Stökkbreytingar í erfðaefni lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Stundum verða stökkbreytingar þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum. Einnig geta stökkbreytingar í frumum orðið fyrir áhrif ytri geislunar eða sérstakra utanaðkomandi efna. Í afþreyingarmenningu er stundum fjallað um stökkbreytingar á erfðaefni vegna geislunar. Til dæmis er stökkbreyting ofurhetjunnar og græna skrímslisins Hulks af völdum geislunar. Hægt er að lesa meira um stökkbreytingar á Vísindavefnum, til dæmis í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Af hverju verða stökkbreytingar? og í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju stökkbreytist allt? en þetta svar byggir einmitt á þeim svörum. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.