Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er einræktun?

Guðmundur Eggertsson

Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsfrumum. Einnig er talað um einræktun gens þegar það hefur verið einangrað og flutt á genaferju inn í frumur þar sem mörg eintök af því verða til.

Árið 1997 komst einræktun kindarinnar Dolly í heimsfréttirnar. Breski vísindamaðurinn Ian Wilmut og samstarfsmenn hans við Roslin-stofnunina í Skotlandi fjarlægðu kjarna úr eggfrumum kindar og settu í staðinn tvílitna kjarna úr líkamsfrumum kindar af öðru kyni. Ein tilraun af 277 heppnaðist og Dolly þroskaðist eðlilega. Síðan hefur tekist að einrækta mýs, nautgripi, geitur og svín. Í þessum tilraunum hafa þó þegar best lætur aðeins örfá prósent fósturvísa lifað til fæðingar og algengt er að fædd afkvæmi hafi ekki þroskast eðlilega.

Ekki er ástæða til að ætla að betur gengi með tilraunir til að einrækta menn. Meðal þeirra sem varað hafa eindregið við slíkum tilraunum eru Ian Wilmut og samstarfsmaður hans Rudolf Jaenisch.

Það má vitanlega hugsa sér ýmiss konar tilraunir til að einrækta menn. Til dæmis mætti hugsa sér að haga tilraun þannig að kona ætti barn „með sjálfri sér“. Þá þyrfti að taka kjarna úr eggfrumu konunnar og flytja inn í aðra eggfrumu hennar. Þannig fengist tvílitna okfruma sem síðan væri gefið tækifæri til að verða að fóstri. Hún hefði fengið allt erfðaefni sitt frá móður en væri samt erfðafræðilega ólík henni vegna uppstokkunar erfðaefnisins við myndun eggfrumnanna.

Einnig væri hægt að taka tvílitna kjarna úr líkamsfrumu konu og flytja inn í kjarnasvipta eggfrumu hennar. Þá væri um beina einræktun konunnar að ræða. Loks væri hægt að flytja inn kjarna úr öðrum einstaklingi, konu eða karlmanni, skyldum eða óskyldum, lífs eða liðnum. Þá væri kjarnagjafinn einræktaður en egggjafinn mundi þó leggja til þann litla en mikilvæga hluta erfðaefnisins sem fyrirfinnst í hvatberum umfrymisins.

En þessar vangaveltur ætti að taka með miklum fyrirvara. Eins og fyrr sagði benda rannsóknir á einræktun dýra til þess að slíkar tilraunir heppnist sjaldnast til fulls. Þetta kemur erfðafræðingum ekki alveg á óvart. Vitað er að starfsemi gena er stjórnað með margvíslegum hætti, meðal annars með sérstökum „merkingum“ sem geta verið ólíkar eftir því hvort genið kom frá föður eða móður. Erfðaefni sem tekið er úr líkamsfrumu er því í raun ekki jafngilt því erfðaefni sem var í okfrumunni við upphaf einstaklingsins.

Menn eiga enn flest ólært um alla þá stjórnun á genastarfsemi sem fram fer á leiðinni frá okfrumu til fullþroskaðs einstaklings. Jafnframt skortir þekkingu til að skilgreina nákvæmlega hvaða áhætta felst í einræktunartilraunum.

Til viðbótar við þessar alvarlegu líffræðilegu efasemdir um einræktun koma siðfræðilegar efasemdir, sem einnig hljóta að vera þungar á vogarskálunum þegar fjallað er um einræktun á mönnum.

Heimildir

Wilmut, I., K.Campbell og C.Tudge, 2000. The Second Creation. London: Headline Book Publishing.

Jaenisch, R., og I. Wilmut, 2001. "Don't clone humans!", Science 291:2552.

Sjá einnig svör við spurningunum Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? og Hvað er erfðafræði?



Mynd af Dolly: Scientific American

Mynd af Ian Wilmut: Medical Ethics, Tough Choices

Mynd af Rudolf Jaenisch: The Peter Gruber Foundation

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

18.11.2001

Síðast uppfært

24.4.2018

Spyrjandi

Steinar Marinósson og Aðalheiður Kristín, fædd 1986

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er einræktun?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1957.

