Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?

Helga Ögmundsdóttir

Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega.

Góðkynja heilaæxli telst þess vegna ekki til krabbameina. Þess ber þó að geta að góðkynja æxli geta orðið mjög stór og valdið einkennum vegna fyrirferðar. Í þröngu lokuðu rými höfuðkúpunnar er takmarkað rými fyrir slíka fyrirferðaraukningu og eins er heilinn viðkvæmt og mikilvægt líffæri. Heilaæxli, sem í eðli sínu eru góðkynja, geta því valdið alvarlegum einkennum vegna staðsetningar sinnar.


Á Vísindavefnum er að finna mörg önnur svör um krabbamein. Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um þetta efni. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið.

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.9.2003

Spyrjandi

Gunnhildur Ásta Traustadóttir

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?“ Vísindavefurinn, 24. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3756.

Helga Ögmundsdóttir. (2003, 24. september). Eru góðkynja heilaæxli krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3756

Helga Ögmundsdóttir. „Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?
Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega.

Góðkynja heilaæxli telst þess vegna ekki til krabbameina. Þess ber þó að geta að góðkynja æxli geta orðið mjög stór og valdið einkennum vegna fyrirferðar. Í þröngu lokuðu rými höfuðkúpunnar er takmarkað rými fyrir slíka fyrirferðaraukningu og eins er heilinn viðkvæmt og mikilvægt líffæri. Heilaæxli, sem í eðli sínu eru góðkynja, geta því valdið alvarlegum einkennum vegna staðsetningar sinnar.


Á Vísindavefnum er að finna mörg önnur svör um krabbamein. Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um þetta efni. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið....