Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna?Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og óbeint haft skaðleg áhrif á lungun. Þetta geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi efni, svo sem tóbaksreykur eða útblástur bifreiða. Þessi efni erta öndunarfæraþekjuna og valda breytingum í henni, frumurnar fá óeðlilegt útlit og mynda óeðlilega þykk lög. Síðar getur hin viðkvæma öndunarfæraþekja umbreyst í flöguþekju, sem er harðari af sér. Loks fara að myndast forstigsbreytingar krabbameins sem geta með tímanum orðið að krabbameini.
- Blausen.com staff (2014). Medical gallery of Blausen Medical 2014. WikiJournal of Medicine 1 (2). https://doi.org/10.15347/wjm/2014.010. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.
- Kruscha. (2018). Smoking-smoke-cigarette-man-lung-cancer-1.jpg. Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Smoking-smoke-cigarette-man-lung-cancer-1.jpg