Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?

JGÞ

Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir manna.



Blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur að skipta sér.

Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur er það flokkur fjölmargra sjúkdóma. Það eru til margar gerðir af brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, magakrabbameini og svo framvegis. Það sem öll krabbamein eiga sameiginlegt er hins vegar að þau geta dreifst um líkamann frá þeim stað sem æxlið á uppruna sinn.

Krabbamein eru þess vegna nefnd illkynja æxli en svonefnd góðkynja æxli dreifast að öllu jöfnu ekki um líkamann.

Krabbamein myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna. Þá fara frumurnar að skipta sér á afbrigðilegan hátt. Krabbamein er í raun jafn gamalt lífinu á jörðinni. Jafnvel einfrumungar geta misst tök á erfðaefni sínu og farið að mynda æxli.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

  • Guardian.co.uk. Upphaflega frá VVG/Science photo library. Sótt 4. 2. 2009.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Eydís Bergmann Gunnardóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59190.

JGÞ. (2011, 1. apríl). Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59190

JGÞ. „Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?
Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir manna.



Blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur að skipta sér.

Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur er það flokkur fjölmargra sjúkdóma. Það eru til margar gerðir af brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, magakrabbameini og svo framvegis. Það sem öll krabbamein eiga sameiginlegt er hins vegar að þau geta dreifst um líkamann frá þeim stað sem æxlið á uppruna sinn.

Krabbamein eru þess vegna nefnd illkynja æxli en svonefnd góðkynja æxli dreifast að öllu jöfnu ekki um líkamann.

Krabbamein myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna. Þá fara frumurnar að skipta sér á afbrigðilegan hátt. Krabbamein er í raun jafn gamalt lífinu á jörðinni. Jafnvel einfrumungar geta misst tök á erfðaefni sínu og farið að mynda æxli.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

  • Guardian.co.uk. Upphaflega frá VVG/Science photo library. Sótt 4. 2. 2009.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...