Guðmundur Eggertsson. (2001, 18. nóvember). Hvað er einræktun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1957

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er einræktun?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsfrumum. Einnig er talað um einræktun gens þegar það hefur verið einangrað og flutt á genaferju inn í frumur þar sem mörg eintök af því verða til.

Árið 1997 komst einræktun kindarinnar Dolly í heimsfréttirnar. Breski vísindamaðurinn Ian Wilmut og samstarfsmenn hans við Roslin-stofnunina í Skotlandi fjarlægðu kjarna úr eggfrumum kindar og settu í staðinn tvílitna kjarna úr líkamsfrumum kindar af öðru kyni. Ein tilraun af 277 heppnaðist og Dolly þroskaðist eðlilega. Síðan hefur tekist að einrækta mýs, nautgripi, geitur og svín. Í þessum tilraunum hafa þó þegar best lætur aðeins örfá prósent fósturvísa lifað til fæðingar og algengt er að fædd afkvæmi hafi ekki þroskast eðlilega.

Ekki er ástæða til að ætla að betur gengi með tilraunir til að einrækta menn. Meðal þeirra sem varað hafa eindregið við slíkum tilraunum eru Ian Wilmut og samstarfsmaður hans Rudolf Jaenisch.

Það má vitanlega hugsa sér ýmiss konar tilraunir til að einrækta menn. Til dæmis mætti hugsa sér að haga tilraun þannig að kona ætti barn „með sjálfri sér“. Þá þyrfti að taka kjarna úr eggfrumu konunnar og flytja inn í aðra eggfrumu hennar. Þannig fengist tvílitna okfruma sem síðan væri gefið tækifæri til að verða að fóstri. Hún hefði fengið allt erfðaefni sitt frá móður en væri samt erfðafræðilega ólík henni vegna uppstokkunar erfðaefnisins við myndun eggfrumnanna.

Einnig væri hægt að taka tvílitna kjarna úr líkamsfrumu konu og flytja inn í kjarnasvipta eggfrumu hennar. Þá væri um beina einræktun konunnar að ræða. Loks væri hægt að flytja inn kjarna úr öðrum einstaklingi, konu eða karlmanni, skyldum eða óskyldum, lífs eða liðnum. Þá væri kjarnagjafinn einræktaður en egggjafinn mundi þó leggja til þann litla en mikilvæga hluta erfðaefnisins sem fyrirfinnst í hvatberum umfrymisins.

En þessar vangaveltur ætti að taka með miklum fyrirvara. Eins og fyrr sagði benda rannsóknir á einræktun dýra til þess að slíkar tilraunir heppnist sjaldnast til fulls. Þetta kemur erfðafræðingum ekki alveg á óvart. Vitað er að starfsemi gena er stjórnað með margvíslegum hætti, meðal annars með sérstökum „merkingum“ sem geta verið ólíkar eftir því hvort genið kom frá föður eða móður. Erfðaefni sem tekið er úr líkamsfrumu er því í raun ekki jafngilt því erfðaefni sem var í okfrumunni við upphaf einstaklingsins.

Menn eiga enn flest ólært um alla þá stjórnun á genastarfsemi sem fram fer á leiðinni frá okfrumu til fullþroskaðs einstaklings. Jafnframt skortir þekkingu til að skilgreina nákvæmlega hvaða áhætta felst í einræktunartilraunum.

Til viðbótar við þessar alvarlegu líffræðilegu efasemdir um einræktun koma siðfræðilegar efasemdir, sem einnig hljóta að vera þungar á vogarskálunum þegar fjallað er um einræktun á mönnum.

Heimildir

Wilmut, I., K.Campbell og C.Tudge, 2000. The Second Creation. London: Headline Book Publishing.

Jaenisch, R., og I. Wilmut, 2001. "Don't clone humans!", Science 291:2552.

Sjá einnig svör við spurningunum Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? og Hvað er erfðafræði?



Mynd af Dolly: Scientific American

Mynd af Ian Wilmut: Medical Ethics, Tough Choices

Mynd af Rudolf Jaenisch: The Peter Gruber Foundation

...