Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það?Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en dæmið er úr Nýjum félagsritum:
að menn geti með góðum rökum dregið strik yfir alla gamla reiknínga.Orðasambandið hefur borist hingað úr dönsku, gøre en streg i regningen, sem aftur hefur tekið það að láni úr þýsku einem einen Strich durch die Rechnung machen. Skýringin er að reikningar voru gerðir ógiltir með því að draga strik yfir þá.
- Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24.12. 2023).
- Talemåder i dansk. 2001. Önnur útgáfa. Bls. 208. Gyldendals røde ordbøger.
- Rawpixel.com. (Sótt 9.1.2024).