Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna fær maður æðaslit?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að þær verða sjáanlegar. Æðaslit getur verið rautt eða blátt á lit og tekur oftast á sig eitt af þremur mynstrum; einfalt línumynstur, trjágreinamynstur eða kóngulóarvefsmynstur.

Æðaslit er skylt æðahnútum. Hvorttveggja verður vegna bilunar í bláæðum, æðaslit í þeim minnstu en æðahnútar í þeim stærstu. Líkt og æðahnútar er æðaslit algengast á fótleggjum þar sem upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans (sjá nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru æðahnútar?). Æðaslit er þó ekki bundið við fætur eingöngu heldur getur líka komið fram í andliti og víðar.

Ekki er vitað með fullri vissu hvað veldur æðasliti og æðahnútum en ýmsir áhrifaþættir eru þekktir. Æðaslit er algengara hjá fólki sem komið er yfir miðjan aldur og einnig hafa erfðir sitt að segja. Meðganga og annað sem breytir hormónajafnvægi líkamans eru algengir orsakaþættir, svo og ofþyngd og störf sem krefjast mikillar kyrrstöðu eða kyrrsetu. Enn fremur er vitað að notkun sumra lyfja, til dæmis getnaðarvarnarlyfja, getur aukið líkur á æðasliti. Það er lítið sem hægt er að gera í sambandi við aldur og erfðir en ef hægt er að fjarlægja eða forðast aðra þætti sem gætu verið orsök hverfa æðaslit oft af sjálfu sér. Til dæmis hverfur æðaslit sem kemur á meðgöngu oft á nokkrum mánuðum eftir fæðingu, enda stafar það af auknu blóðmagni á meðgöngu sem jafnar sig aftur að henni lokinni. Sumt fólk með ljósa húð fær æðaslit á nefi eða kinnum ef það er úti í sól.



Dæmi um æðaslit í andliti (á nefi) sem síðan var lagfært.

Æðaslit er yfirleitt ekki alvarlegt heilsuvandamál, það er helst að það geti valdið óþægindum ef staðið er lengi í sömu sporum og blætt getur úr því. Æðaslit getur þó gefið til kynna kvilla í bláæðakerfi líkamans, sem er þá ekki að sinna starfi sínu sem skyldi og gæti það til dæmis leitt til myndunar blóðtappa. Æðaslit þarf yfirleitt ekki að meðhöndla vegna líkamlegrar heilsu heldur er meðferð frekar fagurfræðilegs eðlis. Helstu meðferðarúrræði eru leysigeislun og innspýting hersluefna í æðarnar (e. sclerotherapy). Seinni aðferðin felur í sér að efni er sprautað í æðarnar, veggir þeirra límast saman og blóðið í þeim storknar. Æðarnar verða að lokum að örvef sem hverfur smám saman.

Að lokum má benda á umfjöllun Magnúsar Jóhannssonar læknis um æðaslit á heimasíðu hans.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

3.11.2006

Spyrjandi

Ægir Þorsteinsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær maður æðaslit?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6357.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 3. nóvember). Hvers vegna fær maður æðaslit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6357

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær maður æðaslit?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6357>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fær maður æðaslit?
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að þær verða sjáanlegar. Æðaslit getur verið rautt eða blátt á lit og tekur oftast á sig eitt af þremur mynstrum; einfalt línumynstur, trjágreinamynstur eða kóngulóarvefsmynstur.

Æðaslit er skylt æðahnútum. Hvorttveggja verður vegna bilunar í bláæðum, æðaslit í þeim minnstu en æðahnútar í þeim stærstu. Líkt og æðahnútar er æðaslit algengast á fótleggjum þar sem upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans (sjá nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru æðahnútar?). Æðaslit er þó ekki bundið við fætur eingöngu heldur getur líka komið fram í andliti og víðar.

Ekki er vitað með fullri vissu hvað veldur æðasliti og æðahnútum en ýmsir áhrifaþættir eru þekktir. Æðaslit er algengara hjá fólki sem komið er yfir miðjan aldur og einnig hafa erfðir sitt að segja. Meðganga og annað sem breytir hormónajafnvægi líkamans eru algengir orsakaþættir, svo og ofþyngd og störf sem krefjast mikillar kyrrstöðu eða kyrrsetu. Enn fremur er vitað að notkun sumra lyfja, til dæmis getnaðarvarnarlyfja, getur aukið líkur á æðasliti. Það er lítið sem hægt er að gera í sambandi við aldur og erfðir en ef hægt er að fjarlægja eða forðast aðra þætti sem gætu verið orsök hverfa æðaslit oft af sjálfu sér. Til dæmis hverfur æðaslit sem kemur á meðgöngu oft á nokkrum mánuðum eftir fæðingu, enda stafar það af auknu blóðmagni á meðgöngu sem jafnar sig aftur að henni lokinni. Sumt fólk með ljósa húð fær æðaslit á nefi eða kinnum ef það er úti í sól.



Dæmi um æðaslit í andliti (á nefi) sem síðan var lagfært.

Æðaslit er yfirleitt ekki alvarlegt heilsuvandamál, það er helst að það geti valdið óþægindum ef staðið er lengi í sömu sporum og blætt getur úr því. Æðaslit getur þó gefið til kynna kvilla í bláæðakerfi líkamans, sem er þá ekki að sinna starfi sínu sem skyldi og gæti það til dæmis leitt til myndunar blóðtappa. Æðaslit þarf yfirleitt ekki að meðhöndla vegna líkamlegrar heilsu heldur er meðferð frekar fagurfræðilegs eðlis. Helstu meðferðarúrræði eru leysigeislun og innspýting hersluefna í æðarnar (e. sclerotherapy). Seinni aðferðin felur í sér að efni er sprautað í æðarnar, veggir þeirra límast saman og blóðið í þeim storknar. Æðarnar verða að lokum að örvef sem hverfur smám saman.

Að lokum má benda á umfjöllun Magnúsar Jóhannssonar læknis um æðaslit á heimasíðu hans.

Heimildir og myndir:...