Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólkinni fram til um 4 ára aldurs en byrja þó miklu fyrr að herma eftir fullorðnum öpum og týna upp í sig skordýr og fæðu úr plönturíkinu.
Ætla má að þessi ungi simpansi verði á spena þangað til hann er um fjögurra ára gamall. Samhliða móðurmjólkinni mun hann þó neyta annarrar fæðu.
Höfundur þessa svars hefur ekki nákvæmar niðurstöður á fæðuvali simpanasunga sem nýlega eru vandir af spena. Það má þó ætla að það sé ekki frábrugðið öðrum öpum í hópnum þar sem þeir læra með því að herma eftir eldri öpum. Unganir éta þess vegna að öllum líkindum það sem aðrir apar éta hverju sinni. Það má því gera ráð fyrir að fæða þeirra samanstandi meðal annars af ávöxtum og laufblöðum, og dýraafurðum eins og skordýrum, öðrum hryggleysingjum og jafnvel kjöti af spendýrum (helst colobus-apa, bavíana og skógarsvína).
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?“ Vísindavefurinn, 13. október 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53219.
Jón Már Halldórsson. (2009, 13. október). Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53219
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53219>.