Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.

- Hvernig voru loðfílar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig urðu loðfílarnir til? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er einræktun? eftir Guðmund Eggertsson
- Er hægt að klóna manneskju? eftir Arnar Pálsson
- Japanese Scientist To Clone Woolly Mammoth Within 5 Years! á Singularityhub.com.
- Canadian Museum of Nature. Sótt 21.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.