Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2601 svör fundust
Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?
Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...
Er hægt að gera ekki neitt?
Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...
Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?
Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fi...
Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?
Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...
Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...
Hvað þýðir orðið bragð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...
Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?
Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...
Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?
Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...
Hvers vegna fær maður æðaslit?
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...
Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?
Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...
Hvað þýðir sko?
Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...
Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?
Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Hver er skilgreiningin á trúleysingja?
Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð”. Það að vera trúlaus er sem sagt það að vera laus við trú á guði eða yfirskilvitlegar æðri verur. Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'á...
Hver sveik Jesú?
Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir: Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jes...