Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.Í fréttum í byrjun árs 2011 var sagt frá því að japanskir vísindamenn væru að vinna að því að einrækta mammút og áætlanir gerðu ráð fyrir að það mundi taka um fimm ár. Hvort þetta tekst verður tíminn að leiða í ljós. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig voru loðfílar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig urðu loðfílarnir til? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er einræktun? eftir Guðmund Eggertsson
- Er hægt að klóna manneskju? eftir Arnar Pálsson
- Japanese Scientist To Clone Woolly Mammoth Within 5 Years! á Singularityhub.com.
- Canadian Museum of Nature. Sótt 21.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.