Krabbamein er jafngamalt lifandi heimi. Jafnvel einfrumungar geta misst stjórn á erfðaefni sínu og breyst í krabbamein. Illkynja æxli eru vel þekkt í öllum æðri dýrum, þar með talið nánustu ættingjum okkar meðal spendýra. Elstu lýsingar á krabbameini í mönnum hafa fundist í egypskum sögnum frá þriðju öld fyrir Krist og beinkrabbamein hafa fundist í egypskum múmíum. Meirihluti krabbameina er læknanlegur, finnist æxlið nógu snemma. Þar ræður uppruni (lega) æxlisins í líkamanum, það er að segja hvort æxlið liggur nálægt líkamsyfirborði eins og til dæmis brjóstkrabbamein, og eins hversu snemma á vaxtarskeiðinu æxlið gefur einkenni, til dæmis blóð í hægðum. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómur mið- og síðari hluta mannsævinnar. Skýrir það hvers vegna krabbamein eiga nú á dögum stærri hlutdeild í veikindum og dánarorsökum en fyrr á öldum þegar meðalævilengd var styttri. Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg önnur svör um krabbamein sem nálgast má með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan. Mynd: LifeForce Hospitals
Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?
Krabbamein er jafngamalt lifandi heimi. Jafnvel einfrumungar geta misst stjórn á erfðaefni sínu og breyst í krabbamein. Illkynja æxli eru vel þekkt í öllum æðri dýrum, þar með talið nánustu ættingjum okkar meðal spendýra. Elstu lýsingar á krabbameini í mönnum hafa fundist í egypskum sögnum frá þriðju öld fyrir Krist og beinkrabbamein hafa fundist í egypskum múmíum. Meirihluti krabbameina er læknanlegur, finnist æxlið nógu snemma. Þar ræður uppruni (lega) æxlisins í líkamanum, það er að segja hvort æxlið liggur nálægt líkamsyfirborði eins og til dæmis brjóstkrabbamein, og eins hversu snemma á vaxtarskeiðinu æxlið gefur einkenni, til dæmis blóð í hægðum. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómur mið- og síðari hluta mannsævinnar. Skýrir það hvers vegna krabbamein eiga nú á dögum stærri hlutdeild í veikindum og dánarorsökum en fyrr á öldum þegar meðalævilengd var styttri. Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg önnur svör um krabbamein sem nálgast má með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan. Mynd: LifeForce Hospitals
Útgáfudagur
31.1.2005
Spyrjandi
Jóhanna Sigríður, f. 1990
Guðmundur Vilbergsson, f. 1992
Tilvísun
Jóhannes Björnsson. „Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4734.
Jóhannes Björnsson. (2005, 31. janúar). Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4734
Jóhannes Björnsson. „Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4734>.