tala, litur, matur og dansstaða. Dýrum er fórnað til handa orisha-dýrlingunum, aðallega hænsnum.

Olodumare ákveður hverjum manni örlög fyrir fæðingu. Hann gleymir svo þessum örlögum sínum um leið og hann fæðist en prestar geta með ákveðnum aðferðum skoðað örlögin. Karlkyns prestar eru kallaðir santeros eða babalochas og kvenkyns prestar santeras eða lyalochas. Santería hefur ekki svo mikið að segja um líf eftir dauðann en flestir sem eru santeríu-trúar trúa á einhvers konar endurholdgun sem felur í sér þróun sálarinnar.

Nákvæmar upplýsingar um trúariðkun liggja almennt ekki á lausu. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fólk vígist inn í trúna áður en það fær upplýsingar um slíka hluti. Helstu trúarsamkomurnar nefnast bembe og skiptast í tvennt: særingar á framliðnum forfeðrum og orisha, og nærveru orisha meðal safnaðarins. Særingin felur í sér bænir, söng og hljóðfæraslátt. Meðlimir safnaðarins dansa svo og líkja eftir persónugerð einhvers orisha í því skyni að fá hann til að koma og taka sér bólfestu í líkama prestanna. Prestur sem verður andsetinn er klæddur í fatnað sem á við viðkomandi orisha og á svo viðeigandi samskipti við safnaðarmeðlimi – talar við þá, huggar, læknar eða mælir með að eitthvað sérstakt sé gert. Að lokum hverfa svo orisha og prestarnir sitja eftir án þess að muna hvað þeir hafi tekið sér fyrir hendur.

Mikil áhersla er lögð á lækningar og að lina mannlegar þjáningar en þær eru gjarnan taldar eiga rætur sínar að rekja til vandamála í samskiptum milli fólks eða við framliðna forfeður og orisha. Úr slíkum málum er leyst með því að lesa í ýmis tákn í því skyni að greina vandann og út frá því eru svo gefin ráð um fórnir til framliðinna eða orisha eða aðrar leiðir til úrlausnar.

Santería hefur breiðst út utan Kúbu aðallega vegna fólks sem flúið hefur þaðan eftir byltinguna 1959. Santería hefur þannig borist til Bandaríkjanna og er nú iðkuð af ýmsum öðrum en fólki af kúbverskum uppruna. Santería er einnig iðkuð í fleiri ríkjum í Karíbahafi, svo sem Púertó Ríkó og Dóminíkanska lýðveldinu, auk ríkja í Suður- og Mið-Ameríku og í Evrópu.

Áreiðanlegar tölur um fjölda Santeríu-iðkenda eru á reiki. Talað er um allt frá 3 milljónum á Kúbu til 7,7 milljóna sem eru 70% landsmanna þar. Fyrir Bandaríkin má finna tölur allt frá 22 þúsund upp í 800 þúsund.

Heimildir
  • George Brandon (2001), "Santeria," Stephen D. Glazier (ritstj.), Encyclopedia of African and African-American Religions, New York/London: Routledge, bls. 285-289.
  • Religioustolerance.org
  • Adherents.com

Mynd:

Folklore and Folklife at the University of Pennsylvania...