Sólin Sólin Rís 08:28 • sest 17:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:19 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:30 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:24 • Síðdegis: 12:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:28 • sest 17:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:19 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:30 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:24 • Síðdegis: 12:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?

Tómas Guðbjartsson

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í gegnum þær berst loft til lungnablaðra (e. alveoli), sem eru um það bil 300 milljónir talsins.

Í lungnablöðrum berst súrefni úr andrúmslofti inn í blóðrásina og þaðan til frumna líkamans. Lungun losa einnig koltvísýring úr líkamanum og viðhalda um leið réttu sýrustigi blóðs. Þau gegna jafnframt mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans, til dæmis gegn sýklum og ryki.

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Þau gegna jafnframt mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans, t.d. gegn sýklum og ryki.

Lungnakrabbamein er upprunnið í frumum lungna. Krabbamein sem myndast annars staðar í líkamanum geta dreift sér til lungna, til dæmis brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Er þá talað um meinvörp (e. metastases) í lungum. Lungnameinvörp teljast ekki til lungnakrabbameins, enda meðferð þeirra frábrugðin.

Krabbamein verða til þegar frumur hætta að lúta stjórn, taka að fjölga sér og mynda æxli. Orsökin er skemmdir í erfðaefni (DNA) frumunnar sem veldur röskun á starfsemi gena sem stýra frumuskiptingu. Í lungnakrabbameini verða skemmdir á erfðaefni aðallega vegna krabbameinsvaldandi efna í umhverfi og þá sérstaklega í sígarettureyk. Krabbameinsfrumur virða ekki landamerki og geta því vaxið í aðlæg líffæri, dreift sér til eitla eða borist með blóði til fjarlægra líffæra.

Lungnakrabbamein er meðal algengustu krabbameina á Íslandi, það er annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Árlega greinast tæplega 200 einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Er það svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem lungnakrabbamein er algengara. Hér á landi er sjúkdómurinn orðinn ívið algengari hjá konum en körlum.

Reykingar eru langalgengasta orsök lungnakrabbameins og eru taldar valda um 80% tilfella.

Reykingar eru langalgengasta orsök lungnakrabbameins og eru taldar valda um 85% tilfella. Langflestir sem greinast með sjúkdóminn hafa því reykt umtalsvert einhvern tíma á ævinni. Fjöldi annarra sjúkdóma en lungnakrabbamein hefur sterk tengsl við reykingar, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar og lungnateppa.

Reykmengun í umhverfi, stundum kallað óbeinar reykingar, geta aukið áhættu á lungnakrabbameini hjá þeim sem aldrei hafa reykt og virðast börn og unglingar verða fyrir meiri áhrifum en fullorðnir. Einstaklingar með teppusjúkdóm í lungum eru í aukinni hættu á að greinast með lungnakrabbamein, líkt og þeir sem hafa komist í snertingu við tiltekin eiturefni í umhverfi, svo sem asbest. Ekki er sannað að ákveðnar fæðutegundir, til dæmis grænmeti og ávextir, dragi úr hættu á lungnakrabbameini, en ýmislegt bendir þó til þess. Í íslenskum rannsóknum hefur verið sýnt fram á aukna hættu á lungnakrabbameini hjá ættingjum þeirra sem greinst hafa með lungnakrabbamein og er ættgengi talið geta skýrt tæplega 20% tilfella.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr fræðslubæklingnum Lungnakrabbamein, upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur (höfundur og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

17.10.2024

Spyrjandi

Þóra, Þorgeir

Tilvísun

Tómas Guðbjartsson. „Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?“ Vísindavefurinn, 17. október 2024, sótt 18. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87108.

Tómas Guðbjartsson. (2024, 17. október). Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87108

Tómas Guðbjartsson. „Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2024. Vefsíða. 18. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?
Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í gegnum þær berst loft til lungnablaðra (e. alveoli), sem eru um það bil 300 milljónir talsins.

Í lungnablöðrum berst súrefni úr andrúmslofti inn í blóðrásina og þaðan til frumna líkamans. Lungun losa einnig koltvísýring úr líkamanum og viðhalda um leið réttu sýrustigi blóðs. Þau gegna jafnframt mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans, til dæmis gegn sýklum og ryki.

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Þau gegna jafnframt mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans, t.d. gegn sýklum og ryki.

Lungnakrabbamein er upprunnið í frumum lungna. Krabbamein sem myndast annars staðar í líkamanum geta dreift sér til lungna, til dæmis brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Er þá talað um meinvörp (e. metastases) í lungum. Lungnameinvörp teljast ekki til lungnakrabbameins, enda meðferð þeirra frábrugðin.

Krabbamein verða til þegar frumur hætta að lúta stjórn, taka að fjölga sér og mynda æxli. Orsökin er skemmdir í erfðaefni (DNA) frumunnar sem veldur röskun á starfsemi gena sem stýra frumuskiptingu. Í lungnakrabbameini verða skemmdir á erfðaefni aðallega vegna krabbameinsvaldandi efna í umhverfi og þá sérstaklega í sígarettureyk. Krabbameinsfrumur virða ekki landamerki og geta því vaxið í aðlæg líffæri, dreift sér til eitla eða borist með blóði til fjarlægra líffæra.

Lungnakrabbamein er meðal algengustu krabbameina á Íslandi, það er annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Árlega greinast tæplega 200 einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Er það svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem lungnakrabbamein er algengara. Hér á landi er sjúkdómurinn orðinn ívið algengari hjá konum en körlum.

Reykingar eru langalgengasta orsök lungnakrabbameins og eru taldar valda um 80% tilfella.

Reykingar eru langalgengasta orsök lungnakrabbameins og eru taldar valda um 85% tilfella. Langflestir sem greinast með sjúkdóminn hafa því reykt umtalsvert einhvern tíma á ævinni. Fjöldi annarra sjúkdóma en lungnakrabbamein hefur sterk tengsl við reykingar, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar og lungnateppa.

Reykmengun í umhverfi, stundum kallað óbeinar reykingar, geta aukið áhættu á lungnakrabbameini hjá þeim sem aldrei hafa reykt og virðast börn og unglingar verða fyrir meiri áhrifum en fullorðnir. Einstaklingar með teppusjúkdóm í lungum eru í aukinni hættu á að greinast með lungnakrabbamein, líkt og þeir sem hafa komist í snertingu við tiltekin eiturefni í umhverfi, svo sem asbest. Ekki er sannað að ákveðnar fæðutegundir, til dæmis grænmeti og ávextir, dragi úr hættu á lungnakrabbameini, en ýmislegt bendir þó til þess. Í íslenskum rannsóknum hefur verið sýnt fram á aukna hættu á lungnakrabbameini hjá ættingjum þeirra sem greinst hafa með lungnakrabbamein og er ættgengi talið geta skýrt tæplega 20% tilfella.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr fræðslubæklingnum Lungnakrabbamein, upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur (höfundur og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda....