Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur er það flokkur fjölmargra sjúkdóma. Það eru til margar gerðir af brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, magakrabbameini og svo framvegis. Það sem öll krabbamein eiga sameiginlegt er hins vegar að þau geta dreifst um líkamann frá þeim stað sem æxlið á uppruna sinn. Krabbamein eru þess vegna nefnd illkynja æxli en svonefnd góðkynja æxli dreifast að öllu jöfnu ekki um líkamann. Krabbamein myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna. Þá fara frumurnar að skipta sér á afbrigðilegan hátt. Krabbamein er í raun jafn gamalt lífinu á jörðinni. Jafnvel einfrumungar geta misst tök á erfðaefni sínu og farið að mynda æxli. Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram? eftir Jóhannes Björnsson
- Er allt krabbamein lífshættulegt? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi? eftir Laufeyju Tryggvadóttur
- Guardian.co.uk. Upphaflega frá VVG/Science photo library. Sótt 4. 2. 2009.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.